blaðið - 21.07.2006, Blaðsíða 28

blaðið - 21.07.2006, Blaðsíða 28
28 I DAGSKRÁ FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 2006 blaðiö HVAÐSEGJA stjörNurnar? <pEhLi.Mii jm Þú hefur svo sannarlega mikla náðargáfu. Þaö er hins vegar ekki þar með sagt að þú getir allt og að allt fari vel. Þú þarft aö leggja þig fram um að gera þitt besta og þé mun allt ganga vel. Naut (20. apríl-20. mai) Ef þú heldur að þú getir haft öll spjót úti og samt haldið geðheilsu þá er það mesti misskilningur. Ein- beittu þér að því sem skiptir þig máli og láttu hitt sigla sinn sjó. ©Tvíburar (21. maí-21. júní) Þú hefur geysilega hröð viðbrögð og það fólk mun taka eftir þvi hversu snögg(ur) þú ert að hugsa. Þú færð jákvæða athygli út á það sem þú ert að gera og það er mikilvægt fyrir þig núna. ©Krabbi (22. júnf-22. júlí) Reyndu að endast allan daginn. Hugsaðu um það að þú mátt ekki sprengja þig á fyrstu metrunum þvi þá verður svo erfitt að klára hlaupið og þú verð- urfyrir vonbrigöum með sjálfan þig. ®Ljón (23. júlí- 22. ágúst) Vandamálin sem eru framundan eru kannski ekki eins stórvægileg og lítur út fyrir einmitt núna. Þeg- ar fram liða stundir muntu sjá að lifið er fullt af skemmtilegum uppákomum €!V M«yja J (23. ágúst-22. september) Reyndu að lita hlutlaust á þær deilur og þá erfið- leika sem gætu komið upp hjá þér idag. Geymdu til- finningamar í rassvasanum þegar þú þarft að taka mikilvægar ákvaröanir og hlustaðu á skynsemina. Vog (23* september-23. október) Afbrýðissemi er einn stærsti óvinur þinn. Hugsaðu um hvað skiptir þig í raun og veru máli og lærðu að treysta ástvinum þínum. Sporðdreki (24. október-21. nóvember) Þú hefur gert allt sem í þinu valdi stendur til þess að bjarga sambandi þínu við ástvin. Nú er kominn tími til að þú slakir á og vitir til hvort þú fáir eitt- hvaðtilbaka. Bogmaður (22. nóvember-21. desember) Þú ættir að láta lítið fyrir þér fara um tíma og bíða átekta eftir þfnu tækifæri. Þaö kemur innan tíðar og þú þarft bara að vera tilbúinn þegar það gefst. Steingeit (22. desember-19. janúar) Skelltu þér í leiðangur eða ferðalag. Kannaöu nýja og spennandi hluti því þú þarft að ölast nýja sýn á lífið til þess að þú verðir hamingjusamari. Vatnsberi (20. janúar-18. febrúar) Hlutirnir eru kannski ekki alveg eins og þú villt hafa þá núna en þeir eru svo sannarlega á réttri leið. Bíddu átekta og þá sérðu að þetta smellur alltsaman. OFiskar (19. febrúar-20. mars) Þú hefur mikil áhrifa á aðra I dag og þú þarft ekk- ert að vera á alvarlegu nótunum. Lítið bros eða fyndinn brandari getur verið nóg til þess að bjarga deginum hjá sumum. RAUNALEGIR RAUNVERULEIKAPÆTTIR Fjölmiðlar Kolbrún Bergþórsdóttir Ég sá þrjá raunveruleikaþætti í sjónvarpi síðastliðið miðvikudags- kvöld. Fyrst kom þáttur sem heitir Tískuþrautir og er á RÚV. Þar er furðulegt fólk að hanna tískuföt. Því semur alveg sæmilega miðað við samkomulagið í dæmigerðum raunveruleikaþáttum. Svo kom Am- erica’s Next Top Model og þar var allt komið í háaloft því ein stúlkan hafði stolið heilsukexi frá annarri stúlku. Þær görguðu stöðugt hvor á aðra og ég var komin með haus- verk heima í stofu. Stundum stela vinnufélagar mínir frá mér kókdós eða fara í skrifborðsskúffuna mína og borða allar súkkulaðirúsínurnar mínar. Ég fer ekki fram á starfs- mannafund vegna tíðra þjófnaða heldur tölti út í einu búðina sem ég hef fundið í Árbænum. Það er hálftíma gangur fram og