blaðið - 10.06.2006, Síða 2
2 I FRÉTTIR
LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2006 blaöið
blaöiö=
Hádegismóum 2,110 Reykjavík
Sími: 510 3700* www.vbl.is
FRÉTTASÍMI:
510 3799
netfang: frettir@ bladid.net
AUGLÝSINGADEILD:
510 3744
netfang: auglysingar@bladid.net
Jónas Garðars-
son segir af sér
mbl.is | Jónas Garðarsson
hefur sagt af sér formennsku
í Sjómannafélagi Reykjavíkur.
Jónas var sakfelldur fyrr í vik-
unni í Héraðsdómi Reykjavíkur
fyrir manndráp af gáleysi er
maður og kona létust. Segir
Jónas að þessi ákvörðun sé
tekin til að koma í veg fyrir að
sín persónulegu mál í kjölfar
þess hörmulega slyss, sem varð
þann ío. september 2005, trufli
hagsmunabaráttu sjómanna.
Ævaforn
smokkur
Sænskir rannsóknarmenn
halda.því fram að þeir hafi
fundið smokk frá árinu
1640, sem myndi að öllum
líkindum vera elsti smokkur
sem til er í heiminum.
Smokkurinn er óskadd-
aður, sem og leiðbeiningar
ritaðar á latínu sem fylgja
með honum. í leiðbeining-
unum má lesa að gott geti
verið að dýfa smokknum í
heita mjólk áður en hann er
notaður. Smokkurinn fannst
í Lundi í Svíþjóð og er gerður
úr svínagörnum. Smokkurinn
verður til sýnis á austurrísku
kynlífsfornminjasafni í sumar.
Dómari í Baugs-
málinu tekur
sér frest
Dómari í Baugsmálinu mun úrskurða
um það næsta mánudag hvort
Sigurður Tómas Magnússon, settur rík-
issaksóknari í málinu, og Helgi I. Jóns-
son, dómstjóri Héraðsdóms Reykja-
víkur, muni bera vitni fyrir dómi.
Málflutningur í Baugsmálinu fór ffam
i Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.
Verjendur Jóns Ásgeirs Jóhannes-
sonar og Tryggva Jónssonar kröfðust
þess í vikunni að fá að spyrja Sigurð
og Helga út í samskipti þeirra áður
en endurákærur í Baugsmálinu voru
gefnar út. Leikur þeim hugur á að
vita hvers vegna Pétur Guðgeirsson,
héraðsdómari, var ekki skipaður
dómsformaður í þeim hluta Baugs-
málsins sem er tilkominn vegna end-
urákæru í málinu. Pétur var dómstjóri
í Baugsmálinu hinu fyrra þegar hinir
ákærðu voru sýknaðar og þekkir þar
af leiðandi vel til allra málsgagna.
Þá skipaði héraðsdómari í gær
tvo sérff æðinga til að meta hvort
að þeir tölvupóstar sem lagðir hafa
verið ffam í málinu séu ósviknir.
Segja frið ríkja innan Framsóknar
Miðstjórn Framsóknarflokksins samþykkti í gær einróma að halda flokksþing þriðju vik-
una í ágúst. Ekki liggur fyrir hvort Guðni Ágústsson bjóði sig fram til formanns.
Harður árekstur í Kópavogi
Blaðið/SteinarHugi
Harður árekstur varð við gatnamót Smárahvammsvegar og Hlíðarsmára um fjögurleytið í gær. Tveir bílar skullu saman og voru tveir
fluttir í kjölfarið á slysadeild til aðhlynningar.
Sáttarandi ríkti við upphaf fundar
miðstjórnar Framsóknarflokksins
sem fram fór á Hótel Sögu í gær. I
setningarræðu sinni lýsti Halldór
Ásgrímsson, forsætisráðherra og for-
maður flokksins, þvi yfir að allur
ágreiningur milli hans og Guðna
Ágústssonar, varaformanns, væri
úr sögunni. Hjálmar Árnason, þing-
flokksformaður Framsóknarflokks-
ins, segir deilur innan flokksins hafa
tekið sinn toll og spillt miklu. Ekki
liggur fyrir hvort Guðni Ágústsson
hyggst bjóða sig fram til formanns
þegar flokksþing Framsóknarflokks-
ins verður haldið þriðju vikuna í
ágúst.
