blaðið - 10.06.2006, Blaðsíða 24

blaðið - 10.06.2006, Blaðsíða 24
* 24 I VERÖLDIM LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2006 bladiö Á leiðarenda FERÐASAGA BRYNDÍSAR XIV. KAFLI Við vorum loksins kqmin á áfanga- stað - til Kolfinnu í Kosova (svona heitir það á máli innfæddra). Það var dásamlegt að hitta þau öll aftur, Kolfinnu, Starka, Möllu og Franc- esco, sem er sambýlismaður dóttur minnar. Öll voru þau frísk og falleg, vel fram gengin og töluðu hvert í kapp við annað. Það var frá nógu að segja og fyrstu nóttina var lítið sofið. Það var skemmtilegt að heyra krakkana lýsa skólastarfinu og segja frá nýjum vinum úr fjarlægum löndum. Þvílík reynsla á svo ungum aldri! Kennslan í skólanum þeirra fer fram á ensku auk þess sem þau leggja stund á albönsku, þýsku, algebru, sögu og landafræði. Malla, sem er ellefu ára fegurðardís og far- andskáld, hefur eignast tvær góðar vinkonur í skólanum. Önnur er frá Bangladesh og hin frá Fijieyjum. Elmi frá Bangíadesh er múhameðs- trúar, og Malla fer oft með henni heim eftir skóla á daginn. Þegar Ramadan föstunni lauk í nóvember var henni boðið til bajram, sem er fagnaðarhátíð á föstulokum. Fjöl- skylda og vinir safnast saman til að gera sér dagamun, klæðast sínu feg- ursta skarti, borða gómsætan mat, hlæja og syngja. Allir í sátt og sam- lyndi þar. Starkaður er þremur árum eldri en Malla. Hann er þegar orðinn mikill heimsborgari og getur borið saman skólakerfi fjögurra landa. Hann er nú á seinasta ári í grunn- skóla samkvæmt amerísku kerfi. Krakkarnir í hans bekk eru flestir synir og dætur efnaðra Kosovabúa, sem hugsa til framtíðar og eru stað- ráðnir í að verða fullgildir þátttak- endur í heimsvæðingunni, hvenær I Bandariskar herþyrlur sveima yfir sveitum Kosovaen héraðiö hefur verið undir éf tirliti alþjóðasamfélagsins á undanförnum árum enda ástandið eldfimt. Eitt af því sem vekur athygii í höfuðborginni Pristina eru bílaleestir friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna sem aka löturhægt um göturnar. Minningarkort Minningar- og styrktarsjóðs hjartaskjúklinga Qjjai HjartaHeill sími 552 5744 (iíró- ogkreditkortþjónusta svo sem hún nær til þessara afskiptu slóða Balkansskagans. Aidingarður Pristína, höfuðborgin, minnir mig á þorpin í Grikklandi, þegar ég kom þangað fyrst, nokkrum árum eftir að herforingjastjórninni var velt af stóli og landið var að opnast. Nema hvað, þótt Kosova eigi sér þús- und ára sögu, þá er saga Pristínu svo stutt; hún varð ekki til fyrr en eftir seinna strið. Moskan er eina byggingin, sem þykir þess virði að sýna ókunnugum. Kosovabúar eru bændur frá fornu fari. Landið er einn samfelldur aldingarður. Samt fást þeirra eigin ávextir ekki í búð- unum. Heldur ekki grænmeti, nema þá helst papríkur. Meira að segja mjólkin er flutt inn frá Slóveníu. Skyldi maður þó halda að það væru nægar kýr í þessu fagra fjallalandi. En enginn stundar búskap lengur því að verðið sem fæst fyrir afurð- irnar er ekki samkeppnishæft við niðurgreidda framleiðslu Evrópu- sambandsins. Þess vegna eru auð- vitað allir bændur komnir til borgar- innar og ganga þar um atvinnulausir, sviptir allri von um betra líf. Minnir mig á grísku þorpin forðum daga, sagði ég. Allt er hálf- karað (þá var það af því að Grikkir Gerir þú kröfur ? HM í beinni ! Vandaðurbúnaður Tilvalinn fyrir heimiliö eða sumarbústaðinn FIFAWOKIDCUP ©eRiriAnY 2006 Eico, alltaf flottastir! Pakki fyrir fríar rásir i eico www.eico.is SKÚTUVOGI 6 SÍMI 570 4700 borguðu ekki fasteignagjöld meðan húsið