blaðið - 21.07.2006, Blaðsíða 8

blaðið - 21.07.2006, Blaðsíða 8
8IFRÉTTIR FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 2006 blaöiö *"* 46 £ • 7U*«<~h4 www.bilamarkadurinn.is Smiðjuvegur 46-e s: 567-1800 d(y)[L HONDA FOREMAN 4X4 TRAXLOCK NÝTT FJÓRHJÓL Árg.06 SJÁKFSKIPT, MÖGUL. A LÁNI V.740,- CHRYSLER PTCRUSIER LTD '01 Ek.45 þ. 5.gíra. V.1,590,- TOYOTA RAV 4 2,0 03/01 Ek.29þ.sjálfsk. V.1,590,- TOYOTA LANDCRUISER 90 LX 01/02 Ek.152þ. 5.gíra. V.2,790,- TOYOTA YARIS 1,0 5 dyra 12/04 Ek.20 þ.km. V.1,270,- OPEL ZAFIRA 1,8 COMFORT '02 Ek.88 þ. V.1,190,- Lán.960,- RT 05/05 V.1,250,- SkoOid mviHlirnar á www.bilániarka'diirinn.is Þrítug reykvísk kona: Þarf að fara í lýtaaðgerð eftir magaminnkun ■ Alvarlegar afleiðingar magaminnkunar. ■ Telur upplýsingar lækna ónógar. ■ Er óvinnufær að hluta eftir aðgerð. Eftir Höskuld Kára Schram Sjúklingar fá ekki nægar upplýs- ingarfrálæknumogheilbrigðisstarfs- fólki um afleiðingar magaminnk- unaraðgerða að sögn Önnu Lauf- eyjarÁrnadóttur. Anna hefur átt við mikil veik- inda að stríða eftirmagaminnk- unaraðgerð sem hún fór í fyrir tveimur árum. Hennar gætu beðið lýtaað- gerðir upp á hundruðir þúsunda til að fjarlægja umframhúð. Hún segir bagalegt að ríkið skuli ekki greiða niður slíkar lýtaaðgerðir. Aðstoðar- landlæknir segir embættinu ekki hafa borist neinar kvartanir vegna þessara aðgerða. Hann segir vel af þeim látið hér heima og að þær hafi tekist mjög vel. Matthías Halldórsson Stöðug veikindi Anna Laufey Árnadóttir segir farir sínar ekki sléttar eftir að hún fór í magaminnkunaraðgerð vegna offituvandamáls sem hún átti við að stríða. Eftir aðgerðina léttist Anna um heil áttatíu kíló en við tóku önnur vandamál sem að hennar sögn áttu eftir að gera henni lífið leitt. Að sögn Önnu voru læknar búnir að vara hana við ákveðnum auka- verkunum í kjölfar aðgerðarinnar. Þær áttu hins vegar að hverfa smám saman. „Mér var sagt að ég yrði Anna Laufey Árnadóttir Langur biðlisti er eftir maga- minnkunaraðgerð- um hérá iandi. komin í vinnu eftir sex til tólf vikur. Það eru liðin tvö ár og ég er bara vinnufær að hluta til.“ Eftir aðgerðina segist Anna hafa glímt við stöðug veikindi og þá myndaðist mikil umframhúð í kjölfar þyngdartapsins. Til að fjarlægja hana þarf sérstaka lýta- aðgerð sem gæti kostað hátt í hálfa milljón. Slíkar aðgerðir eru ekki nið- urgreiddar af ríkinu. „Læknarnir sögðu mér að ég þyrfti kannski að fara í einhverja húðstrekkingu. Ég bjóst við smá aðgerð en þetta er allur líkaminn hjá mér.“ Anna segir bagalegt að hún hafi ekki verið vöruð við öllum þeim afleiðingum sem aðgerðinni getur fylgt. Ennfremur segir hún skrýtið að ríkið skuli ekki einnig greiða niður lýtaaðgerðir til að fjarlægja umframhúð þar sem greitt er fyrir magaminnkunaraðgerðina. „Þetta er bein afleiðing af aðgerðinni. Að mínu mati á ríkið að greiða þetta allt í gegn. Ég veit að í nágrannalöndum okkar þá borgar ríkið fyrir aðgerðir afþessu tagi.