blaðið - 21.07.2006, Blaðsíða 25

blaðið - 21.07.2006, Blaðsíða 25
blaöiö FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 2006 25 Tíska tiska@bladid.net Þrútin augu Til að koma i veg fyrir þrútin augu er tiivalið að geyma skeið i frystinum. Skeiðina má svo leggja á augnlokin i nokkrar mínútur og augun verða yndisfögur á ný. m Heimskar ljóskur „Ég móðgast ekki þegar ég heyri heimsku- lega Ijóskubrandara þvi ég veit að ég er ekki heimsk....ég er ekki íjóshærð heldur.“ Dolly Parton Áberandi augu Þegar förðunin á tískupöllunum er skoðuð er augljóst hvað er heitast í dag. Augu, augu og aftur augu. Áberandi maskarar, dökkar línur og falleg augu. Augnhárin eru gerð sérstaklga löng og áberandi, annað hvort með gerviaugnhárum eða góðum maskara. Þessi augu mátti sjá þegar helstu hönnuð- irnir sýndu hausttískuna fyrir árið 2006. Kisuleg Ótrúlega flott útllt sem á þó bara heima á pöllun- um enda heldur áberandi fyrir íslenskt næturlif. Glæsileg Hérhafa augnhár- in veriö gerö áberandi meö rauðu glimmeri. iÉÉÍif Dökk Tvær svartar línur innramma augun á eftirminni- legan hátt. Áberandi Meö „smokey" förö- un veröa augun alltaf áberandi enda spilar maskarinn stórt hlutverk. Marilyn Monroe F Imynd gyðjunnar lifir enn Hafði sinn eigin stíl Madonna hefur alltaf verið óhrædd viö aö nýta sér stíl annarra og gera hann aö sínum eigin. DUXIANÁ ADVANCED TECHNOLOGY IN SLEEPING Ármúla 10 • Sfmi: 5689950 með rennilás „Ég heflíka tilfinningar. Ég ermannieg. Það eina sem ég vil erað vera elskuð, persónan ég og hæfileikar mínir. Marilyn Monroe |L* ~ i Marilyn Monroe þarf vart að kynna fyrir nokkrum. Hún er senni- lega þekktasta Playboy-kanína sögunnar auk þess að vera alræmd fyrir að hafa haldið við forseta Bandaríkjanna, sem hefur þó ekki verið sannað. Það má vitanlega ekki gleyma kvikmyndaferli hennar þar sem hún var ástsæl leikkona um ára- bil og lék í 29 kvikmyndum. f ár eru áttatíu ár síðan Marilyn fæddist og 44 ár síðan hún lést. Eftir allan þennan tíma er ímynd Marilyn ljóslifandi í umhverfi okkar enda er hún talin vera ímynd kyn- þokkans, með sína ljósu lokka, fegurðarblett og þroskaðan vöxt. Það þarf ekki að líta lengra en til Madonnu og Gwen Stefani til að sjá áhrif Marilyn í nú- tímanum en þær hafa báðar nýtt sér stíl og útlit Marilyn. Norma | e a n - M o r - tensen, en það var raunverulegt nafn Marilyn, fæddist árið 1926 og varð að stjörnu þegar hún skipti um nafn og hára- lit. Marilyn varð fyrsta forsíðu- stúlka Playboy og hún hafði mikil áhrif á Hugh Hefner, svo mikil að hann pantaði sér grafhvelfingu við hlið hennar. Þrígift og vinsæl ástkona Marilyn var elskuð og dáð, jafnt af aðdáendum sem karlmönnum. Hún var þrígift og kennd við enn fleiri karlmenn. Hún giftist fyrsta eiginmanni sínum um sextán ára aldur og það hjónaband ent- ist í fjögur ár. Annar eiginmaður hennar var Joe DiMaggio, hafna- boltakappi, en þau voru einstaklega vinsælt par og almúginn dáði þau. Það hjónaband lifði hins vegar ein- ungis í tæplega ár. Hjónaband Mari- lyn og Arthur Miller, handritshöf- unds, stóð yfir í fimm ár. Marilyn dó langt fyrir aldur fram, 36 ára, og „Ég hef ekki áhuaa á peningum, ég vií bara vera yndisieg." Marilyn Monroe enn þann dag í dag er margt á huldu um andlát hennar. Opinbera skýr- ingin var sú að hún hefði framið sjálfsmorð en ekki voru allir sáttir við þá skýringu. Marily n lifir þó sem gyðja og tákn kynþokkans og ungar stúlkur vilja glaðar líkjast henni. Undanfarinn f mánuð hafa til dæmis bæði Paris Hilton og Lindsey Lohan hreykt sér af því að vera líkar Marilyn. Ung útgáfa Gwen Stefani gæti veriö ung útgáfa af Marilyn, með heldur Ijósara hár. Elskuð og dáð Imynd Marilyn er Ijóslifandi í dag og margar ungar stúlkur vilja líkjast henni. Hágæða ítalskur sængurfatnaður og rúmteppi frá Bassetti. * .. J?* •rA '*r. <s %■ " J. þ \ : * . - V 4, {■.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.