blaðið - 21.07.2006, Blaðsíða 27

blaðið - 21.07.2006, Blaðsíða 27
blaðiö FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 2006 kolbrun@bladid.net Eg get lofað að vera einlægur en ekki hlutlaus. Goethe Afmælisborn dagsms ROBIN WILLIAMS, LEIKARI, 1952. ERNEST HEMINGWAY, RITHÖFUNDUR, 1899. Jón Hallur Stefánsson. Jón Hallur selur óskrifaða bók til Þýskalands Þýski útgáfurisinn Ullstein Buc- hverlage hefur fallið kylliflatur fyrir Jóni Halli Stefánssyni, sem kallaður hefur verið krónprins íslenska krimmans. Ullstein Buchverlag hefur keypt útgáfu- réttinn að sakamálasögunni Krosstré og ónefndri bók sem Jón Hallur hefur í smíðum. Krosstré var ein söluhæsta bók síðasta árs, enda voru viðtökur lesenda og gagnrýnenda á einn veg, og hún kom snemmsum- ars út í kilju. Þýðingarréttur á Krosstré hefur nú verið seldur til virðulegra forlaga í Dan- mörku, Noregi og Hollandi, auk Þýskalands, og í ársbyrjun var kvikmyndarétturinn seldur til kvikmyndafyrirtækisins Pe- gasus. Dvergarnir í Oz Galdrakarhnn frá Oz er klass- ísk Hollywood kvikmynd. Þar brá fyrir dvergum sem virtust ansi sakleysislegir. Leikstjóri kvikmyndar- innar, Mervyn Le Roy, og aðalleikonan, Judy Garland, hneyksluðust þó oft á fram- komu dverg- anna utan sviðs og sögðu þá stunda kynlífssvall og drykkju. Nú hefur verið samið leikrit um dvergana, Babylon Heights. Höfundarnir eru tveir, Irvine Welsh (höfundur Train- spotting) og Dean Cavanagh, og sögusviðið er Hollywood á fjórða áratugnum. Leikararnir eru ekki dvergar en umgjörð og húsgöng eru stækkuð til að gefa áhorfendum þá hugmynd að þarna séu dvergar á ferð. Sýningin hefur vakið athygli en nýlega gagnrýndu hagsmuna- samtök dverga sýninguna og óttast að hún muni ýta undir fordóma gegn dvergum. Irvine Welsh segir gagnrýnina vera byggða á misskilningi, þar sé alls ekki verið að hæðast að -dvergum. Kvennamaðurinn Einstein fri hluti líkamans gerir áætlanir og hugsar með- an sá neðri ákvarðar örlög okkar,“ sagði vís- Wammm indamaðurinn Albert Einstein. Bréfasafn snillingsins hef- ur nýlega verið gert opinbert og sýn- ir að þar var mikill kvennamaður á ferð. Maður sem sá ekkert athuga- vert við að ræða ástarævintýri sín í bréfum til seinni eiginkonu sinn- ar, Elsu og til Margot stjúpdóttur sinnar. í bréfunum kvartaði hann stundum undan því að vera eltur af ástsjúkum konum. Barnið sem hvarf Einstein varð fyrst ástfanginn þegar hann var 16 ára gamall. Marie Winteler var tveimur árum eldri en hann og hann skrifaði henni ástríðufull bréf. Ástin entist þó ekki því önnur kona greip huga hans. Sú var Mileva Maric sem var fjórum árum eldri en hann. Hún fæddi hon- um dóttur en enginn veit með vissu hvað varð um barnið. Ein kenning er að það hafi verið ættleitt en aðrir telja að það hafi dáið. Mileva og Ein- stéin gengu loks í hjónband og eign- uðust tvo syni, annar var seinna skil- greindur með skítsófreníu. Ástfanginn af mæðgum Eftir níu ára hjónaband hóf Ein- stein ástarsamband við Elsu Lö- wenthal. I bréfi til Elsu lýsti hann eiginkonu sinni sem óvingjarnlegri og húmorslausri og sagði: „Ég kem fram við konu mina eins og starfs- mann sem ég get ekki rekið.