blaðið - 12.08.2006, Qupperneq 10
10 I ÁLIT
LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2006 blaftiö
Jónas Kristjánsson á jonas.is
Stríð og
stóriðja
Islenzk stjórnvöld eru andvíg gegnsæi. Þau vilja
ekki, að kjósendur fái að vita, hvað er borgað fyrir
rafmagn til stóriðju. Þau vilja ekki, að kjósendur
fái að vita, hvað stendur í samningum við Bandaríkin
um svokallaðar varnir landsins. f báðum tilvikum
telja stjórnvöld heppilegt, að fólk fái ekki upplýsingar,
sem gera því kleift að taka afstöðu í stjórnmálum.
Gegnsæi er nefnilega hornsteinn lýðræðis, jafngildur
sjálfum kosningunum. Þess vegna er ríkisstjórnin
andvíg gegnsæi í stóriðju og stríðsmálum.
Brw m ■
L
Treystu aldrei
löggu
Talsmaður löggunnar á Austurlandi sagði rangt, að
löggan þar veittist að fólki með ofbeldi. Um leið og
hann sagði þetta í sjónvarpinu, sýndi sjónvarpið
myndskeið af honum sjálfum, þar sem hann veittist
harkalega að ljósmyndara. Það kom í ljós, að talsmaður-
inn laug. Þannig starfar löggan. Hvergi er meiri tilfinn-
ing fyrir andstöðu „okkar“ og „þeirra“ en einmitt hjá
henni. Hún er sú stétt, sem mesta hópsál hefur. Þvi vita
menn, að engir ljúga eins mikið og löggur. Dæmin sýna
það um allan heim. Treystu aldrei löggu.
BJÓÐUM STÓRKOSTLEGT ÚRVAL HEIMILISTÆKJA, VEGGSJÓNVARPA,
HLJÓMTÆKJA O.M.FL. MEÐ 15-40% AFSLÆTTI MEÐAN BIRGÐIR ENDAST!
SAMSUNG
DVD-1 25
DVD upptökutæki
og spilari
Verð áður: 264.900 kr.
TILBOÐSVERÐ: 219.900 kr.
Þú sparar: 45.000 kr
Pottar
og pönnur
25-40%
afsláttur
Strjáujárn
20%
afsláttur
Frábært úrval af DVD
hljómleikadiskum
20% afsláttur
tölvuleikir frá 590 kr. stk.
UPPÞVOTTAVEL
MEÐ ÍSLENSKU STJÓRNBORÐ!
STÁL: 89.000 kr.
HVÍT: 79.000 kr.
1700W Turbo ryksuga
Verð áður: 10.990 kr.
TILBOÐSVERÐ: 7.990 kr.
Pú sparar: 3.000.- kr
ré' S
E-
SHARR
26” LCD Sjónvarp
Verð áður: 149.900 kr.
TILBOÐSVERÐ: 1 29.900 kr.
Þú sparar: 20.000 kr.
Éibrabantia
iolid tomp«ny
Strauborð,
ruslafötur
og margt fleira.
Hönnun
á helms-
mælikvarða.
"200/0
vafslátturj
ÞU GERIR EKKI
BETRI NÉ VANDAÐRI
KAUP
AEG þvottavél
1600 snúninga, 6 kg.,
Islenskt stjórnborð.
AEG þurrkari
mjög hljóðlátur,
fjöldi prógramma, v
(slenskt stjórnborð. ’
Lavatherm 57820
TILBOÐ: KR. 175.000 PARIÐ (Fullt verð: KR. 213.900)
KOMDU OG GERÐU GOÐ KAUP!
ORMSSON
r
1- LAGMÚLA 8 • Sími 530 2800 2- SIÐUMÚLA 9 • Sími 530 2800 3. SMARALINO • Slmi 530 2900 4. AKUREYRI • Símí 461 5000 5. KEFLAVÍK • Sími 421 1535
Veltingur Sigurjóns M. Egilssonar
Fjandans peningar
Það er mikið talað um peninga og
helst vegna þess að sum okkar eiga
svo mikið af peningum að við hin
hreinlega skiljum ekkert í þessu. Til
er nýtt fyrirbrigði, tuttugumilljóna-
maðurinn. Einn í okkar hópi hefur
það víst svo fjandi fínt að hann
þénar á við eitt hundrað vinnufé-
laga sína. Eitt hundrað vinnufélaga.
Þetta er nú ansi mikið. Svo er til
fólk sem á svo mikið að peningum,
í nútímanum er það jafnvel kallað
að eiga skrilljónir, en það þýðir að
þau sem eiga skrilljónir eiga meira
en flestir aðrir og langtum meira en
hægt er að skilja.
Þau sem eiga þessar skrilljónir
virðast bara ekkert hirða um að
vera með launatekjur eins og við
hin. Lifa bara af skrilljónunum,
sem er greinilega fínn kostur. Þá
þurfa þau ekki að borga nærri eins
mikið í skatta og við sem fáum
útborgað reglulega fyrir okkar
vinnu. Skrilljónafólkið borgar bara
kvartskatta. Og það er víst barasta
þannig að við hin getum þakkað
fyrir framlag þessa ágæta fólks, ef
við erum með múður, getur þetta
fína fólk flutt sig til landa þar
sem hægt er að komast upp með
að borga enn þá minna. Það hafa
reyndar margir gert. Það er nánast
sama hvort þetta fólk er eða fer, það
tekur það takmarkaðan þátt í samfé-
laginu okkar.
