blaðið - 10.06.2006, Side 16
16 I VÍSINDI
LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2006 blaAÍA
Fólk notar farsíma í auknum mæli í staö myndavéla nú til dags. Jafnframt er siminn víöa tekinn viö hlutverki annarra tækja svo sem
vekjaraklukku og MP3-spilara.
Farsímar taka við
af myndavélum
Almenningur mun í auknum mæli
nota myndavelasíma til að taka
myndir í stað hefðbundinna mynda-
véla ef marka má niðurstöður nýrrar
rannsóknar sem farsímaframleið-
andinn Nokia lét gera. Samkvæmt
könnuninni taka nú þegar 44% þátt-
takenda aðallega myndir með sím-
anum. Dagar MP3-spilarans virðast
einnig vera taldir en 67% þátttak-
enda sögðust búast við því að að
síminn tæki við hlutverki MP3-spil-
arans þegar fram liðu stundir.
Könnuninn leiddi ennfremur i
ljós mun á svörum eftir menningar-
og landssvæðum. Á Indlandi sögð-
ust til dæmis 68% svarenda aðallega
nota símann sem myndavél. Aftur á
móti sögðust 89% Bandaríkjamanna
ætla að halda sig við bæði tækin
(síma og myndavél).
Búið að sníða af vankanta
Tapio Hedman, einn af varafor-
setum markaðsdeildar Nokia, sagði
í viðtali við bandaríska dagblaðið US-
AToday á dögunum að almenningur
væri farinn að nota símana á æ fleiri
sviðum í sínu daglega lifi vegna þess
að þeir væru orðnir áreiðanlegri og
vankantar fyrstu tegundanna hefðu
verið sniðnir af.
Hedman sagði jafnframt að hvert
tæki þyrfti að uppfylla viss skilyrði
áður en fólk tæki það í sátt sem fjöl-
notatæki. „Ef myndgæðin eru ekki
nógu góð og það á í erfiðleikum með
að vafra á Netinu tekur almenningur
það ekki í sátt,“ segir Hedman.
Síminn tekinn við hlut-
verki annarra tækja
Samkvæmt könnuninni notar um
þriðjungur fólks farsímann reglu-
lega til að vafra á Netinu. Jafnframt
er fólk farið að nota símana í auknum
mæli í stað annarra hefðbundinna
tækja. Sem dæmi má nefna að 72%
þeirra sem spurðir voru nota sí-
mann sem vekjaraklukku og 73%
nota hann í stað armbandsúrs.
Hedman sagði að mikilvægi far-
símans í hugum fólks kæmi best
fram í því að 33% svarenda sögðust
frekar vilja týna veski sínu eða hand-
tösku en símanum.
Fimmtunugur svarenda myndi
frekar vilja tapa giftingarhring en
símanum.
Rannsókn Nokia á farsímavenjum
fólks var gerð snemma á þessu ári
og náði til 5.500 manns á aldrinum
18-35 ára í 11 ríkjum.
Okapi-dýr á Ituri-verndarsvæöinu í Lýöveldinu Kongó. Ummerki eftir þessi dýr hafa nú einnig fundist á ný i Virunga-þjóðgarðinum þar
sem talið var aö þau væru útdauð.
Okapi finnst á ný í Kongó
Vísindamenn hafa fundið ummerki
um Okapi-dýr í Virunga-þjóð-
garðinum í Lýðveldinu Kongó en
talið var að skepnan væri útdauð á
þessum slóðum enda hafði hvorki
sést tangur né tetur af henni frá ár-
inu 1959. Vitað er um dýr af þessari
tegund annars staðar í landinu.
Okapi-dýrið er náskylt gírafanum
og fannst fýrst í Virunga-garðinum
í austurhluta landsins árið 1901.
Nýlega unnu vísindamenn frá
alþjóðlegum dýraverndunarsam-
tökum að rannsókn í þjóðgarðinum
og fundu þá slóðir eftir Okapi-dýr
og fleiri merki um að þau hefðu
verið á ferli.
Þó að vísindamennirnir hafi ekki
séð eitt einasta dýr með berum
augum telja þeir að ummerkin sem
fundust séu fullgild sönnun á veru
þeirra í garðinum.
