blaðið - 21.07.2006, Blaðsíða 12

blaðið - 21.07.2006, Blaðsíða 12
12 I ÁLIT FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 2006 blaðiö blaðiö Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Ritstjóri: Sigurjón M. Egilsson Fréttastjóri: Erna Kaaber Ritstjórnarfulltrúi: Janus Sigurjónsson I rétta átt „Það er undarlegt þegar litið er til nágrannalandanna þá eru að meðal- tali fimm prósent þeirra sem eru 65 ára og eldri á stofnunum, en hér á landi er þetta hlutfall níu prósent.“ Þetta sagði Ólafur Ólafsson, talsmaður eldri borgara, i Blaðinu í gær. Það er rétt hjá Ólafi, það hlýtur að vera undarlegt ef íslenskir eldri borg- arar fara á stofnanir frekar en jafnaldrar þeirra í nágrannalöndunum. Þess vegna ber að fagna ef vinna á gegn því með þeim aðgerðum sem eldri borgarar og ríkisvaldið hafa sammælst um. Ólafur sagði fagnar að hverfa eigi frá svo mikilli stofnanaþjónustu sem verið hefur og stórefla eigi heimaþjónustu. Ólafur sagði fleira sem gott, sem rétt er að staldra við. Hann sagði merkilegt hvað við íslendingar látum gamalt fólk afskiptalaust, saman- borið við nágrannaþjóðir okkar. „Eldri borgarar hafa ekki sömu samn- ingsaðstöðu og til dæmis ASf. Við höfum engan verkfallsrétt og getum í raun ekki ógnað með neinu,“ sagði Ólafur. Vissulega vilja allir verða gamlir, allir vilja lifa lengi og sem best. Þess vegna snertir afskiptaleysi þeirra sem ráða og okkar hinna, í málum eldri borgara, okkur sjálf. Þetta er spurning um líf og lífsgæði allra, ekki fárra og ekki bara þeirra sem eldri eru. Samkomulagið sem nú hefur verið gert er ekki lokamark, alls ekki og það eru allir vissir um. „Við höfum náð að opna nýjar dyr, en svo fer það eftir þróun verðbólg- unnar hver árangurinn verður. Ég lít hins vegar á þetta samkomulag sem skref í rétta átt,“ sagði Ólafur Ólafsson, um samkomulag ríkisins til að bæta kjör eldri borgara á næstu fjórum árum. Með samkomulaginu er meðal annars stefnt að því að hækka lífeyris- greiðslur, minnka skerðingar og gera starfslok sveigjanlegri þannig að lífeyrisgreiðslur hækki við frestun á töku lífeyris. Ólafur sagði um þetta: „Aðaláhersla okkar snerist um að hækka skattleysismörk og ná lægra skattþrepi en það tókst hins vegar ekki. Samkomulagið er spor í rétta átt, en það fer hins vegar alveg eftir þróun verðbólgunnar hvernig spilast úr þessum bótum.“ Nú er það stjórnmálamanna að fylgja þessu eftir, ekki dugar að hverfa af leið eins og svo oft áður. Nærtækt er að nefna vegaáætlun sem hefur meira að segja verið samþykkt af Alþingi, en er skömmu síðar gjörbreytt. Stjórnmálamenn verða að vinna með þeim hætti að við getum treyst orðum þeirra. Það skal gera núna, verum viss um að hugur fylgi máli og aldraðir hafi náð að opna nýjar dyr og tekið skref að bættum kjörum. Sigurjón M. Egilsson Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjóm & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavik Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 5103711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Dreifing: Islandspóstur Sumarhátíð Sjálfstæðismanna l\ í Suðurkjördæmi Sumarhátíð í Suöurkjördæmi verður haldin næstkomandi laugardag til að fagna góðu gengi flokksins í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum í kjördæminu og gefa sjálfstæðismönnum tækifæri til að gera sér glaðan dag