blaðið - 10.06.2006, Blaðsíða 36

blaðið - 10.06.2006, Blaðsíða 36
36 I TÍSKA LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2006 blaöi6 TÍSKA Skjöldur Eyfjörð Um lögmál tímans og tískunnar Það er svo merkilegt með þessa tísku hvernig hún getur aldrei verið kyrr á sínum stað! Hún er í sjálfu sér eins og tíminn; augnablikið er svo stutt að það er varla hægt að fylgjast með því sem gerist í núinu. Og af hverju er þessu eins farið með tískuna? Er það vegna þess að við leitumst við að þróa okkur áfram eða er það vegna þess að manneskjunni virðist lifsins ómögulegt að vera ánægt með það sem hún hefur nú þegar? Ég hef oft verið í þeirri stöðu að mig langar í einhverja flík og get varla verið rólegur fyrr en ég hef fengið hana, (veit ekki hvort aðrir kannist við þetta sama einkenni), en svo þegar ég er búinn að fá flíkina í hendurnar og hef gengið í henni að einhverju ráði þá er stundum eins og hún missi bara máttinn og alla þá töfra sem hún hafði á herðatrénu í búðinni. Ekki lengur inn? Því spyr ég sjálfan mig, er það vegna þess að ég fékk það sem mig langaði í og er strax farinn að leita að næstu flík sem hefur þennan sama.töframátt og flíkin á undan? Er það vegna þess að hún er ekki lengur „inn“ og í tísku? Eða er það vegna þess að tím- inn leið í gegnum flíkina og tók tiskuna með sér úr henni þegar hann smaug í gegn? Tískan gerir jú ekki annað en að halda áfram að flæða líkt og tíminn og hún staldrar aldrei við í langan tima í senn. Þetta er einfaldlega lögmál, líkt og t.d. þyngdarlögmálið. Árstíðirnar Qórar Það eru fjórar tískulínur á hverju ári; vor, sumar, haust og vetur og allar þessar árstíðir eru svo gjör- ólíkar hverri annarri að það er ekki hægt að líkja þeim saman (... eða...þetta á kannski frekar við í út- löndum þar sem er meiri munur á árstíðum heldur en hér). Það sama á við um tískuna en likt og árstíðirnar hefur tískan sína töfra eftir því hvaða árstíð er í gangi. Það eru endalausar breyt- ingar á tískunni og tískustraumum, hún heldur áfram að tifa og tikka og á aldrei eftir að stoppa. Þessi óþrjótandi þorsti okkar og löngun til að halda áfram að þróa okkur, breytast og forðast stöðnun gerir það að verkum að tiskuhönn- uðir, hárgreiðslufólk, förðunar- fræðingar og fleiri munu alltaf hafa nóg að gera við að slökkva þorstann, en bara stutta stund í einu, eða fram að næsta „season“ (árstíð). Kveðja Skjöldur Dánar dúkkur í fiskakirkjugarði Förðunarfræðingur, í gærkvöldi opnaði ljósmyndasýn- ing á Gallerí Gel við Hverfisgötu. Listamaðurinn bak við sýning- una heitir Steinunn Þórðardóttir en fram til þessa hefur „strigi“ hennar aðallega verið bundinn við andlit. Blaðamaður spurði Steinunni um inntak sýningarinnar. „Ég sem „makeup artisti“ mæti venjulega á staðinn og geri það sem mér er sagt að gera. Eins krefjandi og skemmti- legt og það er þá langaði mig að prófa að snúa dæminu við. Þótt grunnhug- myndin hefði verið mín þá fæðast yfirleitt bestu hugmyndirnar þegar fleiri koma saman. Þannig myndi ég segja að lokaútkoman væri jafn mikið komin frá ljósmyndaranum Esther Ir og stílistanum Sunnu Dögg. ljósmyndari og fyrirsæta í samstarfi. Það var ofboðslega gaman að fá að hengdur upp í staðinn fyrir að vera vinna svona verkefni frá grunni og mjög lærdómsríkt.“ Út á hvað gengur sýningin? „Hvað verður um leikföngin okkar þegar við hættum að leika okkur með þau, dúkkurnar okkar sem við kysstum og knúsuðum en þrosk- uðumst svo í burtu frá þeim? Þetta var grunnhugmyndin að verkinu. Við ákváðum að taka myndirnar þar sem verið er að þurrka fisk og áhrifin þegar maður kemur þangað eru eins og frá eins konar fiskakirkju- garði þar sem þú ert grafinn. Þarna var upplagt fyrir ,dúkkurnar“ okkar að hanga. Svo ákváðum við að vinna myndirnar þannig að þær stæðu sem listaverk ein og sér þótt formið sé ljósmynd og módel.“ Mynd/Esther Ir Krúttleg og sœt hönnun Tous opnar verslun í Smáralindinni Jordy Querald, framkvæmdastjóri erlends markaðar Tous, Stefán Kjærnested, eigandi verslunarinnar, og ElenaTeindes, markaðsstjóri, við opnunina á föstudag. Um helgina opnaði ný verslun í Smáralind- inni en undirbúningur opnunarinnar hefur staðið yfir i töluverðan tíma. Um er að ræða alþjóðlega verslunar- keðju sem á ættir sínar að rekja til Spánar en hefur á undanförnum áratugum dreift úr sér um heiminn. Verslunin heitir Tous og sérhæfir sig í fram- leiðslu skartgripa og ýmissa annarra fylgihluta. Til dæmis gera þau ElfsabetMagnúsdóttirogSigríðurÞorgeirsdóttir töskur, penna og sólgler- augu og eru um þessar mundir að byrja að framleiða flíkur. Það eru reyndar ekki aðeins fylgihlutir sem hægt er að fá frá Tous heldur er einnig hægt að fá þar bollastell, ilm- vötn og margs konar snyrtivörur. Fyrsta Tous verslunin opnaði í Barcelona árið 1920 og þá var aðeins um skartgripaverslun að ræða, en nú, áttatíu og sex árum síðar eru verslanirnar orðnar 200 í alls þrjá- tíu löndum og fer þeim ört fjölgandi. Sem dæmi um það er hægt að benda á að aðeins á þessu ári er stefnt á að opna um 45 Tous verslanir víða um heim. gripina. í töskunum er hágæða leður og í raun má segja að allt efnisval sé fyrsta flokks. Verðið er ekki það lægsta sem býðst en heldur ekki það hæsta. Verðið á silfur skartinu eru oft hagstæð og skart- gripirnir eru margir hverjir mjög skemmtilegir. Til dæmis er gaman að bangsanum sem er tákn- rænn fyrir hönnun Tous - krúttleg og sæt eða sweet and tender eins og það hljómar upp á enskuna. Tous framleiða bollastell og margt meira fallegt Tous hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar frá stofnun fyrir- tækisins. Faðir núverandi eiganda stofnaði fyrirtækið og eiginkona nú- verandi eiganda, Rosa Tous, er aðal- hönnuður þess í dag. Fyrsta flokks efni Skartgripirnir frá Tous eru ckki af verri endanum. Hönnuðurnir nota aðeins 18 karata gull og eðalsteina í Agerður Ósk Jakobsdóttir, Nína Björk Gunnarsdótir og Marta Dröfn Björnsdóttir voru ánægðar við opnun Tous Blaíii/Steinar Hugi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.