blaðið - 21.07.2006, Blaðsíða 11

blaðið - 21.07.2006, Blaðsíða 11
blaöið FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 2006 FRÉTTIR I 11 Reykjavíkurborg: ■ Mótorkrossarar spóla Áhugamenn á torfæruhjólum vilja nýta sökkvandi land á Kárahnjúkum til þess að leika sér þar, það sem eftir er af sumrinu. séð hvernig það ætti að koma að sök að þeir leiki sér í lónstæðinu, fyrst því verður sökkt innan skamms. „Þetta er náttúrlega bara skamm- tímalausn og það þarf að finna frek- ari lausn á þessum vanda,“ segir Guð- mundur og bætir við hlæjandi að einhvers staðar þurfi vondir að vera. Til þess að fá að nýta lónstæðið verður að fá samþykki lögreglustjór- ans í sveitinni og landeigenda að sögn Óskars Bjartmarz, yfirlögreglu- þjóns á Seyðisfirði. Hann segir að allur utanvegaakstur sé ólöglegur en að sjálfsögðu verði þetta tekið til at- hugunar verði hugmyndinni komið á framfæri. Prestsetrasjóður á allnokkuð land sem fer undir vatn þegar lónið verður tekið til notkunar. Formaður Prestsetrasjóðs, Bjarni Grímsson, segir að málið verði skoðað og tekið til meðferðar berist það til þeirra. Þeir hafi hins vegar enga sérstaka skoðun á því. valur@bladid.net Alþjóðamál íranir fylgdust með eld- flaugatilraunum N-Kóreu I leit að kaupendum? Kim Jong II leiðtogi Norður-Kóreu Christoper Hill, aðstoðarutanrík- isráðherra Bandaríkjanna og sér- stakur erindreki þeirra í Asíu vegna málefna Norður-Kóreu, fullyrti í gær að klerkastjórnin í íran hafi átt fulltrúa á staðnum þegar stjórn- völd í Pjongjang gerðu tilraunir á langdrægri eldflaugþann fjórða júlí. Þetta kom fram þegar Hill fundaði með öldungadeildarþingmönnum í Washington D.C. Er þetta í fyrsta sinn sem talsmaður stjórnvalda í Bandaríkjunum viðurkennir op- inberlega að íranir og Norður-Kór- eumenn eigi í samstarfi. Hill sagði að slíkar fréttir yllu stjórnvöldum miklum áhyggjum. Bæði Iranir og Norður-Kóreu- menn eru undir vökulu auga alþjóða- samfélagsins vegna þróunar á gjör- eyðingarvopnum og langdrægum eldflaugum í trássi við alþjóðalög. Norður-Kóreumenn eru komnir lengra en Iranir og er talið að stjórn- völd í Pjongjang ráði yfir nokkrum kjarnorkusprengjum og eru komin vel á veg með þróun langdrægra eld- flauga. Þar sem stjórnin er nánast algjörlega einangruð frá umheim- inum er talið líklegt að hún leitist við að selja öðrum þjóðum tækni- upplýsingar og vopn. Þarf að stokka upp strætó ■ Tapar milljón á dag ■ Stjórnsýsluúttekt klár í september ■ Vilja ekki skerða þjónustu Strætó bs. hefur ákveðið að ráðast í stjórnsýsluúttekt á fyrirtækinu og á hún að liggja fyrir í september. Stjórn- arformaður og framkvæmdastjóri Strætó sendu borgarráði minnisblað um rekstur fyrirtækisins og kemur þar fram, að þegar á vordögum hafi verið ljóst, að í óefni stefndi. Björn Ingi Hrafnsson, formaður borgar- ráðs, telur að stokka þurfi Strætó upp, en vill bíða stjórnsýsluúttektarinnar áður en menn fari að ráðgera slíkt. Komið hefur á daginn að mikið rekstartap var hjá Strætó í vetur og lætur nærri að tapið hafi numið milljón krónum á dag. I minnisblað- inu kemur fram að þeir erfiðleikar hafi verið stjórninni lengi ljósir. „Legið hefur fyrir síðan síðari hluta árs 2005 að rekstrarkostnaður færi fram úr áætlunum með auknum akstri og að tekjuvænting í far- gjöldum stæði ekki. Kostnaðarauki féll til eftir upptöku nýja kerfisins og væntingar um skjóta aukningu far- gjaldatekna gengu ekki eftir.“ A hinn bóginn virðist sem látið hafi vera að taka á vandanum þar til eftir sveitar- stjórnakosningar í vor. Björn Ingi Hrafnsson, formaður borgar- ráðs, segir að auðvitað hefði það átt að koma fram í kosningabaráttunni. Það breyti þó ekki vandanum, sem menn standi frammi fyrir og ljóst að borgaryfirvöld þurfi að grípa til ráðstafana. Af sinni hálfu sé þjón- ustuskerðing ekki lausnin og í bráð- ina þurfi að sjá til þess að fyrirtækið nýtist með viðunandi hætti. „En eins og staðan er má vera ljóst að það þarf að stokka upp í rekstrinum og gera viðamiklar breytingar og þess vegna þurfum við stjórnsýsluúttektina. Fyrr getum við ekki gert okkur fulla grein fyrir stöðu þess eða kostum til úrlausnar.“ Dagur B. Eggertsson, oddviti Sam- fylkingarinnar í borgarstjórn, sendi frá sér yfirlýsingu í gær. Þar sagði að á fundi borgarráðs hefði komið fram, að stóran hluta fjárhagsvanda Strætó bs. mætti rekja til þess að nágranna- sveitarfélög Reykjavíkur hefðu svik- ist um að greiða framlög í samræmi við launahækkanir vegna nýgerðra kjarasamninga. Ásgeir Eiríksson, framkvæmda- stjóri Strætó bs„ svaraði þessu og sagði þessa fullyrðingu Dags beinlínis ranga. Öll aðildarsveitarfé- lög hefðu að fullu staðið við skuldbind- ingar sínar sam- kvæmt samþykktri fjárhagsáætlun byggðasamlagsins og ekkert aðildar- sveitarfélaganna hefði svikist um að greiða ff amlög í sam- ræmi við launahækk- 0 anirvegnanýgerðra kjarasamninga. Hxf&v f Fullelduðu kjúklingabitarnir frá Matfugli á grillið, í ofninn eða á pönnuna. Með hverjum bakka fylgir Léttsósa frá Salathúsinu. - Á grillið i örfáar mínútur og maturinn er til!

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.