Okapi-dýrið ber svip af sebrahesti
og gíraffa og er nánasti ættingi síðar-
nefndu tegundarinnar.
Marc Languy, sem vinnur fyrir
alþjóðlegu dýraverndunarsamtökin
World Wildlife Fund í Austur-Afr-
íku, segir að fundur dýranna sé
mjög jákvæður. „Þar sem friður er
að komast á í landinu sýnir þetta
að verndarsvæðin á þessum ófriðar-
svæðum eru á ný orðin griðarstaðir
fyrir villtar skepnur," sagði hann.
Kjörlendi dýranna í Austur-Kongó
hefur verið vettvangur látlausra
átaka, þar á meðal grimmilegrar
borgarastyrjaldar sem braust út árið
1998 og kostaði fjölda mannslífa.
Tónlist tónskáldsins Mozarts þykir ekki aöeins góð fyrir andlegt heilbrigði fólks og vel-
líðan heldur hafa vísindamenn komist að því aö hún kunni aö bæta frammistööu þess í
sjónmælingum.
Er Mozart góður
fyrir sjónina?
Tónlist Wolfgang Amadeus Mozarts
bætir frammistöðu fólks í sjónmæl-
ingum samkvæmt niðurstöðum
nýrrar rannsóknar brasilískra
vísindamanna.
Vísindamennirnir létu 30 sjúk-
linga hlusta á sónötu Mozarts fyrir
tvö píanó í tíu minútur áður en sjón-
mæling var gerð. Aðrir 30 sjúklingar
biðu i þögn eftir mælingunni. Hlut-
föll kynja og kynþátta voru svipuð
í báðum hópum og enginn þátttak-
enda hafði tekið þetta tiltekna sjón-
próf áður.
Áður hafa menn leitt að því Hkum
að tónlist Mozarts efli stærðfræði-
gáfu fólks, hafi góð áhrif á þroska
heila í fóstrum og stuðli að betri
námsárangri háskólanema.
Þeir sem voru í hópnum sem hlust-
aði á tónlist áttu auðveldara með
að greina skýra mynd og stóðu sig
betur í sjónprófinu. Mozart-áhrifin
virtust þó aðeins vara í um 20 mín-
útur í þessu tilfelli.
Niðurstöðurnar dregnar í efa
Vísindamennirnir segja að mögu-
legt sé að það hafi ekki verið tón-
listin sem hafi valdið betri frammi-
stöðu fólksins. Þvert á móti kunni
fólkið í hópnum sem var skilið eftir
i þögn að hafa fyllst kvíða sem hafi
haft slæm áhrif á frammistöðu þess.
Ýmsir vara við því að of víðtækar
ályktanir séu dregnar af tilrauninni.
Dr. Robert Stamper við augnlækn-
ingadeild Kaliforníuháskóla í San
Francisco telur til dæmis að þrátt
fyrir að margt bendi til þess að tón-
list Mozarts kunni að hafa jákvæð
áhrif á frammistöðu fólks á ýmsum
sviðum sanni ekkert að hún hafi
verið orsakavaldur í þessari tilraun,
aðrir þættir svo sem heyrnartólin
sem fólkið var með hefðu getað haft
þar áhrif.
Graseðlur voru einhverjar stærstu skepnur sem uppi hafa verið. Nú hafa vísindamenn
fundið leifar dvergvaxins afbrigöis hennar í Noröur-Þýskalandi.
Dvergvaxin
risaeðla
Steingervðar leifar dvergrisaeðla
sem taldar eru vera um 150 milljón
ára gamlar hafa fundist í norður-
hluta Þýskalands.
Upphaflega töldu vísindamenn
að hér væri um að ræða leifar ungra
graseðla (sauropod).
Rannsókn á beinum þeirra leiddi
aftur á móti í ljós að leifarnar voru
af fullvöxnum dýrum.
Graseðlur voru einhverjar stærstu
skepnur sem uppi hafa verið. Þær
voru með mikinn hala og langan
háls en lítinn haus og sterkbyggða
fætur. Meðalgraseðla vó um 20 tonn
og var 20 metra löng. Þær stærstu
urðu allt að 80 tonn að þyngd og allt
að 40 metra langar.
Dvergtegundin sem nú hefur
verið uppgötvuð var aftur á móti
á stærð við lítinn nashyrning eða
stóran vísund.