Bera klæði á vopnin
Halldór Ásgrímsson, forsætisráð-
herra og formaður Framsóknarflokks-
ins, hvatti flokksmenn sína til að
bera klæði á vopnin í setningarræðu
sinni við upphaf fundar miðstjórnar
flokksins á Hótel Sögu í gær. Eins og
fram hefur komið í fjölmiðlum hafa
staðið yfir harðvítugar deilur millri
ólíkra arma flokksins allt frá því að
Halldór lýsti því yfir á föstudaginn í
síðustu viku að hann hygðist segja af
sér formennsku.
í ræðu sinni gær sagðist Halldór
bera vissa ábyrgð á hvernig mál þróuð-
ust en sagði ennfremur að sátt hefði
náðst milli hans og Guðna Ágústs-
sonar. „Það eru til erfiðari aðstæður
en árásir utan frá og það er misklíð í
Blaðlð/Frikkl
Guöni Ágústsson og Siv Friðleifsdóttir klöppuðu eftir aö Halldór Ásgrímsson hafði lokið
ræðu sinni í gær.
okkar eigin röðum. Við höfum ekki
alltaf borið gæfi til að vera samstíga,
til að standa saman þegar á móti blæs
[...] Sú ókyrrð sem einkennt hefur
umræðuna í flokknum undanfarið
er að sjálfsögðu ekki góð og skapar
vandamál í okkar röðum. Ég ber auð-
vitað einhverja ábyrgð á slíku sem for-
maður flokksins.“
Fyrir miðstjórnarfundinum í gær
lá aðeins fyrir að taka ákvörðun um
hvenær halda skyldi flokksþing til
að kjósa nýja forystusveit. Var ein-
róma samþykkt að það þing skyldi
haldið þriðju vikuna í ágúst og er
það samkvæmt samkomulagi milli
Halldórs og Guðna sem kynnt var á
fimmtudagskvöldið.
Guðni hafði áður lýst því yfir að
hann teldi eðlilegra að þingið yrði
haldið eins fljótt og auðið er. Ekki
liggur fyrir hvort Guðni muni bjóða
sig fram til formanns á flokksþinginu
í ágúst en á þinginu í gær sagðist hann
meta sína stöðu þegar nær drægi.
Eitt framboð leit þó dagsins ljós í
gær þegar Haukur Logi Karlsson, lög-
fræðinemi og fyrrverandi formaður
Sambands ungra Framsóknarmanna,
lýsti því yfir hann hygðist sækjast
eftir embætti ritara flokksins en því
starfi gegnir nú Siv Friðleifsdóttir, heil-
brigðis- og tryggingamálaráðherra.
Tekið sinn toll
Hjálmar Árnason, þingflokksfor-
maður Framsóknarflokksins, fagnar
þeirri sátt sem nú hefur náðst innan
flokksins. Hann segir þær deilur sem
staðið hafa yfir hafa tekið sinn toll.
„Menn hafa lært af þeirri misklíð sem
hefur verið að undanförnu. Það hefur
tekið sinn toll og spillt miklu. Núna
eru menn staðráðnir í því að snúa
bökum saman.“
Þá sagðist Hjálmar ekki kannast
við það að stjórnarslitum hefði verið
hótað næðist ekki sátt milli hans og
Guðna eins og fram kom í Blaðinu í
gær. „Þegar svona misklíð eru í gangi
þá verða til svo margar getgátur og
sögusagnir sem ýta undir hugmynda-
flugið. Þess vegna er gott að sættir
hafa orðið.“
Jónína Bjartmarz, þingmaður,
kveðst einnig ánægð með þá sátt sem
hafi náðst innan flokksins. Hún segir
að lítill stuðningur hafi verið innan
flokksins fyrir því að halda flokks-
þing fyrr. „Þegar fólk fór að tala
saman kom í ljós að tillaga þess efnis
að halda flokksþing um mitt sumar
hafði frekar lítinn stuðning innan
flokksins.“
0 Heföskfrt —. léttikýjaö.->«Jk. Skýjaö Alskýjaö^* Rigning,lltllsháttai^^RlgninB-É^>Súld Snjúkoma^)» siydda^i Cnjötl^?-
Algarve
Amsterdam
Barcelona
Berlín
Chicago
Dublin
Frankfurt
Glasgow
Hamborg
Helsinki
Kaupmannahöfn
London
Madrid
Mallorka
Montreal
NewYork
Orlando
Osló
Paris
Stokkhólmur
Vín
Þórshöfn
22
25
22
20
11
22
25
22
22
17
19
26
25
26
11
14
25
25
26
17
17
11
Á morgun
Veðurhorfur í dag kl: 15.00
Veðursíminn 902 0600
Byggt á upplýsingum frá Veðurstof u (slands