í góðra vina hópi. Hátíöin verður haldin í Skálakoti undir Eyjafjöllum og hefst kl. 18.00 með ávarpi Geirs H. Haarde, formanns Sjálfstæðisflokksins. Að því loknu verður grillað og munum við sjálfstæðismenn skemmta okkur saman við harmonikkuspil og gleði fram á kvöld. Nauðsynlegt er að tilkynna komu sína með tölvupósti á netfangið jff@xdsudur.is eða í síma 849 1281 fyrir föstudagskvöld. Sjáumst hress og kát í Skálakoti laugardaginn 22. júlíl Fyrir hönd stjórnar Kjördæmisráðs Suðurkjördæmis, Sigurður Valur Ásbjarnarson, formaður kjördæmisráðs. Jóhann Fr. Friðriksson, framkvæmdastjóri í Suðurkjördæmi. 1 >TTTA BR MMHaP MiKiNPi iNG iy SfM pt/ EKt BdiNN Av oTALA VKKi Nó£ A-P kA& M/Vfi i tiu KoSMtNGALOfORP fAP i -TAeTí V& HttPUK IE’íi> 5 Sjálfstæðisflokkur sýnir á spilin Þjóðin beið í ofvæni. Sjálfstæðis- flokkur var mættur á svæðið eftir tólf ár í eyðimörkinni. Borgin var þeirra eftir næst verstu útkomu í sögu flokks- ins frá upphafi. Bara Björn Bjarnason hafði náð verri árangri þegar hann rétt skreið í 40% árið 2002. Hungrið í frekari vegtyllu en að send- ast fyrir Davíð Oddsson hafði rekið Björn til að steypa Ingu Jónu Þórðar- dóttur af stóli oddvita D listans. Þar batt Björn endi á stjórnmálaferil þeirrar góðu konu sem allt leit út fyrir að myndi takast að reisa flokkinn úr þeim rústum sem Davíð skildi við hann í. Síðan fór jafn sorglega fyrir pólitískum ferli Björns Bjarnarsonar eins og alþjóð veit og verður daglega vitni af en hann er nú þægur þjónn erkifjandans Geirs Haarde. Atlaga að almenningsamgöngum Aftur í borgina í dag. Nýr meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sýnir á spilin eftir valdaskiptin. Kannski ekki miklar væntingar en þó. Nýir menn og víbrant eftir völd- unum. Fyrsta trompið er atlaga að al- menningssamgöngum. Gangi hún að fullu eftir er gamalgróin andúð Sjálfstæðisflokksins í garð almenn- ingsvagna og ástin á einkabílnum komin fram. Hitt stóra trompið á hendi hins nýja meirihluta er sala á hlut borgarinnar í Landsvirkjun. Að því er virðist til að auðvelda og einfalda einkavæð- ingu þess. Bleika kratagæran frá kosningum löngu fallin og gamli Sjálfstæðis- flokkurinn blasir við. Það kemur samt á óvart hvað meirihlutinn fer brösótt af stað. Óeining meirihlutans kemur víða fram. Formenn nefnda tala hver gegn öðrum og taktleysi einkennir fram- göngu meirihlutamanna í borginni. Mikil vonbrigði og þá sérstaklega hvað varðar Strætó. Það gætu reynst þeim dýrkeypt mistök. Svona er Sjálfstæðisflokkurinn. Snjall við að breiða yfir hægristefnuna þegar kemur að kosningum en að þeim loknum brýst hún fram. Mis- ái 1 1 ^ 1 1 l fiðhorf Björgvin G. Sigurðsson harkalega eftir því hvað meðreiðar- flokkurinn stendur fast í fæturna. Þar gerir Framsókn aldrei nú orðið. Hún er eins og vel vandinn hundur í stuttu bandi. Þegar íhaldið kippir í þá lyppast Framsókn niður. Nýtt náttúruverndarafl? Þó að skjótt skipist veður í lofti þá bendir margt tilþess að umhverfis- og náttúruverndarmálin verði ofarlega í huga kjósenda næsta vetur. Margt kemur til en án efa á Draumaland Andra Snæs ríkan þátt í því hve um- fagnsmikl orðræðan er um þau mál. Margt annað athyglsivert er í þeirri umræðu. Til dæmis birtist athyglis- verð grein í Lesbók Moggans um dag- inn eftir Guðna Elísson þar sem spurt er hvort að Sjálfstæðisflokknum standi stuggur