blaðið - 24.06.2006, Blaðsíða 35

blaðið - 24.06.2006, Blaðsíða 35
blaöiö LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 2006 AFPREYING I 35 Sigurgeir Orri Sigurgeirsson kannar aðstöðu sportbara í Reykjavík HM veitingahúsarýni Gaukurástöng ++++ Gaukur á stöng hefur aðalatriðin á hreinu og kemur vel undirbúinn til leiks. Tvö tjöld eru á neðri hæðinni og tvö tjöld á efri. Gæði myndvarpanna mættu vera meiri, einkum þess stærsta, sem er í stóra salnum á neðri hæðinni (það er einhvers konar baklýsing á tjaldið). Á efri hæðinni var annar myndvarpinn vanstilltur, en hinn var fínn. Besta tilboðið: Hamborgari, franskar og bjór á 1.000 kr. Aðsókn er ekki mikil á Gaukinn (miðað við stærð) sem er gott fyrir þá sem vilja sæti á besta stað. Gauks-menn fá mínus fyrir að loftræstingin var í botni um daginn og kældi mann niður fyrir frostmark (það sogar þó viðbjóðslegan reykinn) og mínus fyrir að hafa ekki opið uppi alla daga. Victor ★ ★★★ Ekki nógu gott. Tjaldið er lítið og skakkt, myndvarpinn er að syngja sitt síðasta og birtan að utan er allt of mikil. Þau hafa ekki einu sinni rænu á að slökkva á halogen-ljósunum á veggjunum þegar útsendingar eru. Sætin eru þó ágæt. Tilboðið er gott, 1.100 kr. borgari og bjór. Ekki fara þangað nema til að borða þvi matur- inn er fínn. Nú er HM í fullum gangi og næsta víst að einhverjir verða fyrir hnjaski í þeim átökum. Ef þú tókst sömu ákvörðun og ég, að greiða ekki okurverð fyrir að fá að fylgjast með leikjunum, er hér fjallað um nokkra bari i miðbæ Reykjavíkur sem bjóða gestum upp HM á tjaldi. Það er ekkert verra að verja fénu í borgara, bjór og stemningu niðri í bæ. Hressó Hressó er með eitt tjald innst á staðnum. Myndvarpinn er öflugur og tjaldið stórt og slétt. Birta að utan truflar ekki. Fáir nýta sér aðstöðuna sem er gott, yfirleitt nóg af sætum á besta stað. Stór galli er að þeir sem þar eru reykja eins og þeir fái greiddan sérstakan bónus frá Philip Morris fyrir hvern reyktan vindling. Fer sjaldan þangað vegna reyksins. HM-tilboðið þeirra er ekki hagstætt; 1.390 krónur fyrir borgara og bjór. Stóran, stóran, stóran mínus fá Hress- ómenn fyrir að taka niður tjaldið á 17. júní vegna blöðru- og fánafólksins. Hvílíkt karakterleysi! Hressó auglýsti HM-tjald úti í garði, en það hefur nán- ast rignt síðan HM byrjaði, svo mér hefur ekki tekist að taka það út. Það hljómar reyndar súrrealískt að vera með mynd á tjaldi um hásumar á Is- landi en gengur vonandi upp. Það er gott fyrir reyklausa. Laugar ★★★ Fyrirtaks staður! Er uppi á lofti yfir anddyri stöðvarinnar. Myndvarp- inn mætti vera sterkari en aðstaðan er til fyrirmyndar. Fáir virðast vita af þessum stað sem er stór plús. Fjar- lægðin frá miðbænum er mínus. Til- boðið var gott, 1.100 kr. borgari og bjór, minnir mig. Stærsti kosturinn við Laugar er að þar er ekki reykt. Glaumbar ★ Glaumbar sá gamli og rótgróni staður er með boltann eins og venjulega. Glaumbar er ekki sérlega heppilegur sportbar þar sem hann er meira og minna undir súð. Þó er ágætis tjald inni í enda, en gallinn er sá að það geta bara um það bil 10-manns horft á það svo vel sé. Mörg sjónvörp bæta úr plássleysinu. Ég leit þar við um daginn og fékk ekki sæti með góðu út- sýni þó staðurinn væri nánast tómur. Mínus fyrir það. Hef ekki hugmynd um hvort þeir bjóði mat, en veit að þeir selja kaffi og gos. GILDIR EINNIG UM SÓLARVÖRUR í MERKJASNYRTIVÖRUM LANCÖME, HELENA RUBINSTEIN, CLINIQUE, BIOTHERM, GUERLAIN, ESTÉE LAUDER Gildir í Lyf & heilsu út júnímánuð 2006 VLyf&heilsa Við hlustum! Pravda Pravda er líka með HM, en tjöldin eru 1 minni kantinum. Hef ekki horft á leik þar, en hef hann samt með hér svo lesendur viti af honum. Reykjarsvæla Hvenær munu veitingahúsaeigendur átta sig á því að stór hópur fólks sem ekki reykir sniðgengur staði þeirra? Ég vil ekki lykta eins og öskubakki og forðast því reykmettaða bari. Ég styð þó reyksoppa í viðleitni sinni við að drepa sig, það er þeirra val. En ég vil gjarnan hafa val líka, val um reyklausan stað í miðborginni með HM-tjaldi. Þangað vil ég beina viðskiptum mínum. Sigurgeir Orri Sigurgeirsson Oft getur hitnað í kolunun á ögurstundu og þessir ungu herramenn réðu sér vart fyrir kæti

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.