blaðið - 10.06.2006, Blaðsíða 32

blaðið - 10.06.2006, Blaðsíða 32
fr 32 I SAGA LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2006 blaöíó Hugmyndasmiður helfararinnar í vikunni var greint frá því að bandaríska leyniþjónustan CIA hefði ekki aðhafst neitt til að hand- taka þýska nasistann og stríðs- glæpamanninn Adolf Eichmann þrátt fyrir að hún hefði vitað um dvalarstað hans og dulnefni í rúm tvö ár áður en hann var handsamaður af ísraelsku leyni- þjónustunni Mossad. ísraelsmenn höfðu hendur í hári Eichmanns árið 1960 og var hann í kjölfarið dreginn fyrir dóm í Jerúsalem. Ástæðan var sú að Vestur-Þjóð- verjar vildu ekki að Eichmann ljóstraði upp um þátt Hans Globke í helförinni en Globke var á þessum tíma þjóðaröryggisráð- gjafi Konrad Adenauer, kanslara. Eichmann var í hópi valdamestu manna Þriðja rikisins, helsti hugmyndasmiður helfararinnar gegn gyðingum og bar ábyrgð á fjöldamorðum milljóna manna í seinni heimsstyrjöldinni. Karl Adolf Eichmann fæddist 19. mars 1906 ígrenndviðþýskuborgina Köln. Móðir hans lést þegar hann var enn á barnsaldri og í kjölfarið flutti fjölskyldan til Austurríkis. Hann sleit barnskónum í bænum Linz sem var einnig heimabær Adolf Hitler. Eichmann lagði um tíma stund á nám í verkfræði en fékkst siðan við margvísleg störf svo sem verka- mannavinnu og sölumennsku. Sérf ræðingur í gyðingdómi Hann gekk í austuríska nasistaflokk- inn árið 1932 að ráði vinar síns. Eich- mann náði fljótt frama í flokknum, gekk til liðs við SS-sveitirnar og tók að sér ýmis trúnaðarstörf. Áhugi hans á gyðingum jókst eftir að hann fékk starf innan deildar nasistaflokksins sem safnaði upp- lýsingum um áberandi gyðinga í Vínarborg. Eichmann rannsakaði menningu gyðinga út frá ólíkum sjónarhornum, sótti samkomur þeirra og heimsótti gyðingahverfi. Hann kynnti sér ennfremur síon- isma, lærði hebresku og gat jafnvel talað svolitla jiddísku. Eíchmann vakti athygli Heinrich Himmler sem fól honum yfirmanns- stöðu nýrrar stofnunar sem sinnti málefnum gyðinga. Var honum meðal annars ætlað að reyna að finna mögulegar „lausnir á gyðinga- vandanum." fþví skyni heimsótti Eichmann meðal annars Palestínu árið 1937 til að athuga hvort mögu- legt væri að flytja þangað gyðinga í stórum stíl en var fljótlega vísað úr landi af breskum yfirvöldum. Gyöingum safnað saman ígettóum Árið 1939 tók Eichmann við stöðu yfir- manns í alræmdri deild leynilögregl- unnar Gestapo sem kallaðist Deild IV B4. Hann bar þar með ábyrgð á því að hrinda í framkvæmd stefnu nasista gagnvart gyðingum, ekki aðeins í Þýskalandi heldur einnig á öllum svæðum sem þeir lögðu undir sig. Eichmann varð þar með orðinn einn af valdamestu mönnum Þriðja ríkisins. I júlí árið 1940 kynnti Eichmann hina svo kölluðu Madagascar- áætlun en hún gekk út á að evrópskir gyðingar yrðu fluttir til eyjunnar Madagascar undan strönd Austur- Afríku. Áætluninni var aldrei hrint í framkvæmd. Fyrirskipaðar voru aftökur á gyð- ingum sem taldir voru ógna öryggi ríkisins. í Póllandi, þar sem var stærsta samfélag gyðinga í Evrópu á þessum tíma, var gyðingum safnað saman og ýmist sendir í þrælabúðir eða fyrirskipað að búa í svo köll- uðum gettóum. Aðstæður í gettó- unum voru ekki mönnum bjóðandi, þrengsli mikil og þar létust margir vegna