blaðið - 21.07.2006, Blaðsíða 2
blaðiðiM
Hádegismóum 2,110 Reykjavík
Sími: 5103700- www.vbl.is
FRÉTTASÍMI:
510 3799
netfang: frettir@ biadid.net
AUGLÝSINGADEILD:
510 3744
netfang: auglysingar@bladid.net
Lögreglan:
Hraðakstur
í Kópavogi
Yfir fimmtán bílar voru stöðvaðir
vegna hraðakstur ( gær, þar af var
einn tekinn á 150 kílómetra hraða
á Reykjanesbraut við Smáralindina.
í fyrradag voru tíu teknir og segir
lögreglan í Kópavogi að menn verði
að draga úr hraðanum. Mikið hefur
borið á hraðakstri í sumar á öllu
landinu.
Grænland:
ísmaðurinn
fastur í hafís
Bátur ísmannsins, eða Sig-
urðar Péturssonar eins og hann
heitir, hefur
Éverið fastur í
hafís undan
austurströnd
■ Grænlands í
tæpanmánuð
samkvæmt
heimasíðu
Mannlífs.
Báturinn
hans, Eiríkur rauði, er fastur 20
sjómílur frá næsta byggða bóli
en hann hugðist sigla til Skjöld-
ungen og svo var ferðinni heitið
til Isafjarðar þar sem hann ætlaði
að sækja bát sem hann festi ný-
lega kaup á.
2IFRÉTTIR
FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 2006 bla6ið
Grímur Atlason:
Bæjarstjórinn og
bassaleikarinn
■ Grímur Atlason hefur verið ráðinn bæjarstjóri í Bolungarvík.
■ Hlakkar til að takast á við ný verkefni ■ leggur bassann ekki á hilluna.
Eftir Gunnar Reyni Valþórsson
Grímur Atlason hefur verið ráð-
inn bæjarstjóri í Bolungarvík og
var hann valinn úr hópi tíu umsækj-
enda. Hann erþroskaþjálfi að mennt
auk þess sem hann Iærði að fljúga.
Undanfarið hefur hann staðið fyrir
tónleikahaldi og spilað á bassa með
Dr. Gunna auk þess sem hann var
til skamms tíma virkur i starfi VG
í Reykjavík.
„Þetta leggst mjög vel í mig,“ segir
Grímur aðspurður um vistaskiptin.
„Þetta er mikið tækifæri og ég hlakka
til, en ég kvíði þessu líka. Það er
alltaf þannig þegar eitthvað alveg
nýtt tekilr við. Ég lærði það þegar ég
var að læra að fljúga að ef að maður
er ekki smá smeykur þá eru meiri
líkur á því að maður fljúgi á fjall.
Það eru þeir sem eru of öruggir sem
fljúga yfirleitt á fjöll.“ Grímur er ráð-
inn af nýjum meirihluta í Bolungar-
vík sem myndaður er af Bæjarmálafé-
lagi Bolungarvíkur og Afli til áhrifa,
en meirihlutamyndunin batt enda
á óslitna setu Sjálfstæðismanna í
bæjarstjórn frá því Bolungarvík
fékk kaupstaðarréttindi. „Meirihlut-
inn ræður mig sem verkstjóra fyrir
sínar hugmyndir og auðvitað mínar
áherslur. Fyrst og fremst er ég þó að
hugsa um praktísku hliðina núna, að
flytja til Bolungarvíkur, að hlusta á
fólk í Bolungarvík og kynnast þeim
sem ég er að fara að vinna með.“
Landsbyggðin er ekki eyðimörk
Grímur er bjartsýnn á framtíðina
í Bolungarvík sem hann segir búa
yfir fjölda tækifæra. „Landsbyggðin
er ekki eyðimörk þar sem björgun-
arsveitir koma og bjarga fólkinu til
Reykjavíkur. Þvert á móti eru þarna
tækifæri og ekki síst í tæknivæddum
nútímanum. Tæknin gefur fólki
möguleika á því að búa og vinna
annars staðar en nákvæmlega á höf-
uðborgarsvæðinu." Grímur segir
umræðuna um landsbyggðina hafa
verið á fremur neikvæðum nótum.