“ Þau Mileva skildu loks en þá var Ein- stein orðinn yfir sig hrifinn af dótt- ur Elsu, Ilse sem þá var tvítug. Ein- stein sagði þeim mæðgum að hann væri tilbúinn að kvænast annarri hvorri þeirra, þær mættu velja hvor það yrði. Ilse var ástfangin af vini Einsteins, Nikolai og skrifaði hon- um: „Albert (Einstein) neitarsjálfur að taka ákvörðun, hann er tilbúinn að giftast annað hvort mömmu eða mér. Ég veit að Albert elskar mig mjög heitt, kannski meira en nokk- ur annar maður mun nokkru sinni gera, hann sagði mér það sjálfur í « gær. Umkringdur konum Einstein kvæntist Elsu en varð fljótlega ástfanginn af annarri konu, Betty Neumann, sem var frænka besta vinar hans. Hann gerði hana að ritara sínum og ástarævintýri þeirra stóð í ár en laukþá því að Ein- stein fann til sektarkenndar vegna þess að hafa sett unga stúlku í erfiða aðstöðu. Hann sagði skilið við Betty með orðunum: „Ég verð að leita í stjörnunum að því sem mér var neit- að um hér á jörð.“ En það voru aðrar konur í lífi hans. Frá miðjum þriðja áratug 20. aldar fram til ársins 1933 sýna bréf hans að hann var um- kringdur konum. Wolff er ekki í vafa um að hann hafi átt í ást- arsambandi við margar þeirra en í bréfum talið konu sinni trú um að konur eltu hann á röndum og að hann þyrfti að hafa sig allan við að halda þeim frá sér. Elsa lést árið 1936 og fullyrt er að Einstein hafi átt í fjölmörgum ást- arsamböndum eftir það þótt hann hafi ekki gengið í hjónaband á ný. Vísindamaðurinn og kynbomban í bráðskemmtilegri ævisögu sinni segir leikkonan Shelley Winters frá því þegar hún leigði íbúð með Marilyn Monroe á þeim tíma sem þær voru báðar smástirni. Kvöld eitt settust þær niður og bjuggu til sitt hvorn listann yfir karlmenn sem þær vildu sofa hjá. Á lista Wint- ers voru aðallega leikarar sem þóttu vera kyntákn en á lista Marilyn voru ýmis gáfumenni, þar á meðal Einstein. „Marilyn, það er ómögulegt að þú getir sofið hjá Albert Ein- stein. Hann er frægasti vísinda- maður aldarinnar og auk þess er hann gamall maður," sagði Winters. „Það kemur málinu ekkert við og svo hef ég heyrt að hann sé mjög heilsuhraustur,“ svaraði Marilyn. Winters segist ekki vita hversu náin kynni hafi tekist með Ein- stein og Monroe en víst er að þau kynntust. Eftir dauða Marilyn fannst meðal muna hennar stór inn- römmuð mynd af Einstein, árituð af snillingnum. Hann hafði skrifað: „Til Mari- lyn, með virðingu, ást og þakklæti. Alþert Einstein." Ljóðskáld Á þessum degi árið 1899 fæddist Ijóðskáldið Hart Crane. Crane, sem var sonur sælgætisframleiðanda, átti óhamingjusama æsku vegna stöðugra deilna foreldra sinna og skilnaðar þeirra. Hann byrjaði að yrkja ljóð á unglingsárum og birti ljóð í tímaritum. Tuttugu og fjög- urra ára gamall ákvað hann að helga sig ljóðagerð og naut til þess fjárhagslegs stuðnings foreldra sinna og bankastjóra sem hafði trú á þessum unga manni. menningarmolinn fæðist Fyrsta bók hans, White Buildings, kom út árið 1926. Frægasta verk hans, ljóðabálkurinn The Bridge, kom út árið 1930. Árið eftir flutti hann til Mexíkó. Þar orti hann ein- ungis eitt ljóð sem þykir markvert, The Broken Tower. Hann drakk svo mikið á þessum tíma að geðheilsa hans var í stórhættu. Þegar hann var á leið frá Mexíkó til Bandaríkj- anna með skipi stökk hann fyrir borð og drukknaði. Hann var 33 ára gamall. handfrjáls Hafðu HENDURNAR Lþarsem IÖ99an vi" SJá Þær C búnaður í bílinn Car kit CK-7W * Bluetooth búnaður í bflinn * Svarhnappur, hátalari og hljóðnemi * Lækkar sjálfkrafa í hljómtækjum * Sjálfvirk tenging við sfma Pú færð handfrjálsan búnað í bílinn (Hátækni og hjá söluaðilum NOKIA. IMOKIA

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.