blaðið - 21.07.2006, Blaðsíða 10

blaðið - 21.07.2006, Blaðsíða 10
Fjarðarbyggð: Helga ráðin bæjarstjóri Gengið var frá ráðningu Helgu Jónsdóttur í embætti bæjarstjóra Fjarðarbyggðar til næstu fjögurra ára í gær eins og greint var frá í Blaðinu á mið- vikudag. Helga var borgarritari í Reykjavík frá árinu 1995 og sviðsstjóriStjórn- sýslu- og starfs- mannasviðs Reykjavíkur- borgar frá árinu 2005 til dagsins í dag. Hún starf- aði áður sem skrifstofustjóri í forsæt- isráðuneytinu, aðstoðarmaður utan- ríkisráðherra og forsætisráðherra og þar áður sem fulltrúi í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu og fulltrúi yfirborgarfógeta í skiptarétti Reykja- víkur. Eiginmaður Helgu er Helgi H. Jónsson, fréttamaður, og eiga þau þrjú börn. 20 manns sóttu um stöðu bæjarstjóra í Fjarðarbyggð. Reykjanesbær: Þriggja bíla árekstur Mjög harður árekstur þriggja bíla varð í gærmorgun á gatna- mótum Reykjanesbrautar og Að- algötu í Reykjanesbæ. I bílunum þremur voru sex manns og voru þau flutt á sjúkrahús, þar af tveir til Reykjavíkur með beinbrot. Allir bílarnir, fólksbíll, jeppi og sex manna fólksflutningabíll, voru illa farnir og hafnaði einn þeirraáhvolfiutanvega. Svovirð- ist sem bíll hafi numið staðar á Reykjanesbrautinni til að beygja niður Aðalgötu og fékk annan bíl aftan á sig. Við það hafnaði sá fyrrnefndi á þriðja bílnum sem kom úr gagnstæðri átt. Nýr bæjarstjóri Helga var ráðin úr hópi 20 umsækienda Háskólinn í Reykjavík: Um 1.800 umsóknir Alls sóttu um 1.800 einstaklingar um skólavist í Háskólanum í Reykja- vík (HR) fyrir næsta skólaár. Þetta eru mun fleiri en áætlanir gerðu ráð fyrir en um eitt þúsund nemendur verða teknir inn í skólann í haust. Flestir sóttu um nám í viðskipta- deild skólans eða um 567. Þá sóttu tæplega 200 manns um grunnnám í lagadeild. Af þeim sem sóttu um voru 941 karlmaður og 854 konur. 10 I FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 2006 blaðíA Vilja nýta sökkvandi land undir torfæruhjól Mótorkrossarar ■ Landinu verður sökkt ■ Lögregla neitar ekki ■ Prestsetrasjóður mun skoða máiið Eftir Val Grettisson „Þetta er kjörið svæði fyrir okkur,‘ segir Guðmundur Einar Halldórsson sem á hugmynd um að áhugamenn um torfæruhjól nýti það land við Kárahnjúka sem á að sökkva. Byrjað verður að sökkva landinu í haust og að sögn Guðmundar er svæðið kjörið fyrir mótorkrossara þangað til. „Það er engin ástæða til annars en að spólaþettaupp,“ segir Guðmundur Einar. Hann segir fáa staði þar sem torfæruhjólin mega vera á og þeim fylgi óhjákvæmilega utanvegaakstur. Hann segir að fsland hljóti að vera það stórt að það geti rúmað alla sem og áhugamál manna. „Það þarf að sjálfsögðu að kynna fyrir mönnum hvar árfarvegurinn er svo menn séu ekki að spóla fyrir utan lónstæðið," segir Guðmundur sem vill forðast að styggja umhverfis- verndarsinna. Hann segist ekki geta Flóttinn frá Beirút heldur áfram ■ Líkur á allsherjar innrás ísraelskra landgönguliða aukast Miðausturlönd: ingsfarsem ferjaði það um borö í herskipið U.S.S. Nashville ígær. Bandarískir langönguliðar komu til Líbanons í gær, í fyrsta sinn frá 1984, til þess að aðstoða bandaríska þegna að flýja hið stríðshrjáða land. Um 1.200 Bandaríkjamenn voru ferjaðir frá ströndinni í Beirút yfir í herskipið Nashville sem flutti þá svo til Kýpur. Önnur ríki stóðu einnig fyrir umsvifamiklum flutningum á þegnum sínum frá landinu. Um 13 þúsund manns hafa verið fluttir frá landinu síðustu daga. Barist var níunda daginn í röð í Líbanon. Stórfelld loftárás var gerð á neðanjarðarbyrgi þar sem talið var að leiðtogar Hizbollah hefðu leitað skjóls í suðurhluta Beirút. fsraelskir landgönguliðar héldu áfram annan daginn í röð hernaðaraðgerðum innan libönsku landamæranna. Líkur á allsherjarinnrás eru taldar aukast með degi hverjum, en linnu- lausar eldflaugaárásir Hizbollah í suðurhluta Líbanon á skotmörk í ísrael þykja benda til þess að árásir stórskotaliðs og flughersins dugi ekki til að grafa undan stöðu sam- takanna í landinu. Talsmaður ísra- elska hersins neitaði í gær að útiloka að gripið yrði til allsherjarinnrásar i suðurhluta Líbanon á næstu dögum og ráðlagði óbreyttum borgurum að yfirgefa svæðið hið snarasta. Á fjórða hundrað manns hafa fallið í Líbanon frá því að átök hóf- ust í síðustu viku. f fsrael hafa um þrjátíu fallið. Æ fleiri ríki krefjast þess að stríðandi fylkingar faílist á vopnahlé, en um leið að líbanski herinn sendi hersveitir sínar til suð- urhluta landsins til þess að hefta hernað Hizbollah. Haft var eftir Fuad Saniora, forsætisráðherra Líb- anon, í ítölsku dagblaði í gær að rík- isstjórn landsins væri of veik til þess að ráða niðurlögum Hizbollah. Sam- tökin rækju sjálfstætt ríki innan rík- isins og Líbanir þyrftu hjálp alþjóða- samfélagsins við að koma böndum á þau. Síðar um daginn lýsti Saniora því yfir að dagblaðið hafi mistúlkað orð hans. Bandaríkjastjórn hefur ekki enn tekið undir vopnahléskröfuna og er talið hún vilji veita ísraelsmönnum töluvert svigrúm til þess að grafa undan Hizbollah áður en hún blandi sér með beinum hætti í deil- una. Þessi afstaða hefur skapað gjá í samskiptum Evrópusambandsins og Bandaríkjanna. Leiðtogar þess fyrrnefnda óttast að aukið mann- fall meðal óbreyttra borgara muni á endanum styrkja stöðu Hizbollah og veikja hina réttkjörnu ríkisstjórn Líbanons.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.