til baka en ég safna allavega ekki aukakíló- um á meðan.Síðasti raunveruleika- þátturinn sem ég sá var þáttur sem ég man ekki nafn á en þar er einn Islendingur, einhver Magni, að syngja ásamt útlendingum. Ótta- legur gaulþáttur, heyrist mér. Alls ekkert skárri en hinir tveir. Ég fékk hálfgert samviskubit yfir að hafa eytt kvöldi í áhorf á svo raunalega þætti. En þá mundi ég eftir sólar- landaferðinni sem ég hef farið í um dagana. Afar tilbreytingarlaust frí. Ekkert hægt að gera nema vera á strönd í sól allan daginn og horfa á feita íslendinga. Aldrei aftur, hugs- aði ég eftir þá ferð. Mér leið alveg eins í lok þessa miðvikudagskvölds. P.S. Aukþess leggégtil að stjórn- endur Strætó leggi bílum sínum í mánuð og reyni að komast til og frá vinnu með því að taka strœtó. Það er sko enginn leikur! Icn1hriin(a)hlnrliri ru>t ^ SJÓNVARPIÐ 08.00 Opna breska meistaramótið í golfi Bein útsending frá mótinu sem fram fer á Royal Liverpool golf- vellinum dagana 20. til 23. júlí. 18.25 Táknmálsfréttir 18.35 Ungarofurhetjur (14:26) 19.00 Fréttir, íþróttir og veður 19-35 Kastljós 20.05 Elina - Eins og ég vaeri ekki til (Elina - Som om jag inte fanns) Sænsk fjölskyldumynd frá 2002. Sagan gerist ( Norður-Svíþjóð um miðja síðustu öld og segir frá telpu kemur aftur í skóla eftir að hún nær sér af berklum 21.20 Þúsund ekrurfA Thousand Acres) Bandarísk bíómynd frá 1997. Þetta er nútímaútgáfa af Lé konungi og gerist á bóndabæ í lowa. 23.05 Bilun (Breakdown) Bandarísk spennumynd frá 1997 um mann í leit að konunni sinni sem hverfur með dularfullum hætti eftir að bíll þeirra bilar á fáförnum slóðum. Kvik- myndaskoðun telur myndina ekki hæfa fólki yngra en 16 ára. e. 00.35 Útvarpsfréttir í dagskrárlok ■ SIRKUSTV 18.30 Fréttir NFS 19.00 fsland í dag 19.30 Bernie Mac (15:22) (e) (Easy Rider) 20.00 Jake in Progress (9:13) 20.30 Sirkus RVK(e) 21.00 Pípóla (2:8) (e) 21.30 Twins (8:18) (e) (Horse Sense). 22.00 Stacked (6:13) (e) (Good Wizzle Hunting, Part i Of 2) 22.30 Sushi TV (6:io) (e) 23.00 Invasion (16:22) (e) (Fittest) 23.45 Ghost Dog : The Way Of The Samurai (e) (Kvikmynd)Aðalhlut- verk: Forest Whitaker, Cliff Gorman og John Tormey. Leikstjóri: Jim Jarmusch.Stranglega bönnuð börn- um. sTöÐ2 06.58 fsland f bítið 09.00 Bold andthe Beautiful 09.20 ffínuformi 2005 09.35 Oprah {78.145) (Why Comedian Dave Chappelle Walked Away From $50 Million) 10.20 Alf (Geimveran Alf) 10.45 MyWifeand Kids 11.05 Þaðvarlagið(e) 12.00 Hádegisfréttir 12.25 Neighbours 13-05 My Sweet Fat Valentina 14.40 Arrested Development (15.22) (e) (Tómir asnar) 15-05 George Lopez (20.24) (George Ne- eds Anchor Management) 15.30 Tónlist 16.00 The Fugitives (Áflótta) 16.25 Skrímslaspilið 16.45 Scooby Doo 17.05 VélaVilli 17.15 Bold and the Beautiful 17.40 Neighbours (Nágrannar) 18.05 Simpsons 18.30 Fréttir, íþróttir og veður 19.00 ísland í dag 19.40 Mr. Bean (Herra Bean) 20.05 The Simpsons (4.22) 20.30 Two and a Half Men (16.24) (Tveir og hálfur maður) 20.55 Beauty and the Geek (8.9) (Fríða og nördinn) 21.40 Auto Focus (Stjórnlaus) 23.25 Taking Sides (Á bandi hvers?) 01.10 Sin (Gamlarsyndir) 02.55 Shaolin Soccer (Bardagabolti) 04.20 Beauty and the Geek (8.9) (Fríða og nördinn) 05.05 The Simpsons (4.22) (Simpsons- fjölskyldan) 05.25 Fréttirog fsland ídag 06.35 Tónlistarmyndbönd frá Popp TíVí ® SKJÁR EINN 07.00 6 til sjö (e) 08.00 Dr.Phil(e) 16.00 VölliSnær(e) 16.30 Point Pleasant (e) 17.15 Dr.Phil 18.00 6 til sjö (e) 19.00 Beverly Hills 90210 19.45 Melrose Place 20.30 One Tree Hill Húmor, drama, og bullandl rómantík - allt í einum pakka! 