blaðið - 12.08.2006, Page 7
blaðið LAUGADAGUR 12. ÁGÖST 2006
FRÉTTIR I 7
Hraðakstur:
Sex brot á
einu ári
Tæplega þrítugur karl-
maður hefur gerst sekur um
hraðakstursbrot sex sinnum
á þessu ári og þar af fjórum
sinnum á aðeins hálfum mán-
uði. Maðurinn var stöðvaður
í sjötta skiptið síðastliðinn
fimmtudag, en hann hefur
samkvæmt lögreglunni í
Reykjavíkþurft að greiða alls
170 þúsund krónur í sektar-
greiðslur fyrir brotin sex.
Ökumaðurinn hraðskreiði
hefur nú fengið á sig ellefu
punkta vegna hraðaksturs-
brota sinna og fái hann
einn punkt í viðbót verður
hann sviptur ökuleyfi í þrjá
mánuði.
Framsókn:
Birkir Jón
í slaginn
Birkir Jón Jónsson, alþing-
ismaður, ætlar að bjóða sig
fram til embættis ritara
Framsóknarflokksins.
Birkir etur kappi við Hauk
Loga Karlsson um embættið.
Haukur tilkynnti framboð sitt
að loknu sumarþingi flokksins.
Flokksþingið hefst eftir
viku. Siv Friðleifsdóttir, Jón
Sigurðsson, Lúðvík Gizurarson
og Haukur Haraldsson gefa
kost á sér í formannsembættið.
Jónína Bjartmarz og Guðni Ág-
ústsson til varaformanns.
Lögreglan:
Fjórtán ára
undir stýri
mbl.is Fjórir piltar, sautján og
átján ára, voru teknir fyrir
hraðakstur, þar sem leyfilegur
hámarkshraði er 50 kílómetrar
á klukkustund.
Lögreglan í Reykjavík hafði
einnig afskipti af 14 ára strák,
sem sat undir stýri bifreiðar.
Með honum voru þrír farþegar
og var öllum gert að yfirgefa
bílinn.
Sérfræðingar Efnahags- og framfarastofnuninnar:
Ríkisstjórn dragi úr útgjöldunum
Sérfræðingar Efnahags- og fram-
farastofnunarinnar (OECD) segja að
umsvif íslenska ríkisins hafi þanist
út á þeim tíma þegar draga átti seglin
saman. Skýrsla stofnunarinnar um ís-
lensk efnahagsmál var kynnt á fundi
í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík í
gær og kom þar fram að bæði ríkis-
stjórnin og Seðlabanki Islands verði
að veita strangt aðhald í efnahags-
málum. Nauðsynlegt er að koma á
jafnvægi í efnahagsmálum og mæta
þensluáhrifum skattalækkana með
frekara aðhaldi, meðal annars með
því að fresta stóriðjuframkvæmdum.
Val Koromzay, yfirmaður land-
rannsókna á efnahagsdeild OECD,
segir hins vegar að í alþjóðlegum
samanburði sé efnahagur Islendinga
nokkuð góður. I skýrslunni segir að
mælt sé með að metið verði í grund-
vallaratriðum hver ávinningurinn
af stórframkvæmdum sé, þar með
talið umhverfisþátta og notkun
framleiðsluþátta. I skýrslunni segir
að skoða verði stöðu íbúðalána-
sjóðs, og að sjóðurinn búi við for-
skot umfram aðra lánveitendur á
húsnæðismarkaði.
Talsvert er fjallað um menntamál
í skýrslunni og bent á að árangur
íslendinga í menntamálum sé ekki
í samræmi við efni þjóðarinnar, né
það fé sem lagt sé til menntamála. Ár-
angur Islendinga er í meðallagi þrátt
fyrir að hlutfall þjóðarframleiðslu
sem rennur til menntamála sé það
hæsta meðal OECD-ríkja.
f Þjóðmenningarhúsinu
Sérfræðingar OECD segja umsvif
íslenska ríkisins hafa þanist út.
mJÉÉÉÍ
SUND ER
SLÖKUN
AFGREIÐSLUTÍMI LAUGA
Virka daga frá kl. 6:30 - 22:30
Helgar kl. 8:00 - 22:00
afgreiðslutími er mismunandi eftir
sundstöðum, sjá nánar á www.itr.is
Stakt gjald fullorðnir 280 kr.
10 miða kort fullorðnir 2.000 kr.
Stakt gjald börn 120 kr.
10 miða kort barna 800 kr.
Sund er æóislegt
www.itr.is 1 sími 411 5000
tmm
Laugarnar í Reykjavík (