blaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 12

blaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 2006 blaftiö UTAN ÚR HEIMI Mikil aukning ólöglegra innflytjenda Um þrettán hundruð ólöglegir innflytjendur frá Afríku komu á land á Kanaríeyjum um helgina. Um tuttugu þúsund ólöglegir innflytjendur hafa reynt að komast til Spánar gegnum eyjarnar á þessu ári eða um fjórum sinnum fleiri en í fyrra. Talið er að þrjú til sex þúsund manns ifi farist á leið sinni yfir Miðjarðarhafið frá norðurströnd Afríku. EKSanP: Vinna við nýja stjórnarskrá hefst Herforingjastjórnin í Búrma hefur lýst því yfir að stjórnlaga- þing sem hefur það verkefni að setja landinu nýja stjórnarskrá muni taka aftur til starfa í október. Landið hefur ekki haft stjórnarskrá síðan herforingjastjórnin tók við völdum en hún á að vera fyrsti liðurinn í því að endurreisa lýðræði í landinu. Atlantis fer á loft á morgun Geimskutlan Atlantis mun fara á loft á morgun. Skjóta átti geimfarinu á loft í síðustu viku en skotinu var seinkað vegna veðurs. För Atlantis er heitið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Bush Bandaríkjaforseti: Bandaríkjamenn of háðir erlendri olíu George Bush, forseti Bandaríkjanna, sagði í gær að hagkerfið stæði traustum fótum, hag- vöxtur væri traustur og störfum fjölgaði. Hann varaði hinsvegar við hætt- unni sem felst í því hversu háðir Bandaríkjamenn__________ væru innfluttri olíu. Forsetinn sagði vandamálið fel- ast í því að Bandaríkjamenn væru tilneyddir að flytja inn olíu frá ríkjum sem væru andstæð þeim gildum sem stjórnvöld í Washington stæðu fyrir. Stjórnvöld þyrftu því að þróa nýja orkugjafa og leggja aukna áherslu á notkun kjarnorku við orkuframleiðslu. Forsetinn sagði einnig að Bandaríkja- menn muni halda áfram að berjast fyrir frjálsum við- skiptum í heiminum en sagði slík viðskipti ekki geta farið fram þegar reglurnar séu ósanngjarnar og öll ríki sitji ekki við sama borð. Myndbirting: Athugasemd frá Blaðinu Með frétt um nýbyggingar á höfuðborgarsvæðinu sem birtist í Blaðinu síðastliðinn laugardag fylgdi mynd af hálfbyggðu húsi. Vegna mistaka gleymdist að taka fram að umrætt hús tengdist ekki fréttinni. ER MAGINN VANDAMÁL? Silicol hjálpar! Fæst í öllum apótekum VIGTARMENN Námskeið til löggildingar vigtarmanna verður haldið á Neytendastofu Borgartúni 21 dagana 18., 19. og 20. sept. nk Endurmenntunarnámskeið 25. september Allarnánari upplýsingarog skráning þátttakenda á Neytendastofu sími 510-1100 og á heimasíðunni www.ls.is/mælifræði/vigtarmenn/námskeið. NEYTENDASTOFA J ijtúuu íiliukiiulijiþj uO uy jtl jaa mnUiicir, iiifíjr yluuu &uuÍyUiÍU!jiifliut£ir Bandaríkjamenn sjá áfram um varnir íslands: Eftir Trausta Hafsteinsson trauti@bladid.net „Við lögðum á það áherslu að hér væru sýnilegar varnir og ég tel að forsendur þess varnarsamnings sem gilti séu brostnar. Fyrri samningur gerði ráð fyrir hagsmunum beggja aðila. Mér fannst að segja ætti upp varnarsamn- ingnum þegar í stað eftir að Banda- ríkjaher tilkynnti skyndilega brottför sina með þessum hætti,” sagði Davið Oddsson seðlabankastjóri í viðtali í Kastljósinu á sunnudagskvöld. Aðspurður sagði Davíð að vinátta sin við George W. Bush hafi orðið til þess að sýnilegar varnir voru mun lengur hér á landi heldur en varnar- málaráðuneyti Bandaríkjanna stefndi að. Hann sagði að Bandaríkjaforseti hafi sagt þáverandi forsæt- isráðherra, Davíð Oddsson, vera vin sinn og láta ætti hann í friði. „Bandaríkin hafa verið okkur mjög traustur banda maður fram . til þessa og við höfum byggt okkar öryggi á samvinnu við þá. Án Bandaríkjanna er NATO lítils virði” Við munum verja ykkur Viðræður við rikisstjórn Bandaríkj- anna um framlengingu á varnarsamn- ingi við ísland standa enn yfír og mikil leynd hvílir yfir gangi viðræðn- anna. Herinn hefur lagt fram óform- lega áætlun um hvernig vörnum lands- ins verður háttað en ljóst er að um verður að ræða varnir úr fjarlægð þar sem sýnilegar varnir eru ekki