blaðið - 21.07.2006, Blaðsíða 14

blaðið - 21.07.2006, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 2006 blaðiö tuð á Players iðmenn ásamt Birgittu Haukdal ,Valgeiri bjóns og Stefáni Karli munu halda uppi rinu á Players i Kópavogi. Nú um helgina fer fram Skálholtshátíð. Þessi hátíð er með nokkuð sérstöku sniði því minnst verður þess að 950 ár eru liðin frá biskupsvígslu Is- leifs Gissurarsonar, fyrsta íslenska biskupsins. Sá atburður markaði þau tímamót að gera ísland að bisk- upsdæmi i miðaldakirkjunni og koma íslandi inn á landabréf Evr- ópu þess tíma. Féil niður eftir siðaskipti „Skálholtshátíð á uppruna sinn í því að tekin voru bein Þorláks Helga fyrir 1200 og haldin hátíð á Þorláks- messu að sumri. Síðan féll hátíðin niður eftir siðaskipti en þegar farið var að huga að endurreisn Skálholts- staðar um miðja síðustu öld þá var farið að halda hátíðina á ný. Ég held að sú fyrsta hafi verið haldin árið 1948,“ segir Sigurður Sigurðsson, vígslubiskup í Skálholti. „Hátíðin í ár er tileinkuð minningu fyrsta íslenska biskupsins, ísleifi Gissurarsyni, sem var vígður hreint og beint til íslands. Annars voru hér trúboðsbiskupar á undan honum sem komu og fóru. ísland komst þá inn á landabréf miðaldakirkjunnar en Isleifur var sendur hingað af erkibiskupinum frá Bremen og var biskup yfir íslandi og Grænlandi. Við vitum þó ekki til þess að hann hafi komið þangað,“ segir Sigurður. Glæsileg dagskrá Heilmikil dagskrá er um helgina og ekki vantar fyrirmennin á hinn helga stað. „Við erum með þessa erlendu gesti, meðal annars græn- Skálholtskirkja Skálholtshátíð verður glæsileg i ár ef marka má dagskrána. lenska biskupin, og svo kemur for- seti Islands og fleiri mætir menn við sögu,“ segir Sigurður. Af tilefni hátíðarinnar fær Skál- holt góða gjöf en Jaap Schröder mun gefa mikla bókagjöf. „Hann hefur starfað hér á sumartónleikum um árabil og er sérfræðingur í barokk tónlist, í raun tónlistarfræðingur. Hann er þá að gefa staðnum nótna- og tónlistarbókasafn sitt sem er æði mikið að vöxtum. Þetta eru heil þrjú bretti með bókakössum,“ segir Sigurður. Sigurður segir ennfremur að há- Vígslubiskup SigurðurSigurðs son, vígslubisk- up Skálholts- kirkju. að sungin verður rómversk biskups- messa af kaþólska í biskupnum í f Reykjavík, herra Gijsen, klukkan 18.00. Allir eru vel- f komnir að sækja Skálholtshátíð. tíðin hafi verið vel sótt í gegnum tíð- ina og mörg hundruð manns sæki hana árlega. I ár er hátíðin mjög veg- leg og tónlistaratriðin fjölmörg. Hátíðarhöldin hefj- ast í kvöld með því Hvað að geras FÖSTUDAGURINN 21. JÚLÍ KL. 15:00 TÓNLIST Biggi í Maus ásamt The Bigital Orchestra og Stuðmennirnir Valgeir, Jakob, Ingvar og Gylfi ætla að taka lagið fyrir utan Útvarpshúsið, Efsta- leiti, í dag. Þetta eru fyrstu tónleikar Bigga hér á landi með nýtt efni. Allir eru velkomnir á svæðið en tónleik- unum verður útvarpað i beinni útsend- ingu í Popplandi eftir þrjú fréttir. KL. 20:00 LEIKLIST f kvöld verður Footloose sýnt í Borg- arleikhúsinu en sýningin erfull af mögnuðum dansatriðum og lögum sem slógu i gegn á 9. áratugnum í útsetningu Þorvaldar Bjarna. KL. 22:00 TÓNLIST Klassískt rokk í Ármúla. Þar koma fram hljómsveitirnar