blaðið - 20.06.2006, Blaðsíða 12

blaðið - 20.06.2006, Blaðsíða 12
12 I WEYTEWDUR ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2006 blaöid Verði ykkur að góðu? Á undanförnum árum hefur fram- leiðsla á erfðabreyttum matvælum margfaldast og hún eykst í sífellu. Margir hafa þá litið svo á að erfða- breytt matvæli muni gera hug- sjóninni kleift að rætast, að fæða sveltandi fólk um allan heim. Eins og með alla tækni þá eru uppi sið- ferðileg álitamál sem taka verður tillit til varðandi erfðabreytt matvæli og horfa verður raunsætt á kosti og galla þeirrar framleiðslu. Of oft hefur ný tækni átt að leysa allan vanda heimsins og augunum verið lokað fyrir „óheppilegum“ af- leiðingum ýmissar framþróunar. I gær birtist á heimasíðu Neytenda- samtakanna grein eftir Jóhannes Gunnarsson, formann þeirra, sem fjallar um erfðabreytt matvæli. Jó- hannes vandar ekki líftæknifyrir- tækjum kveðjurnar og sakar mörg þeirra um óheiðarleg vinnubrögð. Blaðið hafði samband við Jóhannes og Ingimar Sigurðsson, skrifstofu- stjóra umhverfisráðuneytisins. Vantar rannsóknir I greininni vísar Jóhannes meðal ann- ars í rannsókn sem gerð var við há- skólann í Newcastle: „Rannsókn sem gerð var í Newcastle-háskóla (2002) sýndi hve erfðabreytt matvæli eru gjörólík hefðbundnum matvælum. Hún staðfesti að próteinkeðjur (DNA) í erfðabreyttum matvælum komast í gegnum matvælavinnslu, matseld, meltingarsýrur í maga og inn í þarmabakteríur mannsins, ólíkt því sem haldið hefur verið fram. Þessi möguleiki í erfðabreyttum mat- vælum, á flakki innskotinna gena inn í meltingarbakteríur, kann að vera skýringin á vaxandi tíðni ofnæmis meðal þjóða sem neyta erfðabreyttra afurða.“, segir Jóhannes. Þetta er vissulega umhugsunarvert og kallar á frekari rannsóknir að mati Jóhann- esar. „Það sem við höfum verið að kalla eftir í langan tíma eru ítarlegri rannsóknir á þessu sviði, en auðvitað vakna ákveðnar spurningar þegar ofnæmi eykst samhliða því sem framboð á erfðabreyttum matvælum eykst. Það er ekki búið að sýna fram á samhengi en hins vegar liggur fyrir að ofnæmið hefur aukist í samræmi við aukið magn erfðabreyttra mat- væla og þá hljóta neytendasamtök að krefjast rannsókna: Er samhengi þarna á milli?“ Vafasamar prófanir Ennfremur segir Jóhannes að fyrir- tæki á sviði erfðabættrar matvæla- vinnslu styðjist við vafasamar próf- anir þar sem forsendur eru oft á tíðum brenglaðar, neikvæðar niðurstöður hunsaðar og mörg fyrir- tæki hafi neitað að veita eftirlitsaðilum aðgang að frumgögnum. „Það er því miður staðreynd að líftæknifyrirtækin sjálf hafa meira eða minna stjórnað rannsóknum Það hafa þó verið gerðar nokkrar sjálf- stæðar rannsóknir og útkoman úr þeim hefur ekki alltaf verið jákvæð. Það er þá dá- lítið skrýtið að allt sem kemur út úr rannsóknum líftæknifyrirtækjanna er sem hér segir: Þetta er allt í fínu lagi, útkoman er góð, það er ekkert að óttast. Þegar sjálfstæðir aðilar eru að rannsaka og komast að hinu gagn- stæða þá segjum við: Þetta kallar á miklu fleiri hlutlausar rannsóknir þar sem líftæknifyrirtækin sem hafa hagsmuna að gæta eru ekki með putt- ana í þessu. Neytendavernd á hakanum Að lokum spyr Jóhannes í greininni af hverju íslensk stjórnvöld kanni málin ekki ofan í kjölinn eins og mörg lönd eru að gera um þessar mundir. „Is- lensk stjórnvöld virðast ekki láta sig neinu varða vísbendingar óháðra rannsókna um skaðleg heilsuáhrif erfðabreyttra matvæla. Þau leyfa sölu á ómerktum erfðabreyttum matvælum og dýrafóðri og heimila útiræktun á erfðabreyttu lyfjabyggi án þess að krefjast óháðra tilrauna á áhrifum þess á dýr og menn. Hvað veldur því að Island tekur ekki upp reglur ESB um verndun neytenda í þessum efnum, meðan Evrópu- ríki lýsa sig eitt af öðru .svæði án erfða- breyttra lífvera' og framkvæmdastjórn ESB mælist til mun strangari heilsurann- sókna?