lengur til staðar hér á landi. „Bandaríkjamenn skuldbinda sig til að sjá um varnir landsins og þær eru hluti af varnaráætlun Bandaríkjahers. Meira get ég ekki tjáð mig um málið,” segir Friðþór Eydal, upplýsingafull- trúi varnarliðsins. Öryggismálin eru leyndarmál Halldór Blöndal, formaður utanrík- ismálanefndar, segir málið ekki vera flókið og að óformlegar viðræður við Bandaríkjamenn séu í gangi. „Varnarsamningnum við Banda- ríkjamenn hefur ekki verið sagt upp og því er hann í gildi. Það eru margs- konar hættur sem steðja að samfé- lögum nútímans og því verðum við að tryggja öryggi okkar. Liður í því er að styrkja lögregluna og leggja áherslu á aðra þætti til að bregðast við hættum sem að steðja. Það er því bæði verið að Atlantshafssamningur NATO Undirritaöur 4. apríl 1949 5. grein „Aðilar eru sammála um, að vopnuð árás á einn þeirra eða fleiri í Evrópu eða Norður-Ameriku skuli talin árás á þá alla; fyrir því eru þeir sammála um, ef slík vopnuð árás verður gerð, að þá muni hver þeirra í samræmi við rétt þann til eigin varnar og sameiginlegrar, sem viðurkenndur er í 51. grein sáttmála Sameinuðu þjóðanna, aðstoða aðila þann eða þá, sem á er ráðizt, með því að gera þegar í stað hver um sig og ásamt hinum aðilunum þær ráðstafanir, sem hann telur nauðsynlegar, og er þar með talin beiting vopnavalds, til þess að koma aftur á og varðveita öryggi Norður- Atlantshafssvæðisins.” Yfir þessu hvílir hernaðarleynd. Halldór Blöndal Formaður utanrikis- málanofndar Meira get ég ekki tjáð mig um málið. Friðþór Eydal Upplýsingafulltrúi varnarliðsins Mér fannst að segja ætti upp varnar- samningnum. Davið Oddsson Soðlabankastjóri I þágu almenn- ings að þekkja til hvaða við- bragða sé gripið. Össur Skarphéðinsson Pingmaflur Samfylkingarinnar huga að varnarmálum út á við og inn á við,” segir Halldór. „Það er verið að huga að nýrri varnaráætlun og þessir þættir allir koma fram á formlegum fundi sem haldinn verður í lok september. Yfir þessu hvílir hernaðarleynd; eðli málsins samkvæmt eru sum atriði í þessu leyndarmál og það þjónar ekki almannahagsmunum að gefa slíkt út. Það sem gerist á fundum utanrik- ismálanefndar og lýtur að öryggis- málum þjóðarinnar er leyndarmál og verður ekki gert heyrumkunnugt.” Þurfum ekkert að óttast Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir varnir lands- ins litið breyttar þrátt fyrir að sýni- legar varnir Bandaríkahers séu farnar úr landi. „Ég ber engan kvíðboga fyrir vörnum Islands þó hinar sjáan- legu varnir Bandaríkjahers séu farnar, þoturnar voru hvort eð er vopnlausar og höfðu ekki leyfi til aðgerða ef neyðar- 1 ástand hefði skapast. Miðað við ástandið í okkar heims- hluta og hversu öflug okkar lögregla er orðin þá þurfum við ekki að óttast um okkar stöðu,” segir Össur. „Ef hernaðarleg ógn skyldi steðja að þá njótum við skjólsins sem felst í 5. grein varnarsamnings Atlantshafs- bandalagsins og í krafti þeirrar varnar- hlífar myndu öflugar herþjóðir koma okkur til varnar, þar á meðal Banda- ríkjamenn sem eru aðilar að samn- ingnum. í þeirri grein segir að árás á eina þjóð bandalagsins jafngildi árás á þær allar. Eftir hryðjuverkaárásirnar í Madríd var ákvæðið endurskilgreint og eftir það fellur hættan á hryðju- verkum líka þarna undir." Róar almening að þekkja varnir landsins Össur telur ekki rétt að fullkomin leynd hvili yfir varnaráætlun Bandaríkjahers því almenningur þurfi að þekkja breiðar línur þess fyrirkomulags. „í fyrsta lagi erallsendis óvíst hvernig framhald verður á tvíhliða varnar- samningi við Bandaríkin. í öðru lagi tel ég að það sé í þágu almennings að þekkja til hvaða viðbragða sé gripið við tilteknar aðstæður. Það hlýtur að auka öryggisvitund almennings og myndi veita fólki traust á varnarsam- starfi við Bandarikin. Það myndi án efa róa fólk að hafa nasasjón af þvi til hvaða aðgerða yrði gripið og hverjir myndu gera það til að tryggja sem best öryggi þess.”

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.