blaðið - 10.06.2006, Side 14

blaðið - 10.06.2006, Side 14
blaði Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: SigurðurG. Guðjónsson. Ritstjóri: ÁsgeirSverrisson. Fréttastjórar: Aðalbjörn Sigurðsson og Erna Kaaber. SKYLDUR RIKIS- STJÓRNARINNAR Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks bíða margvísleg úrlausnarefni sem flest eiga það sameiginlegt að þola litla bið sem enga. Óvissa ríkir í efnahagsmálum og daglega berast misupplýs- andi spádómar um margvísleg form „lendinga“ í þeim efnum. Krónan er óstöðug og veldur margvíslegum vanda. Og síðast en ekki síst ríkir enn óþolandi óvissa um framtíðarskipan öryggis- og varnarmála Islendinga. Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir réttilega í samtali við Blaðið á fimmtudag að nú ríði á að ljúka þeirri endurskipulagn- ingu á ríkisstjórninni sem boðuð er eftir afsögn Halldórs Ásgrímssonar. Einar Oddur minnir á skyldur rikisstjórnarinnar gagnvart þjóðinni og leggur áherslu á að þær hljóti að ganga fyrir. Einar Oddur nefnir sérstak- lega óstöðugleika gjaldmiðilsins og að ríkisstjórnin þurfi að fá tækifæri til að leggja lóð sitt á vogarskálar í því augnamiði að hjálpa aðilum vinnumark- aðar að ná samningum. Þetta er vitaskuld hárrétt hjá þingmanninum. Ónefnd eru hins vegar varnar- og öryggismálin. Þau þarf að leiða til lykta og þótt vissulega ræði hér um tyrfin og erfiðan flokk mála vekur furðu að enn skuli ekki liggja fyrir a.m.k. hvert stefnt skuli í því efni. Áríðandi er að hreyfingu verði komið á viðræður við Bandaríkjamenn því ótækt er með öllu að algjör óvissa ríki á þessu sviði. Slíkt þekkist hvergi í heimi hér enda er víðast hvar litið svo á að eitt af höfuðverkefnum ríkisvaldsins sé að tryggja öryggi þegnanna. Slikt er talið eitt af skilgreiningaratriðum fullveldis. Nálgun íslendinga hefur raunar verið harla undarleg í gegnum tíðina á þessu sviði sem ýmsum öðrum. Nú liggur fyrir að Geir H. Haarde hættir sem utanríkisráðherra og ger- ist eftirmaður Halldórs Ásgrímssonar. Óheppilegt er að slík skipti verði á meðan viðræður við Bandaríkjastjórn standa yfir. Sérlega mikilvægt er að viðkomandi utanríkisráðherra búi yfir traustri þekkingu á sviði öryggis- og varnarmála. Upplausnin innan Framsóknarflokksins hefur skaðað ríkisstjórnina. Færa má sterk rök fyrir þvi að flokkurinn sé tæpast samstarfshæfur og að réttast væri að boða til kosninga. Boðaðar sættir flokksleiðtoga og mið- stjórnarfundur í gær kunna að reynast upphaf þeirrar endurreisnar sem Framsóknarflokkurinn þarf sennilega á að halda. Um það verður ekkert sagt. Tíminn mun leiða það í ljós, eins og stjórnmálamennirnir segja. En telji ríkisstjórnin sig enn eiga erindi þarf hún að eignast tiltrú þjóðar- innar og sýna styrk sinn. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingan Hádegismóum 2,110 Reykjavík. Aðalsími: 510 3700. Símbréf áfréttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 510.3711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur. Sumarið & garðurinn Miðvikudaginn 14. júní Auglýsendur, upplýsingar veita 14 I ÁLIT LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2006 blaöið \+Alifó-e 2 Að axla ábyrgð Þennan pistil skrifa ég klukkan fjögur á föstudegi. Hann fjallar um Framsóknarflokkinn og ég veit ekki hvort nokkur nennir að lesa hann. Á Hótel Sögu er Halldór Ásgrímsson að halda ræðu á miðstjórnarfundi flokksins. Henni er sjónvarpað beint á RÚV en ég veit ekki hvort nokkur nenni að horfa. Á Sýn er hafinn opn- unarleikur HM milli Þjóðverja og Kosta Ríka. Ég veit að margir eru að horfa og ég vildi svo sannarlega vera ein af þeim. Síðustu fréttir af Framsóknar- flokknum sá ég í Morgunblaðinu á föstudagsmorgun. Þar var sagt að sættir hefðu tekist milli Halldórs Ás- grímssonar og Guðna Ágústssonar. Við vitum að það þýðir að þeir hafa látið af því að ræðast ekki við og tala nú saman á þann þvingaða hátt sem menn gera þegar þeir vinna á sama stað, kunna ekki á nokkurn hátt vel hvor við annan en verða að sýna yf- irborðskurteisi til að eyðileggja ekki allan móral á vinnustaðnum. Þetta eru gervisættir og allir vita það. Ekkert uppgjör vlð stefnuna Því er haldið fram að Halldór Ás- grímsson hafi gerst fyrirmynd ann- arra stjórnmálamanna þegar hann „axlaði ábyrgð“ og sagði af sér emb- ætti forsætisráðherra og formanns Framsóknarflokksins. Ábyrgðin er nú samt ekki meiri en svo að í henni felst ekkert uppgjör hans við eigin stefnu. Þá stefnu sem