var óklárað, og til þess þurfti steypustyrktarjárn að standa út úr veggnum). Einhver hefur byrjað að byggja sér hús en hætt í miðju kafi, eða hefur ekki átt fyrir gluggum eða hurðum, hvað þá fyrir málningu (ætli þeir hafi apað fasteignaskatt- ana eftir Grikkjum?). Göturnar hafa einhvern tímann verið með slitlagi, sem er löngu orðið eins og gatasigti, hola við hoíu, varasamt í myrkri, því að engin er götulýsingin. Sorphirða er greinilega ekki forgangsverkefni hér því að sorpið liggur eins og hrá- viði um götur og sund, laðar að sér rottur og hunda, sem öllum er sama um. Rafmagnið er tekið af tvisvar á dagogminniróneitanlegaáástandið í Reykjavík á árunum eftir stríð. Allt dettur í dúnalogn, menn paufast áfram i kolniðarmyrkri, „hvar eru kertin?" og vatnið kólnar undir kart- öflunum. Enginn kvöldmatur fyrr en seint og um síðir. Hin lamandi hönd kommúnismans hefur strokið burt allt sem heitir sjálfsbjargarvið- leitni og framtakssemi. Beðið eftir betri tíð? En innan um alla þessa óreiðu og alls- leysi sýnist mér vera myndarlegt og elskulegt fólk sem brosir og heilsar jafnvel ókunnugum. Kvenfólkið er hávaxið og fallegt, með mikið hár og dramatískan svip í augunum. Menn- irnir brúnaþungir og dökkir yfir- litum, bera vonleysið utan á sér. Þeir eru fyrirvinnurnar. Götulífið er fjör- ugt, enda hvar eiga atvinnulausir að halda sig? Menn standa í smáhópum, skrafa saman. Þeim er eflaust heitt í hamsi. Kannski eru þeir að plotta, brugga ráð, því að svona getur þetta ekki gengið til lengdar. Þessi kyrr- staða, þessi eilífa bið, verður til þess að þjóðin dregst bara aftur úr og á enga von um bættan hag ef, eða þegar, hún einhvern tímann rís upp úr öskustónni. Hún missir af tæki- færunum á tímum alþjóðavæðingar og markaðslausna. Einhver verður að taka að sér stjórnina, opna fólki leið til mennta, skapa því mann- sæmandi kjör, hjálpa því að komast til manns, standa jafnfætis öðrum þjóðum í Evrópu. Það sem vekur athygli strax á fyrsta degi eru endalausar bílalestir, stórir hvítir jeppar merktir UN, sem aka löturhægt um aðalgötur borg- arinnar. Þeir hreykja sér yfir bila Höfuðborgin Pristina minnir á þorpin I Grikklandi eftir að herforingjastjórninni var velt af stóli og landið var að opnast. Ibúar Kosova eru myndarlegt og elskulegt fólk sem brosir og heilsar ókunnugum. heimamanna, sem eru litlir og las- burða. Þetta eru hjálparsveitir Sam- einuðu þjóðanna, sem eru hér til að gæta friðar og reyna að hafa stjórn á ástandinu í þessu hrjáða landi. Enginn veit nákvæmlega hvað þeir eru að gera, en mikið fer fyrir þeim í bæjarlífinu. Og eitthvað fer nær- vera þeirra fyrir brjóstið á heima- mönnum sem vilja fá að stjórna sér sjálfir en ekki vera endalaust upp á aðra komnir. Og þar stendur hnífur- inn í kúnni. Bænagjörð Strax fyrsta morguninn er ég vakin fyrir allar aldir. Titrandi rödd kallar- ans berst frá moskunni út í myrkan vetrarmorguninn og boðar komu dags. Þessi tæra rödd, þrungin til- beiðslu og andakt, minnir á síðasta blómið hans James Thurber - lítil jurt, sem reynir að skjóta rótum í sviðinni jörð. Eitfhvað svo fallegt, eitthvað svo óvænt mitt í öllu von- leysinu. Hér eru allir múslimar að nafninu til, en eru löngu orðnir fráhverfir kirkjusókn og strangri trúariðkun. Moskan stendur samt enn fyrir sínu, alveg eins og kirkjan heima hjá okkur, sem virðist helst vera til fyrir sjálfa sig og fer sínu fram, hvað svo sem hver segir. Bryndís Schram, disschram@yahoo.com I I I I I I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.