af umhverfisvernd. Höfundur veltir þvi einnig upp hvort að þörf sé á nýju afli hægra megin í litrófinu sem setji umhverfismál í for- grunn sinnar stefnu. Óþolandi sé að umhverfismálin séu spyrt saman við öfgakennda vinstri stefnu sem hugn- ist varla nema litlum hluta kjósenda. Þetta er merkilegt ákall. Það er ekki síður Samfylkingarinnar að svara því en Sjálfstæðisflokks. Því ákalli að náttúruvernd sé ríkur þáttur í grund- vallarstefnu flokksins og borin fram af trúverðugleika og þrótti. Þessu verkefni er Samfylkingin að sinna og munu náttúruverndar- áherslur flokksins skerpast verulega á næstunni enda alltaf átt sterkan hljómgrunn innan flokksins. Margt ungt og öflugt fólk innan Samfylk- ingar er mjög á grænu nótunum og það er verðugt verkefni fyrir frjáls- lyndan jafnaðarflokk að endurspegla tiðarandann og leiða nýja tíma í nátt- úruvernd og atvinnumálum. Þeir dagar eru taldir og nú færast mál- efni náttúruverndar og umhverfis inn á miðjuna í meginstrauminn. Þar eiga þau heima en ekki ein- angruð sem skúffa í skrifborði yst á vinstrikantinum. Höfundur er þingmaður Samfylking- arinnar í Suðurkjördæmi. Höfundur þingmaður Samfylkingarinnar ( suður kjördæmi Klippt & skorið Vef-Þjóðviljinn (www.andriki.is) er fund- vís á hið broslega í opinberri umræðu, gefum honum orðið: „Vonandi er landið ekki að sökkva með manni og mtís. Að vísu er ekkert sérstakt sem bendir til slíkra hamfara, f S* '■* hvorki i bókstaflegri né óeigin- legri merkingu, en engu að síður eru orð Sivjar Friðleifsdóttur í nýlegu tímaritsviðtali ekki hughreystandi. Þarer því slegið upp á forsíðu að Siv sé „klár í bátana", enda segir htín það sjálf um sig og aðra framsókn- armenn. Því miður títskýrir Siv ekki í viðtalinu af hverju menn eru ntí að búa sig undirað stökkva í björgunarbátana en ef til vill hefur htín heyrt af því að Ingibjörg Sólrún ætli loks að opna sitt Pandórubox eða kannski veit heilbrigðisráðherra eitthvað annað sem aðrir vita ekki - og það er auðvitað ekki hughreystandi þegar slíkir menn taka að spenna á sig björgunarvestin og hrópa í örvæntingu „kóngsríki mitt fyrir kork!"" Margrét S. Björnsdóttir, sem sumir segja hugmyndafræðing Ingibjargar Sólrtínar Glsladóttur, formanns Sam- fylkingarinnar, var gestur í Fréttavakt Hallgrims Thorsteinssonar á NFS í fyrradag og var á henni að heyra að helstu vandamál Samfylkingarinnar væri það „einelti" sem hún sætti í þessum dálki og í Staksteinum Morgunblaðsins. Ntí getur Margrét tæpast kvartað undan því að hún hafi ekki nægi- legan aðgang að Morgunblaðinu, enda fékk grein hennar um pólitískt - erindi Samfylkingarinnar þar heiðurssess á mið- opnu við hlið forystugreinar blaðsins á dögunum. En hitterathyglisvert, að hún kvarti undan þvíað um Samfylkinguna séfjallað á þessum vettvangi. Rifjast þá upp að htín hafði uppi svipaða kvein- stafi í september 2003, einmitt I öðru viðtali við Hallgrím Thorsteinsson, á Útvarpi Sögu. Taldi htín þá umsjónarmann þessa dálks, þingmann- inn Guðlaug Þór Þórðarson og skákfrömuðinn Hrafn Jökulsson, helst standa í vegi fyrir metnaði Ingibjargar Sólrtínar og vonum vinstrimanna! Klippari les um það, að Benedikt páfi XVI. hyggist skrifa bók um lesú Krist. Kannski það sé misminni, en var ekki btíið að skrifa þá bók? andres.magnusson@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.