leiddi flokk- inn út í ógöngur. Halldór Ásgríms- son ætlaði ekki bara að hætta heldur ætlaði hann sjálfur að útnefna eftir- mann sinn og valdi til þess mann sem er jafn illa fallinn og hann sjálfur til að stýra flokknum. Hugmyndin um að fá Finn Ing- ólfsson sem formann flokksins er einhver sú furðulegasta pólitíska hugmynd sem ég hef heyrt. Hún sýnir algjört skilningsleysi Halldórs Ásgrímssonar á stöðu Framsóknar- flokksins. Hún sýnir líka að hann Kolbrún Bergþórsdóttir er með dómgreindarlausa já-menn í kringum sig, en svo virðist sem hugmyndin hafi átt nokkurt fylgi innan flokkseigendafélagsins. Það var allt að þeirri hugmynd. í huga þjóðarinnar stendur Finnur Ing- ólfsson, með réttu eða röngu, fyrir SÉRHAGSMUNI, AUÐHYGGJU og SPILLINGU. Finnur Ingólfs- son ætti að leggjast á bæn á hverju kvöldi og þakka almættinu fyrir að ekkert varð úr hugmynd sem hefði endanlega eytt Framsóknar- flokknum. Finnur Ingólfsson hefði á skömmum tíma lent í jafn djúpri og jafn dimmri pólitískri gröf og Halldór Ásgrímsson. Nýr tími fyrir Framsókn? Eitt sinn hafði Halldór ímynd hins trausta stjórnmálamanns sem hagg- aðist ekki við mótbyr. Svo varð hann forsætisráðherra. Hann gaf ekkert af sér í því embætti. Þjóðinni þótti hann ekki lengur ábyrgur og traustur. Hún sá hann sem manninn sem kunni svo illa að brosa. Þjóðin á heimtingu á að eiga forsætisráð- herra sem hún kann vel við. Halldór Ásgrímsson var ekki sá forsætisráð- herra. Hann réð ekki við verkefnið. Hann réð ekki einu sinni við það að láta af embætti. Ég veit ekki hvort Halldór Ás- grímsson mun nokkru sinni átta sig á því að framlenging af honum sjálfum í líki Finns Ingólfssonar eða Valgerðar Sverrisdóttur mun ekki verða Framsóknarflokknum til bjargar. Þegar menn uppskera ekk- ert fyrir vinnu sína annað en mót- byr verða þeir að velta því fyrir sér hvort þeir hafi unnið á réttan hátt. Framsóknarflokkurinn verður að sveigja af stóriðju- og sérhagsmuna- brautinni. Hann þarf líka að velja sér formann sem þjóðin kann vel við. Framsóknarflokkurinn á ekki marga slíka einstaklinga en nokkra þó. Nú er þeirra tími kominn. Höfundur er blaðamaður Klippt & skorið klipptogskorid@vbl.is Ossur Skarphéðinsson fjallar í pistli á vefsíðu sinni um ástandið á framsóknarheimilinu þar sem Mogginn upplýsti í gær að ríkti nú ró og friður. Og birti mynd með þvítil sannindamerkis. ðssur telur að Siv Friðleifs- Guðni Ágústsson hafi myndað með sér bandalag innan Framsóknarflokksins. Um metnað Sivjar til nýrra og æðri embætta innan ríkisstjórnarinnar segirðssur: „Nái Guðni góðum árangrt færSivþann valda- stóliflokki og ríkisstjórn, sem hún vill. Hún vill helst verða utanríkisráðherra, talar tungum, m.a. norsku betur en innfæddir, að vísu með blæ afsiglfirskum hrelm, og fína ensku. Hún hefur ágæta reynslu afalþjóðamálum sem dottir og fyrrum samstarfsráðherra Norðurlanda, og eftirsetu I Evrópuráði þar sem hún tók virkan þáttíumræðum. Hvers vegna væri ekkihægtfyrirFram- sókn að setja hana strax íþann stól? Fyrsta konan og alltþað? Hin Islenska Kondól ísa? Svo mikið er vlst, að stutt vera hennar I heilbrigðisráðuneytinu bendir ekki til aðhúnsé ómissandi þar, og hugsaniega að brottfðr hennarþaðan kynni heldur að bæta heilsufar rlkissjóðs laðhaldsári. “ Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, skrifar athyglisverða grein á vefsíðu sína um stöðuna innan flokksins og það starf sem framundan er. Kristinn veltir því fyrir sér hver sérstaða Framsóknarflokksins eigi að vera nú þegaraðrirflokkar reyna ákaft að koma sérfyrir á miðju íslenskra stjórnmála. Kristinn segir: „Málefnastarfið er ekki síður nauðsynlegt en vaiánýrriforystu. Svaraþarfspurningum eins og þeirri: hvernig flokkur á Framsóknarfiokk- urinn að vera oghverá sérstaða hans að vera gagnvartöðrum flokkum í Ijósiþeirrarþróunar að flestir aðrir flokkar hafa færst inná miðju stjórnmálanna. Undanfarin 20 ár hefur dregið verulega úr þeim andstæðum sem um áratugi voru I Islenskri pólitík og við það verður minni sérstaða Framsóknarflokksins, sem hófsamur flokkur milli hægri og vinstri. Forsenda varanlegs árangurs er fólgin I málefnalegri skiigreiningu flokksins. Óvarlegt er að treysta mikið á að vinna stuðning iausafyigis íkosn- ingabaráttu með viðamikilli auglýsingaherferð. Menn hljóta vinna að því að stækka fastan fylg- isgrunn flokksins ogþað tel ég mikilvægasta verkefni okkar á næstunni."

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.