blaðið - 20.06.2006, Page 18
26 I HEILSA
ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2006 blaöid
Leyndardómur
einkenna
Hómópatar líta svo á að einkenni
séu tjáningarform líkamans. Það
er mikill munur á því hvernig
læknavísindi og hómópatía horfa
á einkenni. Læknavísindin líta
svo á að mann með einkenni þurfi
að sjúkdómsgreina sem fyrst og
athuga hvort viðkomandi gangi
með með sjúkdóm. Einkennin eru
ekki hluti af okkur heldur eru þau
utanaðkomandi, óvinur. Veikindi
leggja okkur í einelti og bíða eftir
að koma höggi á okkur. Við erum
varnarlaus fórnarlömb. Þetta þýðir
að einkenni tilheyra sjúkdómum.
Hómópatía lítur aftur á móti svo
á að einkenni, hvort sem þau eru
líkamleg eða andleg, séu viðbragð og
ástæðurnar geti verið margþættar.
Frá þessu sjónarmiði tilheyra
einkennin fólki en ekki sjúkdómnum.
Þó svo að fólk sýni svipuð viðbrögð,
þýðir það ekki að veikindin séu
utanaðkomandi óvinur sem setjist
að í fólki. Tilgangur hómópatíu er að
örva og hjálpa hinni eðlilegu svörun
líkamans. Líkaminn er stórkostlegur,
hann er sífellt að endurnýja sig. Það
er aðeins þegar hann stoppar og veit
ekki hvað hann á að gera að hann fer
að sýna einkenni. Einkennin eru
að sýna okkur að eitthvað hafi farið
úrskeiðis og sé í ójafnvægi.
Þegar þið breytið sjónarhorni
ykkar frá því að einkenni séu nei-
kvæð yfir í að einkennin
séu tjáningarform líkamans
þá fyrst verður stórfengleg
hugarfarsbreyting.
I stað þess að reyna að fjarlægja
eða bæla einkennin, horfið á þau sem
mikilvæg skilaboð til að leiðbeina
okkur til að öðlast betri heilsu. Hvað
var það sem orsakaði þessi einkenni?
Hvað var ég að gera í gær? Já alveg
rétt, ég fór í vorverkin í garðinum!
Þá borgar sig að skoða það nánar.
Það er svo margt sem getur hafa átt
sér stað. Var það áreynslan við að
BYLGJA
SVARAR SPURNINGUM
UM ÓHEFÐBUNDNAR
LÆKNINGAR h
moka og vinna öll garðverkin eða
var það íslenska veðráttan, til dæmis
rigningin og rokið, sem kallar fram
öllþessi einkenni? Það geta verið svo
ótal margar ástæður, við vitum það
oft best sjálf hvað það var sem kom
þessu öllu af stað.
Vírusar, bakteríur, slys eða
næringarskortur geta ekki búið til
einkenni. Manneskjan getur bara
framkallað sín einkenni með sínu
eigin tungumáli. Einkenni geta
þróast ef líkaminn ræður ekki við
þau. Þau byrja smátt en ef ekki er
hlustað þá versna einkennin til þess
að segja manneskjunni að eitthvað
sé í ólagi. Hvað þarft þú sterk
einkenni til að taka eftir og bregðast
við þeim?
Hómópatía sækist eftir að fræða
líkamann um það í hvernig ástandi
hann er með því að gefa réttu
úrræðin miðað við þau einkenni
sem viðkomandi finnur.
Með úrræðum fær líkaminn
upplýsingar um hvernig honum
líður og tækifæri til að leiðrétta
sig. Líkaminn tjáir sig í gegnum
einkenni. Hvað ætli hann sé að segja?
Hugleiddu það næst þegar þú finnur
fyrir einhverjum einkennum.
Hvar finnur þú hómópata?