Andrúm, Anxi- ety, Envy of nona og We made god. KL. 22:00 TÓNLIST Hljómsveitin Dans á rósum frá Vest- mannaeyjum leikur fyrír dansi um helgina í Vélsmiðjunni, Akureyri. Frítt inn til miðnættis. KL. 00:00 TÚNLIST Dj Gísli Galdur mun þeyta skífum á Sirkus. KL. 00:00 TÓNLIST Dj Baldur mun þeyta skífum á Kaffibarnum KL. 00:00 TÓNLIST Dansveislan heldur áfram á Dátanum á Akureyri. DJ Skari með allt það nýjasta. Hýdrófíl Milt rakakrem sem hentar vel fyrir andlit og líkama. Gefur mikinn raka, er ekki feitt og fer vel inn (húðina. Kremið hentaröllum húðgerðum og erágætt undirfarða. Kremið inniheldur hvorki ilmefni né litarefni og hefur pH gildi 5,5. Fæst einnig án rotvarnarefna. Karbamíð rakakrem 3% Hýdrófíl rakakrem með karbamíð. Kremið eykur rakadrægni húðarinnar. Hentar vel á þurrar hendur og á mjög þurra bletti í andliti. Karbamíð rakakrem 10% Hentar vel á þurra fætur og mjög þurrar hendur. Kremið má ekki nota í andlit. Fjölskyldudagar við Snæfell fslandsvinir efna til tjaldbúða við Snæfell dagana 21.-31. júlí. Búðirnar eru vettvangur fyrir alla þá sem vilja sjá og upplifa svæðið sem fer undir vatn ef Hálslón verður fyllt með tilkomu Kárahnjúkavirkjunar. Boðið verður upp á gönguferð þann 22. júlí og farið verður frá Snæfells- skála Ferðafélags Fljótsdalshéraðs og gengið verður um svæðið að Töfrafossi og um Kringilsárrana. Ásta Arnardóttir, vön göngumann- eskja og fróð um svæðið mun skipu- leggja þessa göngu. Göngufólk þarf að koma með eigin útbúnað og mat. Vekja athygli fólks I tilkynningu segir að tilgangur þessara daga við Snæfell er að vekja athygli fólks á þeirri stórbrotnu og ægifögru náttúru Kárahnjúka- svæðisins sem mun verða fyrir óafturkræfum skaða og eyðilegg- ingu vegna virkjunarfræmkvæmda í þágu álverksmiðju Alcoa við Reyðarfjörð. Tilgangur Fjölskyldudaga við Snæfell er að gefa fólki tækifæri til þess að skoða náttúru svæðisins i lengri og styttri gönguferðum, afla sér upplýsinga um framkvæmd- irnar og skaðleg áhrif stóriðju á samfélagið og náttúruna. Ýmsir góðir gestir, fyrirlesarar og tónlist- armenn munu sækja búðirnar heim °g leggja sitt af mörkum til að skapa áhugaverðan og fræðandi vettvang fyrir alla sem láta sér velferð samfé- lagsins og náttúrunnar varða. Efla þarf hugvit einstaklinga Islandsvinir er hreyfing einstak- linga sem vilja að horfið verði frá stóriðjustefnu ríkisstjórnar íslands og að horfið verði frá öllum stórvirkj- unaráformum og framkvæmdum í þágu stóriðju. Hreyfingin vill að horft verði til hugvits einstaklinga og frumkvöðlafyrirtækja í uppbygg- ingu íslensks samfélags, og að sú uppbygging feli í sér virðingu og ábyrga nýtingu á náttúruauðlindum landsins. Stórt tjaldstæði er við Snæfells- skála, þar sem einnig er góð salernis- og hreinlætisaðstaða. Samgöngur að skálanum eru góðar. Farið er um veg 910 frá Lagarfljóti í átt að Kára- hnjúkum, og svo haldið áfram veg 909 í átt að Snæfelli. Búðirnar verða áfengis- og vímu- efnalausar og foreldrar eða forráða- menn barna undir lögaldri eru beðnir um að veita börnum sínum samfylgd í tjaldbúðirnar. Nánari upplýsingar um búðirnar og Islandsvini er að finna á vefsíð- unni: www.islandsvinir.org

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.