blaðið - 12.08.2006, Side 15

blaðið - 12.08.2006, Side 15
blaðið LAUGADAGUR 12. ÁGÖST 2006 FRÉTTIR I 15 Simon Reeve, höfundur ágætrar bókar um Osama bin Laden og sam- verkamanna hans, segir A1 Qaeda hafi breyst úr því að „vera hryðjuverkasam- tök í það að vera hugarástand“. Það flækir vissulega baráttuna gegn þeim. En hugarástand kallar á ytri veruleika til þess mótast í og ástandið í Pakistan veitir öfgafullum Islamistum umtals- vert svigrúm til þess að skipuleggja hryðjuverk gegn Vesturlöndum. Úr öskunni í eldinn? Sérfræðingar telja að þeir sem stóðu að baki fyrirhugaðri hryðju- verkaárás hafi annaðhvort verið í beinum tengslum við leiðtoga A1 Qa- eda og fengið stuðning samtakanna til myrkraverkanna eða að þeir hafi, líkt og þeir sem stóðu að baki hryðju- verkaárásinni í London, sjálfir haft frumkvæði að því að setja sig í sam- band við hryðjuverkahópa í Pakistan og hlotið þjálfun frá þeim. Báðir skýr- ingarnar fela í sér slæmar fréttir fyrir hina hnattrænu baráttu gegn hryðju- verkum. Annaðhvort sýnir hin fyrir- hugaða árás að A1 Qaeda samtökin hafi ennþá getu til þess að skipuleggja stórfelldar hryðjuverkaárásir eða að hryðjuverkaógnin sem stafar af öfgafullum Islamistum hafi splundr- ast upp í öreindir; fjölmargir hópar víðsvegar um heim innblásnir af Os- ama bin Laden hafa getu til þess að skipuleggja stórfelld hryðjuverk. Hið fyrrnefnda bendir til þess að baráttan gegn A1 Qaeda hafi þrátt fyrir allt ekki tekist sem skyldi. Síðarnefnda skýringin felur í sér að sú barátta hafi skilað raunverulegum árangri en að ný og illviðráðanlegri ógn hafi stigið úr öskustó samtakanna. Reyndar felur hið síðarnefnda í sér hið raunverulega eðli A1 Qaeda. Oftar en ekki er talað um A1 Qaeda eins og um væri einhvers konar sam- tök en nær lagi væri að lýsa A1 Qaeda sem hugmyndafræði og lauslegu bandalagi fólks með sameiginleg markmið og úr þessu hefur orðið til stoðkerfi fyrir hryðjuverkamenn. Endurtekið efni? Athygli vekur hversu lík árásaráætl- unin er hinni svokallaðri Bojinka- árás sem komið var í veg fyrir árið 1995. Sú árás var skipulögð í Filipps- eyjum af Ramzi Yousef, sem stóð að baki hryðjuverkaárásinni á World Trade Center í New York árið 1993, og Khalid Shaikh Mohammed sem eru nánir samverkamenn Osama bin Laden. Þeir ætluðu meðal annars að sprengja upp ellefu bandarískar farþegaþotur yfir Kyrrahafinu með fljótandi sprengjuefni sem átti að koma fyrir í linsuvökvaflöskum. Upp komst um árásina fyrir tilviljun. Yf- irvöld komust á sporið í kjölfar þess að eldur kom upp í hótelherbergi eins tilræðismannana þegar hann var að vinna með sprengjuefnið. Ætla má að sé A1 Qaeda viðriðið hina fyrirhuguðu árás að hún hafi átt að vera hin margboðaða stórárás sem leiðtogar samtakanna hafa boðað und- anfarin ár. Það sem er sérstaklega ógn- vekjandi við báðar þessar áætlanir er að nánast ómögulegt hefði verið að komast að því hvað hefði valdið sprengingunum í flugvélunum. Enska dagblaðið Financial Times hefur eftir breskum embættismaönnum að hefði tilræðismönnunum tekist áætl- unarverk sitt hefðu aðrir getað fylgt í kjölfarið og notað sömu aðferð til þess að sprengja upp flugvélar án þess að sönnunargögn fyndust um hvað hefði valdið sprengingunum. Bojinka-hryðjuverkaáætlunin sner- ist ekki eingöngu um að sprengja upp farþegaflugvélar. Tilræðismennirnir ætluðu sér einnig að myrða Jóhannes Pál Páfa og Bill Clinton, þáverandi for- seta Bandaríkjanna, og ræna flugvél og fljúga henni á höfuðstöðvar banda- rísku leyniþjónustunar í Virginíu. Hliðstæðan milli þessara tveggja fyrirhuguðu hryðjuverkaárása vekur upp grun hvort að árásin sem bresk yf- irvöld komu í veg fyrir hafí verið angi í stærri áætlun sem kann að verða framkvæmd fyrr en ætlað var vegna atburða vikunnar. Hið svokallaða „hnattræna strfð gegn hryðjuverkum“ mun halda áfram um ókomna tíð. Ómögulegt er að meta hvort að sú árás sem komið var í veg fyrir sé mælikvarði á hvernig sú barátta gengur. Hins vegar bendir hversu langt árásarmennirnir voru komnir með skipulagningu á myrkr- arverkunum til þess að hópar, hvort sem þeir njóta stuðnings A1 Qaeda eða einhverra hryðjuverkasamtaka, hafa enn, þrátt fyrir aðgerðir stjórn- valda víðsvegar um heim, getu til þess að fremja hryðjuverk af svipaðri stærð- argráðu og þau sem eru kennd við 11. september 2001. En vonandi benda atburðir vikunnar einnig til þess að geta ríkja til að afstýra slíkum ógnar- verkum hafi aukist. Tímannatákn Vel vopnaður Breti stendur vaktina á viðsjárverðum tímum. 24 eru íhaldi lögreglunar grunaðir um að hafa ætlað að sprengja tíu flugvélar. UTSALA 30 - 60% AFSLATTUR Komið um helgina og gerið bestu kaupin 46% Sófasett svart hamrað leður 3+1+1 Verð áður: 241.670 Tilboðsverð nú: 129.000 - 47% Hægindasófasett Bycast leöur. Svart/dökkbrúnt 3+1+1 Verð áður: 359.070 Tilboðsverð nú: 189.000 - 30% Tungusófi Verðáður: 141.570 Tilboðsverð nú: 99.000 I I Sjón er sögu ríkari znbÉvss í '"'Ttw.','íhí Stofuskenkur 200x46x85 Litur: Eik Natur Verð áður: 112.970 Tilboðsverð nú: 69.000 1 Komið og skoðið frábært úrval af glæsilegum húsgögnum nú með L 30 - 60% afslætti. \ Seljum einnig minniháttar útlitsgallaðar vörur á enn lægra verði 30% Svefnsófi. Litir: Ijós, dökkur og svartur Verð áður: 69.900 Tilboðsverð nú: 49.000 Borðstofuborö 200x100x72 Litur: Eik Natur Verð áður: 84.370 Tilboðsverð nú: 49.000 Borðstofustóll PU - litir: svartur, hvitur og dökkbrúnn Verð áður: 14.157 Tilboðsverð nú: 8.900 Borö og 6 stólar Tilboðsverð nú: 95.000 BOHEMIA vöruhús Askalind 2 - 201 Kópavogur S: 544 2290 - www.bohemia.is Opið Laugardag og Sunnudag 10-18

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.