blaðið - 21.07.2006, Side 19

blaðið - 21.07.2006, Side 19
blaðið FðSTUDAGUR 21. JÚLÍ 2006 19 segja að þetta sé mun frumlegra en flest leikhús eru að gera í dag. Mið- arnir eru miklu ódýrari og fólk á að geta gengið inn af götunni. Hugs- unin er.^ú að það eigi ekki að vera mikil hyrði að fara í leikhús, heldur létt og skemmtilegt," segir Mundi. Nauðsynlegt að fram- kvæma hugmyndir Mundi hefur fulla trú á því að ef fólk hefur hugmyndir þá séu tæki- færin fyrir hendi að hrinda þeim í framkvæmd. „Já, ég held að það séu næg tækifæri og það sem fólk gleymir oft er það að ef það fær hug- mynd þá þarf að framkvæma hana. Það eru fjölmargir sem fá góðar hug- myndir en fæstir gera eitthvað meira úr þeim en að hugsa um þær í stutta stund. Mottóið hjá mér er að ef þú færð einhverja hugmynd: Gerðu það strax! Vaða í hana, klára hana og gera hana vel. Ef þessu er fylgt þá gengur það oftar en ekki upp,“ segir Mundi. Mundi lætur vel af námi sínu í Listaháskólanum og segir að oft myndist góð sambönd á milli nem- enda og leiðbeinenda. „Þetta er æðislegt nám, kennararnir margir hverjir frábærir. Þetta er mjög gagn- rýnið nám og verkefnin eru sýnd öllum hópnum og rædd. Á meðan á því stendur þarf maður að sitja á skoðunum sínum. Kennararnir eru margir hverjir persónulegir vinir manns og redda manni jafnvel verkefnum. Danni, einn kennar- anna í Listaháskólanum, fékk mig til dæmis til að vinna með Gelitin hópnum austurríska," segir Mundi. Að lyfta honum með hugarorkunni Austurríski listahópurinn Gelitin opnaði sýninguna „hugris“ með gjörningi um síðustu helgi í Kling & Bang gallerí og tók Mundi þátt í því verkefni. Gelitin hópurinn, sem áður hét Gelatin, er þekktur innan lista- heimsins og hefur meðal annars sýnt á Feneyjartvíæringnum fyrir hönd Austurríkis. „Eftir að við tókum þátt í gjörningnum þá erum við, ég, Morri og Schyler, að vinna bók fyrir Gelitin hópinn sem mun verða gefin út í Vín. Það sem við Morri gerðum í gjörningnum var að við sátum úti í horni og teiknuðum allt sem var að gerast í herberginu. Ekki ólíkt réttar- haldsteiknara nema hvað þetta voru kannski súrari teikningar. Þetta var fimm klukkutíma gjörningur og við teiknuðum allan tímann, fjórir ofnar voru í gangi og við því í svita- baði. Við ætlum sem sagt að vinna þessar teikningar áfram auk þess að bæta við fleirum. Þetta eru skissur og siðan skreytum við þær eftir á. Til frekari skreytingar notum við aðallega yfirstrikunarpenna og tipp-ex, dót sem þú færð út í Máli og menningu," segir Mundi. Hugmyndin á bak við gjörning- inn „hugris“ hafði fæðst nokkru áður og tengist gátukeppni á bar. „Ég og Danni hittum Gelitin hópinn á bar og þeir komu með gátu: What is in between sex and fear? Ég hafði ekki hugmynd um það en Danni kom hlaupandi til mín og hvíslaði að mér: It's filth, it's filth. Eg svaraði því til og það var vist rétt. Þeir báðu um að fá gátu á móti til að svara og þá kom Danni með gátuna: What is the lightest material in the world. Mundi hannaði útlitið á vetni- svögnum strætó en nýverið var ákveðið að lengja líftíma þeirra. Þeir byrjuðu á að svara: Helíum, loft, en svarið var: It's your penis because you can levitate it with your mind, eða lyft honum með hugarorkunni. Út frá því spunnu þeir upp þennan gjörning,“ segir Mundi. Gelitin hópurinn hefur sýnt fram óhefðbundna notkun á líkamsopum og Mundi er hrifinn af frjóseminni í hópnum. „Þetta eru magnaðir gaurar þarna í Gelitin. Þeir prjónuðu 6o metra langa kanínu og settu hana upp í ítölsku ölpunum. Kanínan er fjórir metrar á hæð og liggur þarna, risaflykki með prjónuð innyfli. Ég mæli þá eindregið með því að fólk fari á Netið og skoði verk þeirra,“ segir Mundi. Það verður sýning á verkum Munda í Kronkron á laugardaginn og sama dag mun Schyler opna sýn- ingu klukkan 19:00 í Gallerí Gel. jon@bladid.net Mundi og Morri máluðu veggi á Barnum. Biaöiö/steinarHugi sne/áar Ekki sneiða ■ • ^ ■ Hagstœðustu kaupin Hinn eini sanni íslenski DALA FETA nú fáanlegur á TVENNUTILBOÐI í nœstu verslun.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.