Auðveldasta leiðin er að fara
á www.homopatar.is Ef þú ert
með spurningar varðandi hvað
hómópatía getur gert fyrir þig, hafðu
þá samband homopati@hive.is
VÖGGUR
HJÁ OKKUR FÁIÐ ÞIÐ MIKIÐ ÚRVAL AF VÖGGUM
Skyndibitakeðja kœrð
fyrir óhollan mat
Bandarískur neytendahópur hefur kœrt Kentucky Fried Chicken og
hyggst kœra Starbucks fyrir að bjóða upp á óhollustu. Báðar keðjurnar
segjast vera að leita að öðrum valkostum til að minnkafitu ífœðunni.
Kentucky Fried Chicken í Banda-
ríkjunum hefur verið kærð fyrir
að steikja matinn upp úr hertri
jurtafitu sem er talin auka tíðni
kólesteróls í blóðinu og auka
líkurnar á hjartasjúkdómum. í
kjölfar kærunnar hafa talsmenn
fyrirtækisins látið hafa eftir sér
að verið sé að leita að annars
konar olíum fyrir steikingu.
f Bandaríkjunum hefur skyndibitakeðjan
Kentucky Fried Chicken verið kærð fyrir
að steikja matinn upp úr hertri jurtafitu
sem er talin auka tíðni kólesteróls í blóð-
inu og auka líkurnar á hjartasjúkdómum.
máli hans kom fram að KFC hefur
skoðað aðrar olíur en það sé margt
sem þurfi að taka tillit til, til dæmis
þurfi að viðhalda einstöku bragði
KFC. Michael
Jacobson, forstjóri
neytendahópsins,
segir að KFC viti
að hægt sé að nota
hollari fitu við
eldamennskuna
en „af kæruleysi
auka þeir hætt-
una á að viðskipta-
vinir keðjunnar
fáiKentuckyFried
kransæðastíflu.“
720 hitaeiningar
í kaffibolla
Neytendahópur-
inn virðist ekki
ætla að láta staðar
numið við KFC því sagt er að hann
hyggist kæra Starbucks næst. Að
þessu sinni krefst hópurinn þess að
Starbucks setji næringargildi mat-
vælanna á matseðlana en nú er
einungis hægt að nálgast næringar-
gildi réttanna á Netinu eða í bæk-
lingum staðarins. Hópurinn tekur
sem dæmi að stór bananamokka
Frappuccino með þeyttum rjóma
innihaldi 720 hitaeiningar og 11
grömm af mettaðri fitu. Talsmaður
Starbucks sagði í yfirlýsingu sinni að
fyrirtækið væri að leita eftir öðrum
valkostum en fitumiklum vörum.
Lagasetning?
Fregnirnar um að KFC hefði fengið
á sig kæru vegna notkunar hertrar
jurtaolíu hefur vakið upp þá um-
ræðu hvort bandarísk yfirvöld
ættu að reyna með lagasetningu að
takmarka hvað landsmenn borða.
Margir Bandaríkjamenn telja að
lög myndu ekki fræða landsmenn
og með því að birta fituinnihald
skyndibitamatar væru menn litlu
nær um hvað væri hollt og hvað
óhollt. „Ég tel ekki að það sé hægt að
færa þetta í lög því þetta snýst um
eigið val,“ segir Madelyn Fernstrom,
forstjóri þyngdarstjórnunardeildar
í háskólanum í Pittsburgh. „Inni-
hald vörunnar þarf að koma fram
svo fólk geti takmarkað magnið
ef þess þarf. Það er ekki eins mikil-
vægt að stimpla mat sem slæman og
það er að gæta að magni.“ Dr. Keith-
Thomas Ayoob, prófessor í barna-
lækningum við Læknaskóla Alberts
Einsteins, segist hafa meiri áhyggjur
af fjölda kaloría í djúpsteiktum mat
heldur en hertri jurtaolíu. Kaloríur
skipti meira máli, enda séu tveir
þriðju Bandaríkjamanna of feitir.
„Ef önnur olía kemur í stað hertu
jurtafitunnar verður jafn mikið af
kaloríum í matnum."
svanhvit@bladid.net
Það er bandarískur neytendahópur
sem kærði KFC en hópurinn er fjár-
magnaður með áskriftargjöldum
fréttabréfs og alls kyns styrkjum.