„Með því er verið að tala niður til
þeirra sem búa í plássunum úti á
landi. I hverjum manni býr fullt af
möguleikum og tækifærum og það
þýðir ekkert að leggja allt sitt á ein-
hverja kerfiskarla í Reykjavík, þá ger-
ist ekki neitt.“
Samgöngumálin eru Grími
einnig ofarlega í huga. „Það berast
til dæmis fréttir af gliðnun í bjargi í
Óshlíðinniþessa dagana. Samgöngu-
málin sýna manni eiginlega hvernig
stjórnmálin virka. Nú er verið að
grafa göng á milli Siglufjarðar og
ðlafsfjarðar en það er kannski ekki
verið að forgangsraða á réttan hátt
og ekki skoðað hvaða vegaspottar
eru í raun hættulegastir."
Dregur úr umsvifum
Austur-Þýskaiands
Grímur hefur að undanförnu
rekið umboðsskrifstofuna Austur-
Þýskaland sem meðal annars hefur
staðið fyrir innflutningi á erlendum
tónlistarmönnum auk þess sem
hann hefur staðið fyrir tónlistarhá-
tíðinni Innipúkanum sem haldin
hefur verið síðustu árin í Reykjavík
um verslunarmannahelgina. Hann
segir að eðlilega muni draga nokkuð
úr umsvifum Austur-Þýskalands.
„Það verða ekki haldnir jafn margir
tónleikar og áður en Austur-Þýska-
land verður til áfram þó að það verði
í öðru formi.“
Grímur hefur einnig sinnt öðru
starfi, en hann er bassaleikari í
hljómsveitinni Dr. Gunni sem
Gunnar Hjálmarsson er í forsvari
fyrir. Hann segir að engin breyting
verði á því. „Þetta verður bara fjar-
búð og ég vona að við Gunni spilum
áfram saman. Reyndar eru eiginlega
allir úr hljómsveitinni að vestan og
það er ljóst að ég mun leggja hart að
félögunum í bandinu að þeir flytji
vestur. Ég fer auðvitað með bass-
ana mína og magnarann vestur og
ég hlakka líka mikið til að kynnast
fólkinu í Bolungarvík og finna mér
nýja spilafélaga."
gunnar@bladid.net
Bolungarvíkur-
kaupstaður
íbúafjöldi: 918
Úrslit síðustu kosninga:
Bæjarmálafélag Bolungarvík-
ur: 42,95%, Sjálfstæðisflokkur:
37,97%, Afl til áhrifa: 20,07%
Frægir Bolvíkingar:
Pálmi Gestsson, leikari. Einar
K. Guðfinnsson, sjávarútvegs-
ráðherra. Kristinn H. Gunn-
arsson, alþingismaður. Einar
Benediktsson, forstjóri Olís.
Mugison, tónlistar-
maður. #
Á förnum vegi
Tekur þú strætó?
Máni Arnarsson, nemi
„Nei, ég nota ekki straetó . Ég á bíl og
fer allar mínar ferðir á honum."
Már Gunnarsson, forstöðumaður.
„Sjaldan en ég myndi taka hann ef
ég ætti ekki bíl. En börnin nota hann
nokkuð."
Robin Larsson, sænskur ferða-
maður.
„Nei, ég tek ekki strætó. Ég fer á milli
á bíl sem ég leigi hjá ferðaþjónustu."
Jóhann Benedikt Eðvarðsson,
sjómaður.
„Ég tek aldrei strætó. Ég hef ekki enn
þurft á honum að halda því ég á bíl.“
Jón Hafliðason, sjómaður.
„Ég myndi ekki taka strætó þó ég
væri billaus á stríðssvæöi. Ég myndi
hringja á leigubíl."
OPIÐ ALLA DAGA í SUMAR FRÁ10 -17
Nánari upplýsingar á vefslóðinni
www. minjasafnreykjavikur. is
Minjasaín Reykjavíkur
ÁRBÆJARSAFN
fQi Heiöskirt- LéttskýjaöfSLAk*Skýjaft Alskýjaft 4ÍZ±,Rigntng,litllsháttar^^RlgnlngSúld Snlókoma Sl»dda‘^2> Snjóél
Algarve
Amsterdam
Barcelona
Berlfn
Chicago
Dublin
Frankfurt
Glasgow
Hamborg
Helsinki
Kaupmannahöfn
London
Madríd
Mallorka
Montreal
New York
Orlando
Osló
París
Stokkhólmur
Vin
Þórshöfn
27
28
33
32
21
21
28
28
26
20
25
28
35
33
21
26
24
23
30
22
33
13
Veðurtiorfur i dag kl: 15.00
Veðursíminn 902 0600
Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu íslands