blaðið - 21.07.2006, Blaðsíða 17

blaðið - 21.07.2006, Blaðsíða 17
blaðið FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 2006 17 Rómantískur silungur „Rómantíkin viö silungaveíði iifir einungs i huga veiði- mannsins og það er langt i frá að fískurinn deili þeirri skoðun hans.“ Harold F. Blaisdell Veidd hreindýr Fyrir áhugasama má kikja á vefinn www.hrein- dyr.is. Töfurnar eru uppfærðar reglulega og þær má finna undir dálknum: staða veiðanna 2006. Þar má lika sjá á hvaða svæðum hrein- dýrin voru veidd. Leiðsöguhæft GPS Kort Veiðimenn og aðrir flakkarar eru oft langtímum saman á flakki um Is- land. Þaðerþeimnauðsynlegtaðhafa góð kort og GPS tækin svokölluðu hafa reynst ansi vel. R. Sigmundsson ehf.hefurný- veriðgefiðút nýja útgáfu af GPS korti. GPS kortið er leiðsögu- hæft kort af íslandi með götukorti af bæjarfé- lögum, hús- númeraskrá, þjóðvegum og hálendisslóðum. Kortið er byggt á 1:50.000 ISV-50 gagnagrunni Landmælinga íslands með 20 metra hæðarlínum, vatna- fari og GPS mældum þjóðvegum. GPS Kort / nýju GPS korti er hæðarmódel sem gefur meiri tilfinn- ingu fyrir hæðarbreyt- ingum. Eykur sjónhrifin Kortið reiknar fljótustu leið á milli staða, hvort heldur sem er í Garmin tæki eða tölvu. í kortinu eru 40.0Ö0 örnefni, rúm- lega 4.000 þjónustuaðilar og skála- skrá. Þar má finna hvar næsta sund- laug, golfvöllur, verslun, bensínstöð, spítali og margt fleira er. t GPS kort- inu er hæðarmódel en það gefur því meiri dýpt. Skyggingin eykur sjón- hrifin svo kortið verður upphleypt ásjón í PC tölvu og þar með er meiri tilfinning fyrir hæðarbreytingum. Fallinn tarfur Hérmá sjá tarf sem Heimir Gylfason, leiðsögu■ maður, felldi í Loðmundafirði. Mynd/Jón EgillSveinsson Hreindýraveiðitíma- bilið hófst 15. júlí síðastliðinn og þegar hafa 12 hreindýr verið felld. Samkvæmt Jóhanni G. Gunnarssyni, starfs- manni veiðistjórnunarsviðs Um- hverfisstofnunar á Egilstöðum, fer veiðin rólega af stað eins og undan- farin ár. I ár var 909 hreindýraleyfum út- hlutað og samkvæmt Jóhanni hafa aldrei verið gefin út jafn mörg leyfi. „Leyfum er úthlutað eftir því hvað talið er hæfilegt að veiða úr hrein- dýrastofninum. Stofninn hefur stækkað undanfarin ár út af hag- stæðum veðurskilyrðum á vorin og það hefur verið meiri nýliðun. Það er happdrætti hverjir fá veiðileyfi, allir sem sækja um fara í pott og veiðileyfin eru dregin út. I ár sóttu 1900 manns um leyfi.“ Um þessar mundir má einungis veiða tarfana en kýrnar eru látnar í friði. „Það má veiða kýrnar 1. ág- úst en þær eru látnar í friði þar til kálfarnir eru orðnir aðeins stærri,“ segir Jóhann og leggur áherslu á að enginn fer á veiðar án þess að hafa leiðsögumann með sér. „Árið 2005 voru 754 hreindýr felld og vonast er til að fleiri dýr verði felld í ár. Það fer eftir veðurfari hvernig veið- arnar ganga fyrir sig. Þess vegna hvet ég menn stundum til þess að draga veiðarnar ekki fram á síð- ustu stundu. Veðrið getur orðið óhagstætt og þá er ekkert hægt að veiða.“ www.hreindyr.is lceland Motopark - mótið í Gokart Laugardaginn 22. júlí 2006 kl. 14 Verðlaun: 1. og 2. sæti fara til Grantham á á PFI International brautinni sem Aukaverðlaun: Heppinn þáttakandi í mótinu verður dreginn út og fær sömu ferð að launum. 'i y j •• • »■ ' - Englan er1200 úst og taka þar þátt í gokart móti löng „alvöru“ keppnsbraut. Þátttökugj.: 10.000 kr. Aldurstakmark 18 ár Keppt á leigukörtum Reisbíla ehf. þannig að allir eru jafnir! Skráning á gokart@aokart Js Nánari uppl. um keppnisfyrirkomulag á www.aokart.is.www.icelandmotopark.com eða í síma 893-3167

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.