Neytendahópurinn ásamt Dr. Art-
hur Hoyte vill að KFC verði skipað
að nota annars konar olíur við
steikingu eða að neytendur fái upp-
lýsingar um notkun hertu jurtafit-
unnar og afleiðingar hennar áður en
verslað er. Dr. Hoyte segist hafa kært
KFC vegna sonar síns og annarra
barna svo þau eigi hamingjusama
og herta-fitulausa
framtíð. „Ef ég
hefði vitað að KFC
notaði ónáttúru-
lega olíu við steik-
ingu og hve mikið
af hertri jurtaolíu
er í matnum þá
hefði ég endur-
skoðað val mitt.“
Kentucky Fried
kransæðastífla
Talsmaður KFC
segir að kæran sé
hégómleg og að fyr-
irtækið muni berj-
ast fyrir málstað
sínum í réttarsal.
Auk þess segir hann að fyrirtækið
hafi lengi gefið upplýsingar um nær-
ingargildi og fituinnihald matarins
á Netinu og á veitingastöðunum. í
99..................
Fregnirnar um að KFC
hefði fengið á sigkæru
vegna notkunar hertrar
jurtaolíu hafa vakið
upp þá umræðu hvort
bandarísk yfirvöld ættu
að reyna að takmarka
með lagasetningu hvað
landsmenn borða.
Meirihluti Dana vill
sig verulega
Um 76% Dana vilja léttast um að meðaltali 9,6 kíló samkvæmt nýlegri könnun. Þetta eru
áhugaverðar niðurstöður í Ijósi þess að einungis helmingur Dana er of þungur.
grenna
Flestir Danir telja sig vera of feita
þrátt fyrir að einungis helmingur
þeirra sé of þungur. Hins vegar er
ekki þar með sagt að þeir sem séu
of þungir vilji grenna sig. I könnun
sem stofnunin Zapera.com stóð fyrir
kom í ljós að 76% Dana yfir fimmtán
ára aldri vilja grenna sig. Þeir Danir
sem vilja grennast segjast að meðal-
tali vilja missa 9,6 kíló.
Óholl sjálfsmynd
Þessar niðurstöður eru jákvæðar
fyrir þann tæplega helming dönsku
þjóðarinnar sem er of þungur. En þar
sem 76% þjóðarinnar vilja grenna
sig, gefur það augaleið að fjöldi fólks
sem er í kjörþyngd og þar undir vill
léttast um einhver kíló. Samkvæmt
Arne Astrup, prófessor hjá Næring-
arstofnuninni í Danmörku, eru
þessar niðurstöður ekki merki um
heilbrigði. „Þegar þeir sem eru í kjör-
þyngd vilja léttast er það vegna þess
að þeir eru með brenglaða ímynd af
líkama sínum og vilja komast undir
kjörþyngd. Þetta eru sjúklegar at-
hafnir sem þjóna ekki þeim tiTgangi
sem þeim er ætlað auk þess að vera
óheilbrigðar,“ segir Arne.
Of feitir vilja ekki grennast
Það kemur ekki fram í könnuninni
sem var gerð fyrir Vigtarráðgjafana
hve þungir þeir Danir voru sem
vildu grenna sig. Sams konar kann-
anir voru gerðar árið 1987 og 1994 og
sýndu að það voru engin bein tengsl
á milli þess að vera of þungur og að
vilja léttast. í þeim könnunum voru
margir, að sögn Arne, í kjörþyngd og
undir kjörþyngd sem vildu léttast og
að sama skapi voru einhverjir sem
voru of feitir en höfðu engan áhuga
á að grennast. 1 fyrri könnunum var
það einungis um helmingur sem
vildi grenna sig en í nýjustu könnun-
inni var það meirihluti þjóðarinnar
sem vildi léttast. „Það er freistandi
að trúa því að sá helmingur þjóðar-
innar sem er of þungur vilji léttast
en því miður er það ekki þannig,"
segir Arne. Það eru álíka margar
konur og menn sem eru of þungir
en konurnar leggja meiri áherslu á
að grenna sig. I könnuninni sögðust
83% kvennanna vilja grenna sig en
einungis 69% karlanna.