vannæringar, harðræðis eða sjúkdóma. Þýskir hermenn saf na saman gyðingum í gettói f Varsjá áriö 1943. Fjöldi fólks lét lífið í gettóunum þar sem aðstæöur voru hræðilegar, miki I þrengsli og matur af skornum skammti. Adolf Eichmann var einn helsti hugmynda- smiður helfararinnar og í hópi valda- mestu manna Þýskalands nasismans. Samkeppni í fjöldamorðum Undir yfirstjórn Eichmanns hófu SS-hópar á herteknum svæðum í Sovétríkjunum skipulögð fjölda- morð á gyðingum. Foringjar af- tökusveitanna héldu nákvæmar skrár yfir morðin og það kom jafn- vel til samkeppni milli sveitanna um hver þeirra tæki flesta af lífi. I upphafi var gyðingum safnað saman á afviknum stað þar sem þeir voru skotnir til bana og grafnir. Áður voru þeir látnir af- henda öll verðmæti, klæði og jafn- vel hár sitt. Eftir að Heinrich Himmler varð vitni að einni slíkri aftöku fyrir- skipaði hann að „mannúðlegri" aftökuaðferðir yrðu teknar upp og í kjölfarið hófu nasistar að nota gasklefa í auknum mæli. Samúð Himmlers með böðlunum ku hafa átt stærri þátt í þessari breytingu en samúð með fórnarlömbunum. Hin endanlega lausn Snemma árs 1942 átti Eichmann þátt í ráðstefnu í Berlín þar sem lagt var á ráðin um útrýmingu allra gyðinga í Evrópu og í Sov- étríkjunum, alls um 11 milljón manns að því er talið var. Eichmann hafði yfirumsjón með flutningi gyðinga hvaðanæva úr Evrópu til gettóanna í Póllandi og útrýmingabúða á borð við Sobidor, Fólk sem hneppt hafði verið í þrældóm f Buchenwald-búðunum eftir frelsun búðanna árið 1945. Þeir gyðingar sem höfðu heilsu til að vinna voru sendir í þrælabúðirnar en hinir fóru beina leið (gasklef ana. Treblinka og Auschwitz-Birkenau. Þegar fólkið kom í útrýminga- búðirnar var því skipt í tvo hópa. Þeir sem höfðu heilsu til að vinna voru sendir í þrælabúðir en hinir fóru beina leið í gasklefann. Eichmann hafði óbilandi áhuga á verkefninu og ferðaðist um allt ríkið til að fylgjast með fram- kvæmd „hinnar endanlegu lausnar" og sá til þess að flutningur á gyð- ingum til dauðabúðanna gengi snuðrulaust fyrir sig. Milljónir létu lífið í útrýminga- búðum nasista í seinni heimsstyrj- öldinni. í ágúst 1944 tilkynnti Eicmann Himmler að um það bil fjórar milljónir gyðinga hefðu verið teknar af lífi í búðunum og hersveitir hefðu myrt um tvær milljónir til viðbótar. Eichmann flýr til Argentínu Eichmann var handtekinn í kjöl- far uppgjafar Þjóðverja í maí árið 1945 en tókst að flýja úr varðhaldi Bandaríkjamanna þar sem þeir gerðu sér ekki grein fyrir því hver hann væri. Árið 1950 fluttist Eichmann til Argentínu með hjálp neðanjarðar- samtaka fyrrum SS-manna og þar bjó hann í áratug undir nafninu Ricardo Klement. ísraelska leyni- þjónustan Mossad komst á snoðir um dvalarstað hans og útsendarar hennar námu hann á brott í maí árið 1960. Réttað var yfir Eichmann í Jerú- salem fyrir glæpi gegn gyðingum, glæpi gegn mannkyni og stríðs- glæpi. Réttarhöldin stóðu í fjóra mánuði og meira en 100 manns vitnuðu gegn honum. Hann var fundinn sekur af öllum ákæru- Bandarískir hermenn virða fyrir sér Ifk gyðinga sem létu Iffið í lestarvagni á leið til útrýmingabúðanna í Dachau. liðum og dæmdur til dauða. Adolf Eichmann var tekinn af lífi í Ram- leh-fangelsinu 31. maí 1962. 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.