“ Engar kvartanir borist Matthías Halldórsson, aðstoðar- landlæknir, segir að embættinu hafi ekki borist neinar kvartanir vegna magaminnkunaraðgerða hér á landi. Hann segir vel af þeim látið sem og öllum undirbúningi og aðgerðir hafi tekist mjög vel. „Það er mjög vel að þessu staðið og sjúklingar fá mjög nákvæmar upplýsingar fyrir aðgerð. Þetta hefur spurst mjög vel út og hingað hafa komið Norðmenn til að fara í aðgerðir." Matthías stegir ennfremur að langur biðlisti sé eftir aðgerðum af þessu tagi ög fagmannlega sé að þeim staðið. „Þær eru að mörgu leyti til fyrirmyndar og aðeins gerðar á fólki sem uppfyllir ákveðnar kröfur. Þetta er ekki gert til þess að vinna almennt á móti offituvandamáli heldur til að hjálpa þeim sem eru hættulega veikir vegna offitu." Hjá Tryggingastofnun ríkisins fengust þær upplýsingar að sam- kvæmt reglugerð heilbrigðismála- ráðuneytisins sé ekki greitt fyrir aðgerðir til að fjarlægja umfram- húð þar sem þær flokkist undir fegrunaraðgerðir. hoskuldur@bladid.net A T V I N N A Vegna veikinda starfsmanns vantar mig tímabundið aðstoðarmann á málningarverkstæði fyrir tréiðnað. Útvega herbergi. Geimferðir fyrir almenning: Með stórmenni út í geiminn Sími 895-7496 Þar sem gæðagleraugu.... ....kosta minna Sólgleraugu rir konur og karla Líklega hlýlegasta gleraugnaverslun norðan Alpafjalla Reykavíkurvegi 22 220 Hafnarfirði 565-5970 www.sjonarholl.is Victoria Principal, betur þekkt sem Pamela i Dallas, Bryan Singer, leikstjóri nýjustu myndarinnar um ofurmanninn Clark Kent, og hinn heimsþekkti hönnuður Philippe Starck eru meðal þeirra stórmenna sem hafa nú þegar keypt sér far út í geiminn hjá Virgin Galactic-fyrir- tækinu. Um tvöhundruð miðar hafa selst. Virgin Galactic, sem er í eigu breska auðmannsins Richard Bran- son, mun bjóða almenningi upp á stutt geimferðalög og munu fyrstu geimferðalangarnir yfirgefa gufu- hvolf jarðar á næsta ári. Farið kostar um tvær milljónir íslenskra króna. Virgin Galactic mun ráða yfir fimm geimförum þegar rekstur þess verður kominn á fullt skrið. Flug- vélar munu fara með geimförin í 49 þúsund feta hæð og úr þeirri hæð halda þau svo til stjarnanna. Förin munu vera á sporbaug um jörðu í um stundarfjórðung og munu ferða- langar upplifa þyngdarleysi i um fimm mínútur. Virgina Galactic er eitt fjölmargra fyrirtækja sem eru að hasla sér völl í geimferðalögum. Frumkvöðlarnir voru aðstandendur fyrirtækisins Space Adventures, sem var stofnað árið 1998. Fyrirtækið hefur sent þrjá Hálfnað verk þá hafið er Richard Branson eigandi Virgin Galactic skoðar módel af geimfari sem erísmíðum fyrir fyrirtækiö óbreytta borgara til dvalar í alþjóð- legu geimstöðinni. Hver og einn þurfti að borga hátt í tvo milljarða fyrir ferðina.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.