blaðið - 21.07.2006, Blaðsíða 18

blaðið - 21.07.2006, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 2006 blaðiö Mundi og Schyler í stúdíóinu í húsi O Johnson & Kaaber. BlaÖiÖ/SteinarHugi Gerðu það strax! Mundi er ungur hönn- uður og listamaður en hann hefur haft nóg að gera að und- anförnu. Hann er að hanna eigin fatalínu sem heitir Mundi, hann skreytir gólf og veggi á börum, hann skreytir strætisvagna og tekur þátt í gjörningum þekktra listamanna. Mundi hefur lokið einu ári í Listaháskóla íslands, í grafískri hönnun, og hyggst halda áfram í haust. Það er stundum talað um að ýmis- legt falli í hendurnar á fólki en það er kannski bara hálfur sannleikur- inn. Tækifærin virðast nefnilega falla frekar í skaut þeirra sem bera sig eftir þeim og hafa hugmynda- auðgi til að skapa sér farveg. Það sem skiptir þá jafnvel meira máli en hugmyndaauðgin sjálf er sjálfs- traust til að fylgja þeim eftir. Yfir þessu tvennu virðist Mundi búa og kemur það fram í tali hans og fasi. Sci-fi geimfarapeysur Eitt af því sem Mundi hefur verið að gera að undanförnu er að hanna föt og það fyrsta sem hann hannaði var lopapeysa. „Ég hef verið að gera þessar peysur en þær eru hluti af merki sem ég er að stofna og eru til sölu í Kronkron. Þetta eru svona sci- fi geimfarapeysur sem voru unnar upp úr framtíðarhugsunum, að færa fatahönnun inn í framtíðina. Þetta byrjaði allt á því að ég tók þátt í sam- keppni um coverið á simaskránni og mér datt í hug að láta prjóna mynd fyrir það. Þegar ég var að láta prjóna coverið þá hannaði ég þrjú mynstur, eitt fyrir símaskrána, annað með ís- landskorti og það þriðja með svona geimfara. Geimfararnir komu rosal- ega vel út og ég lét búa til eina peysu úr því mynstri. Eftir það hef ég verið að gera fleiri og fleiri flíkur og er með nokkrar nýjar flíkur í vinnslu í Ástralíu. Þær eiga að koma í septem- ber og planið er þá að sýna afrakstur- inn. Það eru tvær gerðir af peysum í gangi, prjónaðar úr íslenskri ull. Þær eru einstakar því ég gerði einungis tíu, fimm litir og alltaf tvær stærðir af hverjum lit. Þannig að þegar allt kemur til alls þá eru þær einstakar," segir Mundi. Astæðan fyrir því að frumgerð- irnar eru í Ástralíu er sú að þar býr vinur Munda sem sníður klæðnað- inn. „Hann er klæðskeri og fatahönn- uður og hefur saumað fyrir mig. Ég hanna fatnaðinn og hann saumar," segir Mundi. Sviðslistahátíð í bígerð Að undanförnu hefur Mundi starfað mikið með listamönnum sem ganga undir nöfnunum Morri og Schyler en þeir eiga heiðurinn af þvi að mála verk á Barnum. „Við máluðum konu með epli í stiganum á Barnum en konan á að vera Eva að framkvæma fyrsta syndafallið. Núna erum við Morri og Schyler að vinna að auglýsingaherferð fyrir sviðslistahátíð, artfart, sem verður í gangi í tvær vikur, á milli verslunar- mannahelgar og menningarnætur. Það eru 20 hópar sem taka þátt í þessu verkefni og það verður nóg um að vera. Það verður skemmtilegt að sjá hátíðina en ætlunin er að vinna mikið upp úr hráu götuleikhúsi og dansverkum. Ætlunin er að reyna að breyta ímynd fólks á leikhúsi því það er alltof mikil hefð fyrir gömlu og þreyttu leikhúsi. Það er erfitt að lýsa þessum breytingum en það má

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.