blaðið - 21.07.2006, Blaðsíða 30
* 30
FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 2006 blaöÍA
folk@bladid.net
HVAÐ FINNST ÞER?
Er gott að bæjarstjórinn kunnl á bassa?
„Grtmurer upplagðurt starfið. Égsetaftur á móti spurningarmerki við
þennan stað. Bolungarvík cr svona Selfoss vestursins. Hnakkastaður.
En Grt'mur rtfur staðinn upp oggerirhann að Seyðisfirði vestursins!"
Gttnnar L. Hjálmarssoit,
dr. Gunni.
Grímur Atiason, nýráðinn bæjar-
stjóri í Bolungarvík, hefur spilað
um árabil á bassa í rokkhljómsveit
Dr. Gunna.
Sköpunargleði á skólabekk
Smáborgarinn
GULA FÍFLIÐ
KEMUR
Það er loksins komið sumar í
borginni Reykjavík. Sólin vermir
nú hvíta kroppa sem aldrei fyrr
(sundlaugum borgarinnar og
brosandi fjölskyldur með ís í hönd
rölta Laugaveginn sem aldrei fyrr.
Á Austurvelli, eina græna bletti
Reykjavíkur, liggurfólk eins og
hráviði og drekkur í sig sjóðheita
geislana af áfergju. Glaðhlakka-
legi veðurfréttamaðurinn á NFS
sem kenndur er við storminn kann
sér ekki hóf og babblar daginn
út og daginn inn um þetta nýtil-
komna sumar og sæluna sem því
óhjákvæmilega fylgir. Á götum úti
má sjá fáklæddar mæður i san-
dölum rölta með barnavagnana,
brosandi út að eyrum. Villuráfandi
borgarbúar flykkjast unnvörpum
í útilegur, staðráðnir í því að láta
sumarið ekki þjóta frá sér.
Við eigum skilyrðislaust
að dýrka hana, taka ofan,
hneigja okkur og beygja.
Smáborgarinn vinnur innivinnu
eins og allir smáborgarar. Hann
bograr við tölvu dagana langa og
rýnir í texta. Hann setur saman
setningar meðan sólin vermir bak
hans af miklum móð. Honum er
heitt, hann stynur af óþægindum
og heldur áfram að svolgra í sig
bragðvont kaffið. Menn deila
ekki um smekk sögðu Rómverjar
forðum. Hins vegar virðist það
vera samdóma alit (slendinga að
sólin sé unaðslegt fyrirbæri. Við
eigum skilyrðislaust að dýrka
hana, taka ofan, hneigja okkur
og beygja. Það er bannað að
formæla hitanum enda er hann
sjaldséður gestur á skerinu góða.
Smáborgarinn er eilítið hugsi.
Hann skammast sín fyrir þær
tilfinningar sem sólin vekur innra
með honum. Sannleikurinn er
sá að hann er ekkert alltof hress
með þessar skyndilegu veður-
breytingar. Snjóhvítt hold hans
hefur beðið skaða af geislunum
og hann kveinkar sér undan klæð-
unum sem nuddast við brunnið
holdið. Hann saknar svalandi kuld-
ans og íslenska stormsins sem
strýkur svo gjarnan vanqann.
Smáborgarinn elskar Island
og veðurfarið. Honum líður vel
í kuldanum og nýtur þess að
liggja inni með góða skáldsögu í
hönd meðan rigningin í borginni
Reykjavík lemur rúðumar að utan.
Smáborgarinn hlakkar til hausts-
ins - það er hans tími.
Tveir ungir Iðnskólanemar tóku
sig til og hönnuðu nýtt byltingar-
kennt útboðsforrit á aðeins fjórum
mánuðum. Forritið var tekið form-
lega í notkun í síðustu viku og mun
halda utan um lóðaútboð á Suður-
nesjum. Eigandi svæðisins segir for-
ritið koma til með að gjörbreyta fyr-
irkomulagi lóðaútboða hér á íandi.
„Forritið er eiginlega fulltilbúið.
Við eigum aðeins eftir að slípa það
til,“ segir Ari Þór Húnfjörð Arn-
björnsson. Hann ásamt skólafélaga
sínum, Stefáni Erni Finnbjörnssyni,
hannaði nýtt útboðsforrit á aðeins
fjórum mánuðum. hið fyrsta sinnar
tegundar hér á landi.
Það var í febrúar sem fyrirtækið
Miðland óskaði hugmyndum frá
nemendum á tölvusviði Iðnskólans
í Reykjavík. í undirbúningi var lóða-
útboð á hinu svokallaða Nikkels-
væði í Reykjanesbæ og vildi fyrir-
tækið einfalda útboðið og minnka
pappírsflóðið.
„Það voru örugglega íoo manns
sem réðu mér frá því að gera þetta.
Sögðu svona kerfissmíð dýra og
tímafreka,“ segir Elías Georgsson,
annar eiganda Miðlands. „En það
tók strákana bara tíu daga að setja
upp grunninn.“
Ari og Stefán hönnuðu og settu
upp forritið á fjórum mánuðum og
það var svo í síðustu viku sem opnað
var formlega fyrir notkun þess.
