blaðið - 10.06.2006, Blaðsíða 55

blaðið - 10.06.2006, Blaðsíða 55
MENNTASKÓLINN H RAÐBRAUT Heilbrigði og félagslíf Menntaskólinn raut Menntaskólinn Hraðbraut er um þessar mundir að Ijúka þriðja starfsári. Önnur útskrift skólans mun fara fram í Bústaðakirkju þann 8. júlí næstkomandi. Skólinn hóf starfsemi haustið 2003 í gamla Lækjarskólanum í Hafnarfirði, en flutti fljótlega í Faxafen 10. Skólastofur þar eru bjartar og rúmgóðar, skrifstofustólar eru fyrir hvern nemanda og keppst er við að hafa umhverfið aðlaðandi og þægilegt. Stjórnendur Hraðbrautar gera sér þó grein fyrir að það er ekki nóg að hafa umhverfið aðlaðandi. Innviðir skólastarfsins verða einnig að vera traustir. Áhersla er því lögð á að mæta þörfum hvers og eins eftir því sem kostur er á. Enginn nemandi á að vera afskiptur og aðgangur að kennurum, námsráðgjafa og öðru starfsfólki er greiður. Áhersla er lögð á að nemendur tjái sig um skólastarfið og láti skoðanir sínar í Ijós, hvort sem þeir eru sáttir eða ósáttir. í meiri háttar málum hefur verið blásið til fundar og málamiðlana hefur verið leitað. Stjórnendur gera sér grein fyrir því að þarfir nemenda eiga alltaf að vera í fyrsta sæti í Hraðbraut. Hvað eru margir IHraðbraut öðruvísi kerfi Skipulögð kennsla er á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum, en á þriðjudögum og fimmtudögum er „heimanám" stundað í skólanum. Þá eru kennarar til staðar og svara fyrirspurnum nemenda. Mætingaskylda er alla daga vikunnar og á heimanámsdögum hefur verið ráðið yfirsetufólk sem fylgist með mætingum og sér um að vinnufriður haldist. Gott samband hefur myndast milli yfirsetufólks og nemenda og er það hluti af þeim persónuiega brag sem einkennir skólastarfið. Hraðbraut býður upp á lotukerfi sem felst í þvi að kenndar eru þrjár námsgreinar ívjórar vikur samfleytt og síðan prófað í fimmtu vikunni. Þeir nemendur sem ná prófum fá síðan viku frí til að „hiaða batteríin" og undirbúa sig undir næstu lotu. Þeir sem falla í einu eða fleiri fögum þurfa að sitja í skóianum sjöttu vikuna og undirbúa upptökupróf sem ferfram á föstudegi þá viku. Það er því hvetjandi að ná prófi og má leggja mikið á sig til að uppskera viku frí frá náminu. Loturnar eru sjö á fyrra ári og átta hið síðara, samtals fimmtán. í fimmtándu lotunni eru aðeins kenndar tvær námsgreinar, tjáning og lífsleikni. í lífsleikni spreytir útskriftarhópurinn sig m.a. á því að undirbúa ferðalag nemenda og fór hópurinn í fyrra í Þórsmörk. Útskriftarhópurinn stóð einnig fyrir „hinni síðustu kvöldmáltíð" en það var hátíðarkvöldverðar fyrir útskriftarnema og starfsfólk. Hápunktur kvöldsins var síðan þegar nemendur stóðu upp einn af öðrum og héldu skemmtilegar tölur eða þökkuðu fyrir sig og kom þar m.a. í Ijós hvað tjáningarnámskeiðið hafði borið góðan árangur. í dag eru um 130 nemendur í Hraðbraut 80 á fyrra ári og um 50 nemendurá síðara námsárinu, sem skiptast á náttúrufræði- og málabraut. Áfyrranáms- árinu stunda nemendur ekki nám á sérstakri námsbraut heldur fara allir í sömu kjarnafögin. Málabrautiní Hraðbraut er óvenjuleg að því leyti að þar taka nemendur 18 einingarí stærðfræði sem er langt umfram þær 6 einingar í stærðfræði sem nemendurtaka á hefð- bundnum málabrautum. Það þarf ekki sérfræðinga til, til að sjá að það að ætla sér að nema fjögurra ára nám á tveimur árum krefst heilbrigðis, andlegs sem líkamlegs. íþróttir eru stundaðar í Hreyfingu auk þess sem skólinn býður upp á fjallgöngu að hausti sem vori. Nemendur Hraðbrautar hafa nú tvisvar ritað nafn sitt í gestabókina sem bíður þeirra á toppi Esjunnar. Hraðbraut hefur átt sína fulltrúa í Gettu betur, Morfís, Söngkeppni framhal- dsskólanna, stærðfræði-keppni framhal- dsskólanna og fleiri keppnum. Nemen- dum skólans hefur yfirleitt gengið prýðilega og hafa t.d. unnið titilinn framhaldsskóla-meistarar í PaintBall og síðastliðinn vetur komst nemandi í 13 manna úrslit í söngkeppni framhalds- skólanna. Nemendafélagið ber heitið "Autobahn" í takt við Hraðbrautina. Það hefur staðið fyrir fjölmörgum stuttum ferðum, jóla- hlaðborði, árshátíð og ýmsu fleiru. Eitt af því sem þykir koma skemmti-lega út er félagslífið í hversdagsleikanum. Á skóladögum sl. vetur voru ýmsir þemadagar, bleikur dagur, íþróttada- gurlopadaguro.fi. Einnig voru ýmsar keppnir t.a.m. átkeppnir þar sem keppt var í áti á kókósbollum, samlokum o.fl. Nokkrum sinnum yfir veturinn býður skólinn nemendum í pizzuveislu í hádegishléi en þá er pantaður vænn stafli af pizzum og gos til að renna þeim niður. Félagslífið hefureinnig blómstrað í kringum námsgreinar eins og lífsleikni, íslensku og tjáningu. Hraðbraut hefur á að skipa mjög hæfum kennurum og þar starfar m.a. Bjarki Bjarnason íslensku- og sögukennari en hann var valinn vinsælasti kennarinn af nemendum sl. vetur. Skundar hann með nem-endur í ýmsar spennandi vettvangsferðir eins og t.d. á Njáluslóðir. Náttúrufræðiken- narar hafa einnig stundað fróðlegar vettvangsferðir. Þess má geta að margir góðir gestir hafa heimsótt skólann. Það er vitað að enginn maður er eyland og þátttaka í féiagslífi er nauðsynleg til að halda tengslum, enda mannleg samskipti orðin hátt metin á vinnu- markaði ekki síður en bóknám. 'r &am Útskrift Eins og fram kom í upphafsorðum greinarinnar líður nú að annari útskrift skólans. Þann 9. júlí 2005 útskrifaðist fyrsti nemenda- hópurinn frá Hraðbraut. Það var mikil gleðistund, þó ekki væri hún laus við trega þar sem kömið var að kveðjustund frumkvöðlanna,; þeirra nemenda sem fyrstir riðu á vaðið og ákváðu að gera Hraðbraut að sinni braut. Nú stunda þeir nemendur m.a. nám við . | Háskóla Reykjavíkur og Háskóla íslands og gengur þeim ágætlega að fóta sig þar í mismunandi greinum. Þeir sem hafa áhugj kynnast þessum valkosti metnaðarfullra nemenda; Menntaskólanum Hraðbraut sem er„tveimur árum á undan" eins og frar í einum af slagorðum hans, er bent á að skoða heimasíðuna HYPERLINK www.hradbraut.is og skoða þar einnig kynningarb skólans. itfli ■Hm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.