blaðið - 21.07.2006, Blaðsíða 6

blaðið - 21.07.2006, Blaðsíða 6
Vegaframkvæmdir: Einkaaðilar vilja vinna Einkaaðilar hafa lýst vilja til að vinna nokkrar stórar vegaframkvæmdir. Meðal þeirra eru jarðgöng undir Vaðlaheiði og Óshlíð.breikkunSuðurlandsvegar frá Reykjavík og austur fyrir Fjall, að leggja nýjan hluta hringvegar 1 um Svínvetningabraut, gerð vegar um Arnkötludal og gerð Sundabraut i Reykjavík. Sturla Böðvarsson hefur skipað nefnd sem ætlað er að skoða hvenær einkaframkvæmd getur talist vænlegur kostur. Ingimundur Sigurpálsson, for- stjóri íslandspósts, er formaður nefndarinnar Tæplega þrettán ^ í prósent Islendinga á aldrinum 16 til 24 ára er án atvinnu. Á öðrum ársfjórð- ungi voru að meðaltali 7.200 manns án vinnu og í atvinnu- leit, eða fjögur prósent vinnu- aflsins. Atvinnuleysi mældist 3,9 prósent hjá körlum en 4,1 prósent hjá konum. „Eins og á undanförnum árum þá eykst atvinnuleysi milli fyrsta og annars ársfjórðungs. Skýrist það að mestum hluta af náms- mönnum sem eru í atvinnuleit. Af þeim sem voru atvinnulausir á öðrum ársfjórðungi 2006 voru 3.900 jafnframt í námi, eða 54,7% þeirra sem voru atvinnulausir," segir í frétt frá Hagstofunni. 6IFRÉTTIR FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 2006 blaóiö ■ Mjög slæmt fyrir staði sem eru með útiborð ■ Vonast eftir betra veðri seinni hluta sumars Eftir Atla (sleifsson „Þetta leiðinlega veður hefur al- veg jafn mikil áhrif á fólkið og á veitingastaðina. Allt önnur stemn- ing myndast í bænum,“ segir Arnar Þór Gíslason, rekstrarstjóri Café Oliver, en sumarið hefur einkennst af kulda og rigningu það sem af er. „Við vonumst hins vegar til að veðrið sé að lagast og að fólkið taki þá tvöfalt meira við sér þegar sólin loks kemur. Ef tuttugu sólardagar kæmu í röð og fólk myndi skila sér þá myndi maður hugsanlega fyr- irgefa veðurguðunum þetta leiðin- lega veður sem hefur verið í sumar.“ Arnar Þór segir veðrið hafa áhrif á allan rekstur verslana og veitinga- húsa í bænum. „Sérstak- lega á rekstur veitinga- staða sem gera ráð fyrir að viðskiptavinir geti setið úti. Fjárfest er í útiborðum og stólum en nýtingin hefur nán- ast engin verið. Eigendur veitingastaða og kaffihúsa gera ráð fyrir góðu veðri í rekstraráætlunum svo það segir sig sjálft að rigningin og kuldinn hefur haft áhrif á reksturinn." Að sögn Arnars Þór hafa staðirnir sem eru ekki með aðstöðu fyrir úti- borð haldið jafnvægi, meðan hinir sem gera ráð fyrir fleiri gestum að sumarlagi hafa farið verr út úr þessu. „Nokkrir staðir hafa haldið sínu og þá helst út af auknum ferðamannastraumi. Útiborðin eru bónus sumranna og það er leiðin- legt að missa af þeim bónusi.“ Arnar Þór segir að fslendingar hafa verið duglegir að stunda veit- ingastaðina á fimmtudagskvöldum og um helgar ef staðirnir hafa verið að standa fyrir uppákomum. „Við á Oliver bjóðum til að mynda upp á Slæmt sumarveður Rigning og kuldi að sumarlagi eru ekki góðar fréttir fyrir veit- ingastaði sem eru með aðstöðu fyrir útiborð. hljómsveitir nokkra daga í viku sem gerir það að verkum að við höldum gesta- fjöldanum, en nýting útiborðanna er í lágmarki. Veðrið hefur dregið úr umferð gesta. Ef hitinn væri tutt- ugu gráður og sól alla daga væri stappað í bænum. Ég er þó bjart- sýnn á framhaldið og vonast til að veðrið verði betra seinni hluta sumars." atlii@bladid.net Krókhálsi 4 110 Reykjavík Simi 567 1010 www.parket.is Stjórnmál Aukin andúð Tyrkja á Vesturlöndum Tyrkneski utanríkisráðherrann, Abdullah Gul, varar Vesturlönd við því að Tyrkir séu í auknu mæli að verða andsnúnir Evrópusambandinu og Bandaríkjamönnum og hætta sé á að þeir horfi til annarra átta varðandi samstarf í ffamtíðinni. í viðtali við breska blaðið Financial Times sagði utanríkisráðherrann að hættumerki væru á lofti þar sem að ungt, hófsamt og vel menntað fólk í Tyrklandi væri í auknum mæli að verða fráhverft Evr- ópusambandinu og Bandarlkjunum. Að mati ráðherrans eru helstu ástæð- urnar að finna í vandræðaganginum í aðildarviðræðum Tyrkja og Evrópu- sambandsins og vegna stefnu Banda- ríkjanna í Miðausturlöndum. I viðtalinu sagði utanrfkisráðherr- ann að stefna Bandaríkjanna í Mið- austurlöndum yllu Tyrkjum miklum vandræðum. Hann sagði að ef írösk stjórnvöld eða Bandaríkjamenn tæk- ist ekki að koma böndum á kúrdíska uppreisnarmenn, sem hafa bæki- stöðvar í norðurhluta fraks og láta að sér kveða innan landamæra Tyrk- Tveir utanríkisráðherrar Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandarikj- anna, og tyrkneski starfsbróðir hennar Abdullah Gul. lands, myndu stjórnvöld I Ankara bandamaður Tyrkja, hafa áður varað grípa til eigin ráðstafana gegn þeim. stjórnvöld við afleiðingum slíkra Bandaríkin, sem eru einn helsti aðgerða.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.