Samt held ég að það sé ekkert
gott að vera tuttugumilljónamaður.
Vissulega vilja allir vera með fín
laun og það allt, en eru tuttugu-
milljónir ekki um of? Hver kann
með þær að fara, gengi kannski á
ári, en ekki í hverjum mánuði. Ekki
er hægt að kaupa endalaust nýja
flatskjái, heita potta, bíla eða sumar-
hallir. Einhvern tíma er komið nóg,
allir mettast, eða hvað? Kannski
er tuttugumilljónamaðurinn sú
manngerð sem kann að fjárfesta
og margfaldar þannig fínu launin
sín og mun þá eftir ekki svo langan
tíma fara í flokk þeirra sem greiða
bara fjórðung miðað við okkur hin.
Sennilega, nema hann nemi land
þar sem ekkert þarf að borga, bara
njóta. Kannski.
Annars eru peningar svolítið
merkilegir. Þeir geta brey tt fólki.
Þeir sem eiga enga peninga geta
ekki veitt sér eins og hinir og þeir
verða oft bitrir, hræddir og treysta
ekki náunganum. Fara inn í sig. Svo
eru þeir sem eiga skrilljónir. Þeir
verða líka oft hræddir og hætta
að treysta, verða jafnvel bitrir út í
samfélagið. Fara jafnvel undan með
aflið sitt og vilja halda sem mestu
hjá sér, hætta að tíma að borga frá
sér, með svipuðum hætti og hinir
sem geta það ekki.
Hamingjan er ekki til sölu. Það
er alveg sama hvað fólk á mikla
peninga. Það getur ekki keypt ham-
ingju. Ástæðan er meðal annars sú
að það er ekki hægt að selja ham-
ingju. Það er hægt að gefa hamingju
og það er hægt að þiggja hamingju.
En þar koma peningar bara ekki við
sögu, ekki í sannri hamingju.
Mannskepnan er svo fjölbreytt
að það sem á við eitt okkar getur
barasta aldrei átt við það næsta.
Meðan tuttugumilljónamaðurinn
hefur áhyggjur af því að gera sem
mest og best með alla peningana
sína eru aðrir sem vita ekki hvernig
þau brauðfæða sig næst. Samt tekst
báðum oftast það sem þau ætla sér,
einn að græða meira og hinn að
borða. Og svo aftur næsta dag og
næsta.
Heyrði einu sinni af lang-
drukknum manni slaga út af
Skippernum, sem var alræmd búlla
nærri Reykjavíkurhöfn, eftir að
hafa slagað kannski fimmtán metra
frá kránni rak hann hægri hönd á
kaf í buxnavasann. Eftir að hafa
haft höndina þar skamma stund,
dró hann hana upp og milli vísi-
fingurs og þumals var krumpaður
fimmhundruðkall. Hann bar hann
að augunum til að sannfærast. Virt-
ist bara ekki trúa því að hann ætti
heilan fimmhundruðkall. Þegar
hann sannfærðist, hætti hann við
heimferðina, eða hvert sem hann
förinin var heitið, og sneri til baka.
Átti fyrir einum enn. Auðvitað var
hann búinn að fá meira en nóg.
Fyrir hann var ekki hægt að sofna
með ónotaðan fimmhundruðkall í
vasanum. Ekki mögulegt. Hvernig
hefði farið fyrir þessum manni
þyrfti hann að drekka fyrir tíu millj-
ónir eða meira á mánuði. Hann
gæti það bara ekki. Þess vegna
hefði hann ekkert með það að gera
að vera tuttugumilljónamaður.
Bara alls ekkert. Það er nefnilega
vandasamt að vera tuttugumilljóna-
maður og það er sko alls ekki fyrir
alla.
Aftur að þeirri staðreynd að
hvorki gleði né hamingja fást fyrir
peninga. Eins eru mörg dæmi
iess að þau okkar sem verða rik af
leningum breytast, til verða nýjar
larfir, ekki bara í efnisleg gæði
heldur líka í þá sem fólk umgengst.
Skyndiríkir kveðja jafnvel það sem
þeir hafa átt, bara vegna auðlegðar.
Vissulega er ekki svo um alla. Mörg
dæmi eru til fólk sem á nóg og
veitir vel, bæði með peningum og
ekki síður gjörðum sínum.
Ég held að þessir fjandans pen-
ingar geti skemmt jafnmikið og
þeir geta grætt, þeir geti glatt og
valdið sorg og umfram allt geti þeir
seint tekið frá fólki tilfinningar,
góðar sem slæmar, og aldrei verði
hægt að kaupa hamingju, heiðar-
leika, velferð eða nokkuð það sem
hefst í andanum. Kraftur pening-
anna er mikill og þess vegna getur
verið strembið að ráða við hann.
Það er ekki öllum gefið.