Elías er ánægður með útkomuna
og segir forritið muna gjörbylta
lóðaútboðum. „Þetta eru algjörlega
pappírslaus viðskipti. Þetta þýðir
að fólk þarf ekki lengur að mæta á
einhverjar skrifstofur heldur gerir
þetta heima hjá sér. Það kæmi mér á
óvart ef sveitarstjórnir nýta sér ekki
slík kerfi í framtíðinni."
Að sögn Ara var forritið ekki erf-
itt í smíðum en reynslan hafi hins
vegar verið þeim dýrmæt. „Þetta var
flókið þegar við vorum að vinna að
ákveðnum formúlum og setja upp
gagnagrunninn en annars frekar
einfalt. Svona reynsla er dýrmæt
fyrir reynslulausa nemendur og á
eftir að hjálpa okkur í framtíðinni."
Ari og Stefán útskrifuðust báðir
úr Iðnskólanum síðastliðið vor og
hefja nám við tölvunarfræði við Há-
skólann í Reykjavík í næsta mánuði.
hoskuldur@bladid. net
Btaöid/SteinarHugi
Ari Þór /jannaó/j
ásamí skólafélaga
sinum, byltingarkennt
forrit á aðeins fjórumk
mánuðum
■ Stökkpallur
SU DOKU talnaþraut
Lausn síðustu gátu:
Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum
frá 1-9 lárétt og lóðrétt I reitina, þannig
að hver tala komi ekki nema einu sinni
fyrir (hverri línu, hvort sem er lárétt eða
lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur
aðeins nota einu sinni innan hvers nfu
reita fýlkis. Unnt er að leysa þrautina út
frá þeim tölum, sem upp eru gefnar.
Gáta dagsins:
4 1 9 3 6
8 3 7
5 7 2 4
9 7 3
1 6
4 5 9
3 2 6
2 7 6 1
3 8 2 4
8 i 9 5 2 4 7 3 6
7 2 5 1 6 3 8 9 4
3 6 4 7 9 8 1 5 2
6 4 1 9 7 5 2 8 3
2 5 8 3 i 6 9 4 7
9 3 7 4 8 2 5 6 1
4 7 2 6 5 9 3 1 8
1 9 6 8 3 7 4 2 5
5 8 3 2 4 1 6 7 9
9-27 © Jim Unger/dlst by United Media, 2001
Mig grunaði að þú værir ekki héðan
HEYRST HEFUR...
Sá orðrómur hefur heyrst að
Egill Helgason og Silfur
hans verði ekki á dagskrá NFS
næsta vetur. Byggja menn það
hugsanlega á því að Pressan,
ekki ósvipaður þáttur þeirra
Róberts Mars-
halls og Helga
Seljan, er nú
sendur út á
sama tíma og
Silfur Egils var
í vetur. Virðast
sumir hafa dregið þá ályktun
að Róbert hafi því útrýmt Agli
úr dagskránni. Ekkert mun
hins vegar hæft í þessu, enda
gerðu Egill og 365 miðlar samn-
ing til margra ára á sínum
tíma...
Af Agli er það hins vegar
að frétta að hann hefur
sumarsetu á Grikklandi sem
endranær. Þar syðra geysar
mikil hitabylgja þessi dægrin
og ekki ský á himni. Mun Egill
oraðinn svo rauður af sólbruna,
að hermt er að hann megi sjá á
gervihnattamyndum Google af
eynni Naxos. I sumar hefur Eg-
ill fengist við að lóðsa íslenska
ferðamenn um
undur Eyjahafs
og er góður
rómur gerður
að leiðsögn
hans.endaEgill
fróður maður
og skemmtilegur. Við þá iðju
mun hann svo fást fram í sept-
ember, uns hann snýr heim, en
þá mun þingheimi óhætt að
koma saman á ný. Silfur Egils
stendur sem kunnugt er frá
þingsetningu til þinglausna...
Alndlandi er risin mikil
deila vegna kvikmyndar,
sem leikstjórinn Jagmohan
Mundhra vill gera um líf og
störf Soniu Gandhi, ekkju Raj-
ivs Gandhi og formanns Kon-
gressflokksins. Flokksmenn
reyna allt, sem þeir geta til þess
að stöðva gerð myndarinnar,
en Mundhra hefur ekki átt í
vandræðum með að fjármagna
hana og hefur fengið hina íðil-
fögru itölsku leikkonu Monica
Bellucci til þess að túlka aðal-
hlutverkið, en Sonia er ítölsk
að uppruna. Úr
þessu greiðist ör-
ugglega, enstóra
spurningin er
auðvitað hver á
að leika herra
Ólaf Ragnar
Grímsson, vin Soniu. Philip
Seymour Hoffman hlýtur að
koma sterklega til álita...
Reykvíkingar fengu rúss-
neska seglskipið Sedov í
heimsókn í fyrradag og hefur
þetta stærsta seglskip heims
legið við festar við Ægisgarð.
Fréttablaðið gerði þessu öllu
góð skil í gær og sló því upp
í fyrirsögn að flatarmál segl-
anna væri fjórir ferkílómetrar!
Þarna hefur blaðamaður eitt-
ívað ruglast, því flatarmál
jeirra mun vera 4.195 m2. Þó
lúsund metrar séu einn kíló-
metri er einn ferkílómetri
milljón fermetrar. Framtíðar-
spámenn NASA hafa raunar
hugleitt notkun sólarsegla til
þess að knýja geimför og gætu
sjálfsagt notað 4 km2 segl...
andres.magnusson@bladid.net