1 þáttaröðinni One Tree Hill segirfrá hálfbræðrunum Nathan og Lucas en samband þeirra er langt frá því að vera gott 21.30 The Bachelorette III - tvöfaldur úrslitaþáttur 23.00 Law & Order. Criminal Intent 23.50 C.S.I. Miami (e) 00.40 C.S.I. NewYork(e) 01.30 Love Monkey (e) 02.15 Beverly Hills 90210 (e) 03.00 Melrose Place (e) 03.45 Jay Leno (e) 04.30 Óstöðvandi tónlist ^^SÝN 18.00 fþróttaspjallið Þorsteinn Gunnars- son fjallar um öll heitustu málefnin f íþróttahreyfingunni á hverjum degi. 18.12 Sportið 18.30 HM 2006 (Spánn - Túnís) Upptaka frá leik Spánar og Túnis í H-riðli á HMÍÞýskalandi. 20.10 Gillette Sportpakkinn 20.35 Súpercross (World Supercross GP 2005-06) 21.30 World Poker (Heimsbikarinn i póker) 23.00 Pro Bull Riders 00.00 4 4 2 Sýn endursýnir nú hina marg- rómuðu 4 4 2 þar sem leikir hvers dags á nýafstaðinni HM keppni í Þýskalandi voru gerðir upp á lifandi og skemmtilegan hátt. 01.00 NBA — úrslit (Dallas - Miami) /9 1 >// NFS 07.00 fsland í bítið 09.00 Fréttavaktin 11.40 Brotúrdagskrá 12.00 Hádegisfréttir 13.00 Sportið 14.00 Fréttavaktin 17.00 sfréttir 18.00 (þróttirog veður 18.30 Kvöldfréttir 19.00 ísland í dag 19.40 Peningarnirokkar 20.00 Fréttayfiriit 20.20 Brot úrfréttavakt 20.30 Örlagadagurinn (6.12) 21.00 Fréttir 21.10 48 Hours 22.00 Fréttir 22.30 Peningarnir okkar 23.10 Kvöldfréttir 00.10 Fréttavaktin 03.10 Fréttavaktin 06.10 Peningarnir okkar Ý4SÉHSTÖÐ 2 -Bíó 06.00 The Junction Boys (Ruðningur dauðans) 08.00 Hildegarde 10.00 Two Weeks Notice (Upp- sagnarfresturinn) 12.00 Dís 14.00 Hildegarde 16.00 Two Weeks Notice (Upp- sagnarfresturinn) 18.00 Dfs 20.00 The Junction Boys (Ruðningur dauðans) 22.00 Romeo is Bleeding (Rómeó 1 sárum) 00.00 Kill Bill (Drepa Bill) 02.00 Taking Lives (Lífssviptingar) 04.00 Romeo is Bleeding RÁS1 92,4 / 93,5 • RÁS 2 90,1 / 99,9 • Kiss FM 89.5 • Xfm 91,9 • Bylgjan 98,9 • FM 95,7 • X-ið 97,7 • Útvarp saga 103,3 • Talstöðin 90,9 Lögin hans Jóns míns koma út í dag: Gunni og Felix gefa út plötu Gleðigjafarnir Gunnar Helgason og Felix Bergsson senda frá sér plötuna Lögin hans Jóns míns sem kemur út í dag hjá Senu. Platan inniheldur bestu og vinsælustu lögin sem hinn kunni tónlistarmaður Jón Ólafsson hefur samið fyrir þá félaga í gegn- um tíðina, enda er platan nefnd hon- um til heiðurs. Gunni og Felix hafa unnið nær sleitulaust saman frá árinu 1993 og hafa börn þessa lands aldeilis fengið að njóta þess farsæla samstarfs. Þeir slógu í gegn sem umsjónarmenn Stundarinnar okkar í Sjónvarpinu ári síðar og hafa í kjölfarið sent frá sér myndabandsspólur, geislaplötur og hljóðsnældur. Ekki má gleyma að minnast á þær óteljandi skemmtanir út um allt land þar sem Gunni og Fel- ix hafa kætt krakkana, stóra og smáa. Þeir hafa einnig komið fram á 21 geislaplötu í hlutverkum hundanna Trausts og Tryggs sem ættu að vera orðnir þekktustu hvuttar landsins. Upptökustjórn og útsetningar eru í höndum Jóns Ólafssonar. Söngur er fluttur af Gunna og Felix en rödd og söngur Ólafíu Hrannar Jónsdóttur kemur einnig við sögu ásamt barna- kór. Jóhann Hjörleifsson spilar á trommur en Stefán Már Magnússon spilar á bassa og gítar ásamt Jóni El- vari Hafsteinssyni. kristin@bladid. net tYm 20$*

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.