blaðið - 10.06.2006, Qupperneq 51
blaðið LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2006
I 51
Dauft bergmál af frumútgáfunni
Kvikmyndir
Birgitta Jónsdóttir
The Ömen 06/06/06___________
Leikstjóri: John Moor
Aðalhlutverk: Liev Schreiber, Julia Stiles,
Mia Farrow, DavidThewlis, Nikki Amuka-
Bird, Reggie Austin
Lengd: 105 mínútur
Aldurstakmark: 16 ára
Bandaríkin 2006
_★__________________________
Fyrsta Omen myndin var gerð á þeim
tíma í sögu hryllingsmynda þar sem
kvikmyndagerðarmönnum tókst
að skapa andrúmsloft spennu og
hryllings sem skilaði sér þannig að
maður varð i raun og veru hræddur.
Litirnir voru dempaðir, svolítið sov-
éskir og maður fékk að nota sitt eigið
hugmyndaflug, ásamt því að þetta
var fyrir tíma tæknibrellna. Ekki
skemmdi að tónlistin í fyrstu mynd-
inni var mjög mögnuð. Omen mynd-
irnar urðu þrjár á sínum tíma, seinni
tvær myndirnar náðu hvorki að jafna
stíl né spennu fyrstu myndarinnar
og ég man því sem næst ekkert eftir
þeim.
Óvart á Scary Movie?
Mér leist ágætlega á kynninguna á
þessari endurútgáfu og fór á hana
með nokkrar væntingar í fartesk-
inu. En í stað þess að verða hrædd
þá hélt ég að ég hefði óvart farið á
Scary Movie mynd. Fékk nokkur
hlátursköst á vitlausum stöðum
vegna þess að sum atriðin voru svo
yfirþyrmandi hallærisleg og tilgerð-
arleg. Það eina sem lét mér bregða
voru hljóðbrellurnar.
Litli sæti kútur er illskan
holdi klædd
Söguþráðurinn er
í grófum dráttum
þannig að tilvon-
andi sendiherra-
hjónum Bandaríkj-
anna í Bretlandi,
herra & frú Thorn,
fæðist andvana
barn á Italíu. Dul-
arfullur prestur á
fæðingardeildinni
stingur upp á því
að herra Thorn
taki að sér barn
sem fæddist á
svipuðum tíma og
hans barn. Hann
lætur ekki konu
sínavitaafþessum
skiptum. Hægt og
sígandikemuríljós
„Æsispennandi" eltingarleikur í andkristilegum grafreit
Gnarls Barkley
enn á toppnum
Gnarls Barkley er í fyrsta sæti ís- Lordi stökkva upp um 13. sæti og
lenska listans á FM957 í þessari eru nú næst efstir eftir aðeins þrjár
viku. Lagið hans Crazy var einnig vikur á listanum. Black Eyed Peas
í fyrsta sæti í síðustu viku og hefur eru komin niður í 3. sæti með lagið
nú verið heilar níu vikur á listanum. sitt Gone Going en þau eru búin að
Finnsku Eurovision rokkararnir í vera lengi í efstu sætum listans.
íslenski listinn á FM957
vikuna 08.06 2006 -15.06 2006
Ul/ SV VL HL Flytjandi Lag
1 1 9 1 Gnarls Barkley Crazy
2 14 3 2 Lordi Hard Rock Hallelujah
3 2 8 2 Black Eyed Peas Gone Going
4 4 8 4 Fort Minor Where 'd You Go
S 6 7 5 Saving Jane GirlNextDoor
6 5 11 1 ShakiraFt. Wyclef HipsDontLie
7 9 8 7 Teddy Geiger For You 1 Wili
8 3 9 1 Nylon Losing A Friend
9 8 5 8 Lucas Prada AndSheSaid
10 11 5 10 ÁMÓti Sól Hvar Sem Ég Fer
11 7 13 3 Fall Out Boy Dance Dance
12 15 6 12 JeffWho? Barfly
13 12 13 4 JackJohnson Better Together
14 10 13 2 Nickelback Savin Me
15 16 4 15 Nelly Furtado Promiscuous
16 17 4 16 Pink Who Knew
17 13 3 13 Gréta Mjöll ÓMaría
18 26 2 18 MihaiTraistariu Tornero
19 27 2 19 Rihanna Unfaithful
20 28 2 20 Pussycat Dolls Ft. Snoop Buttons
21 18 14 5 Kelly Ciarkson WalkAway
22 20 4 20 Robbie Williams Sin Sin Sin
23 21 10 13 Nick Lachey Whats Left Of Me
24 25 7 23 Red Hot Chilipeppers Dani California
25 NÝTT NÝTT 25 Dr.Mister & Mister Handsom IsltLove
26 22 15 1 Pussycat Dolls Beep
27 NÝTT NÝTT 27 Natasha Bedingf ield Single
28 23 9 9 Snorri Snorrason AlltSemÉgÁ
29 NÝTT NÝTT 29 Gavin DeGraw We Beiong Together
30 24 13 2 Beverly Knight Piece Of My Heart
að barnið, drengur sem ber nafnið
Damien, er ekki eins og börn eru
flest. Hann er ekki púki heldur djöf-
ullinn sjálfur. Dularfullir dauðdagar
renna stoðum undir stöðugt vaxandi
grun foreldranna um að litli sæti kút-
urinn sé illskan holdi klædd.
Mjúki herra Thorn
Ákveðið var að gera herra Thorn að
mjúkum manni í myndinni sem er sí-
fellt að gráta. Þá er allt of miklu púðri
eytt í að búa til taugasjúka mömmu
sem grunar fimm ára barn sitt um
græsku. Nýnæmið í þessari mynd
voru martraðir, en því miður voru
þær algerlega misheppnaðar. Það
eina sem mér fannst vel gert er til-
raunin til að tengja spádóm úr Biblí-
unni um heimsendi við nútímann.
Strákurinn sem lék Damien var ekki
sannfærandi en Mia Farrow sem
þjónustukona Satans var ágæt þar
til að hún var látin hlaupa um með
sleggju. Sennilega hefur hundurinn
sem lék aðal hundahlutverkið dáið úr
leiðindum vegna þess að það var allt
í einu komið allt annað hundakyn
sem sjakali Satans.
Ef þú hefur séð gömlu myndina þá
er engin ástæða til að sjáþessa, nema
þú sért haldin alvarlegri sjálfseyðing-
arhvöt. Mæli frekar með því að ná í
gömlu myndina á næstu leigu.
birgitta@bladid.net
Kemur í veg fyrir og eyöir: Bólgum, þreytuverkjum og harösperrum
á ferðalögum og við álagsvinnu. Cjlyfm
Styrkir varnir húðarinnar gegn skaðsemi sólar. Húðin verður fyrr fallega brún ^ ^
í sól og Ijósabekkjum, með reglulegri inntöku helst húðin lengur brún.
M 1* -Tt
w