“,segirjóhannes í grein sinni. Á heimasíðu Neyt- endasamtakanna má finna grein frá 12. maí þar sem komið er inn á þ e s s i atriði og einnig má þar finna töflu yfir erfðabreytt matvæli Glæsilegar danskar innréttingar i öll herbergi heimilisins Eldhúsinnréttingar • Baðinnréttingar • Þvottahússinnréttingar • Fataskápar með venjulegum- og rennihurðum ______ ú—r-.../ Eldavélar Ofnar Helluborð Viftur&háfar mm Uppþvottavélar Kæli- og frystiskápar Fyrsta flokks hönnunar- og teiknivinna Stuttur afgreiðslufrestur 5 ára ábyrgð Hagstætt verð Askalind 3 • 201 Kópavogur ■ Sími: 562 1500 Velkomin í I Friform Jóhannes Gunnarsson sem framleidd eru í Bandaríkjunum. Islendingar kaupa mikið magn mat- væla frá Bandaríkjunum. „Það er aðallega um að ræða matvæli sem flutt eru inn frá Bandaríkjunum vegna þess að þar er ekki skylda að merkja efðabreytt matvæli. Island er eina landið á Evrópska efnahags- svæðinu þar sem ekki er skylda að merkja hvort vara sé erfðabreytt eða hvort erfðabreytt hráefni hafi verið notað í samsetta vöru. Þetta gerist þrátt fyrir að komið hafi fram í könnun sem Gallup gerði að 90% landsmanna vilja að erfðabreytt mat- væli séu merkt. Við höfum reynt að knýja fram að erfðabreytt matvæli verði merkt þannig að neytendur geti valið á milli. Þannig að það sé neyt- andans að velja. Við teljum að stjórn- völd hafi sýnt neytendum örgustu ókurteisi með því að setja ekki reglur eins og til að mynda Norðmenn hafa gert. Þess í stað eru íslensk stjórnvöld alltaf að bíða eftir því að þetta verði tekið inn í EES-samninginn. Okkur finnst það undarlegt að þegar kemur að neytendavernd þá þurfi alltaf að bíða eftir því að settar verði reglur til þess að eitthvað gerist. Norðmenn hafa um árabil verið með reglur og í raun strangari reglur en Evrópusam- bandið hvað erfðabreytt matvæli varðar. Drög að svona reglum hafa lengi legið fyrir niður í umhverf- isráðuneyti. Hverjir eru það sem stoppa þetta? Eru það matvælafram- leiðendur frá Bandaríkjunum?“, spyr Jóhannes. Ingimar Sigurðsson segir að umhverfisráðuneytið hafi tekið- ákvörðun á sínum tíma að fylgja evrópureglum hvað viðkemur erfða- breyttum matvælum. „Þegar sú ákvörðun var tekin lá þó fyrir að þeim reglum yrði breytt þannig að við sáum ekki ástæðu til að taka upp þær reglur heldur vildum bíða eftir þeim nýju. Þetta var fyrir svona 5 árum. Það er bara þannig að þessi reglugerð frá Evrópusambandinu er ekki komin inn í EES-samning- inn ennþá. Við erum að bíða eftir því að málið verði afgreitt innan samningsins.“ Á móti má spyrja hvort ekki sé ástæða til að fara sömu leið og Norð- menn sem settu sínar eigin reglur. „Það hefur náttúrlega verið rætt en það hefur dregist að taka þetta upp, því miður. Þetta getur tekið tíma en Norðmenn tóku þá ákvörðun að fara sjálfir með þetta inn í sín lög. Við tókum þennan pól í hæðina og sú ákvörðun stendur. Því er þó ekki að neita að það hefur dregist að taka málið inn í samninginn um Evr- ópska efnahagssvæðið og ég vænti þess að það muni gerast á næstu mán- uðum“, segir Ingimar jon@bladid.net eru ódýrastir? Samanburður á verði 95 oktana benstns AQ Sprengisandur 124,8 kr. Kópavogsbraut 124,8 Íctv: Óseyrarbraut 124,8 kr.. ( eco Vatnagarðar 124,8 kr.. Fellsmúli 124,8 kr, Salavegur 124,8 kr.. <0 Ægissíða 126,1 kr. Borgartún 126,1 kr. Stóragerði 125,9 kr. olis Álfheimar 126,1 kr. Ánanaust 126,1 kr. Gullinbrú 125,9 kr. Eiðistorg 124,7 kr. Klettagöröum 124,7 kr. Skemmuvegur 124,7 kr. ORKAN 03 ódýKbwnki Arnarsmári 124,8 kr. Starengi 124,8 kr. Snorrabraut 124,8 kr. © Gylfaflöt 125,9kr. Bústaðarvegur 125,9 kr. Iðnaðarryksugur Fjöldi aukahluta jk NT602 SKEIFAN 3E-F - 108 REVKJAVIK SIMI 581 2333 / 581 2415 RAFVER RAFVER.IS - WWW.RAFVER.IS

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.