blaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 30

blaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 30
38 ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 2006 MaöÍA b bilar@bladid.net Bilar sem leggja sér sjálfir í stæöi Æ algengara er aö bílar hafi margs konar skynjara gagnvart umnverfinu og geti varaö við þvi ef of stutt er í næsta bíl. Nú fjölgar hins vegar þeim bílum sem geta notaö þessa skynjara og tölvutækni til þess að leggja bílnum sjálfvirkt í þröng stæði eða bilskúra, með eða án bilstjórans. Getur þess verið langt að bíða að btlarnir aki okkur í vinnuna meðan við lesum Blaðið undir stýri? Porsche 911: Trónir enn á Bandaríska bílablaðið Motor Trend tekur hinn gamla, góða en síunga Porsche 911 til kostanna í nýjasta tölublaði sínu. Minnt er á að bíllinn byggi á liðlega fjögurra áratuga gömlum grunni og sé að mörgu leyti barn síns tíma, ekki þurfi mikla verkfræðiþekkingu til þess að geta bent á ýmsa agnúa sem ættu með réttu að fella gengi þessa magnaðasta sportbíls allra tíma. Við þetta bætist að hefðin að baki bílnum gerir róttækar breyt- ingar ómögulegar, jafnvel þó vilj- inn væri fyrir hendi. Og svo kostar hann talsvert meira en helstu keppi- nautarnir sem þó eru margir hverjir kraftmeiri og eiga samkvæmt eðíis- fræðilögmálum Newtons að liggja betur i hornum og svo framvegis. En Motor Trend minnir á að ekki sé öll sagan sögð í hrárri eðl- isfræði. Verkfræðingar Porsche hafi nýtt árin 43 vel til þess að betrumbæta 911 í sífellu; framfar- ir í dekkjagerð, alls kyns tölvu- stýrðum stöðugleikakerfum og öðru geri það að verkum að Por- sche 911 sé með ólíkindum örugg- ur bíll og auðveldur í akstri. Fljótt á litið ætti vélarstaðsetningin aft- ur í að valda óstöðugleika, en það hafi verkfræðingum Porsche tek- ist að yfirvinna um leið og kostir staðsetningarinnar séu nýttir til fullnustu, til þess að koma meiri orku til skila frá vél að malbiki, hafa rúmt um ökumanninn og svo framvegis. Motor Trend lét þó ekki þar við sitja og bar Porsche 911 Carrera S saman við Chevrolet Corvette Z06, Aston Martin V8 Vantage og Porsche Cayman S, allt 2006 árgerðirnar, í von um að komast að því hvort ný öld hefði fært mannkyni nýjan konung sport- bílanna. í bandarísku bílablaði þótti annað auðvitað ekki hægt en að bera 911 saman við nýju Korvett- Skólobrú VEITINGAHÚS/RESTAURANT Borðapantanir í síma: 562 4455 Skolabrú@skolabru.is Veitingahúsið Skólabrú óskar eftir Matreiðslumeistara til starfa. Þarf að geta hafið störf sem allra fyrst. Áhugasamir hafið samband við Ólaf Helga í síma 8993266. Skolabru@skolabru. is tindinum Porsche 911 Carrera er enn kóngurínn íheimi sportbíla að mati bílablaðsins Motor Trend. una, sem auðvitað á sér lengri sögu að baki en 911, en 2006 ár- gerðin af Z06 hefur gert mikla lukku vestra. Aston Martin hef- ur hlotið verðskuldað lof og í því samhengi er rétt að hafa í huga að aðalhönnuður Vantage, Ul- rich Bez, er gamall Porsche-mað- ur. En síðan þótti rétt að bera 911 saman við „litla bróður", en hinn nýi Cayman hefur flest það til að bera sem gert hefur 911 svo vin- sælan, en við talsvert betra verði. Ennþá besti alhliða sportbíllinn Skemmst er frá því að segja að í samanburði þessum fékk 911 harða samkeppni og þurfti að lúta í lægra haldi á ýmsum svið- um. En það breytti ekki niður- stöðunni um að 911 trónaði enn á tindinum. Bæði Korvettan og Aston Martin þóttu of öfgakennd- ir bílar til þess að geta höfðað til hins breiða markaðar sem 911 á vísan. Eigendur Porsche 911 geta líkt og hinir þanið sportbílinn sinn á keppnisbrautum um helg- ar, en þeir geta líka lullað á hon- um í vinnuna á regnvotum mánu- dagsmorgni. Korvettan þykir á hinn bóginn of hávær og hörku- leg til daglegs brúks, en Aston Martin V8 Vantage fannst blaða- mönnum Motor Trend of mikill sparibíll. Þó ýmsa sérvisku megi finna í 911 er kveðið upp úr um það að hann sé aðgengilegasti ofurbíll í heimi, sem bæði harðsvíraðir Öku-Þórar og heklandi ömmur eigi erfitt með að standast. Út- sýnið sé frábært, hann sé nógu snotur til þess að enginn vandi sé að leggja honum, hann fæst í ótal útgáfum við hvers manns hæfi og svo er áfram talið lengi enn. Þar fyrir utan sé útlitið öld- ungis klassískt og nýtt í senn, hann sé skemmtilegur í akstri og eitt augljósasta auglýsinga- skilti fyrir djúpa vasa sem um getur. Svo má ekki gleyma því að Porsche er vel smíðaður og endursöluverðmætið frábært, enda eru um 70% af öllum Por- sche-bílum sem smíðaðir hafa verið enn á götunum! Verður Cayman arftakinn? En er eitthvað, sem getur ógn- að 911 Carrera? Blaðamenn Mo- tor Trend telja að Cayman kunni að verða sá bíll, hvort sem Por- sche ákveði það eða markaður- inn. Bent er á að í dag skilji afar lítið bílana að: 30 hestöfl, fjór- hjóladrifsmöguleiki og baksætin eru um það bil hið eina sem Carr- era 911 hefur fram yfir Cayman. Ekki er það þó gefið, því næsta útgáfa 911 gæti hæglega falið í sér nýjungar sem skilji betur á milli. En daginn sem Porsche sendir Cayman í kappakstur... þá getur allt gerst. Nýr KIA Sorento KIA umboðið efndi til bílasýn- ingar um liðna helgi þar sen nýr KIA Sorento var frumsýndur, en þessi öflugi bíll hefur notið mikilla vinsælda hér á landi und- anfarin ár og var næstsöluhæsti jeppi landsins í fyrra. Helstu breytingar á nýjum Sorento eru þær að nú fæst hann með enn öflugri 170 hestafla dísilvél, allur staðalbúnaður er mun ríkulegar úti látinn og innréttingin hefur verið endurnýjuð. Þá hefur verið aukið talsvert við öryggisbúnað- inn og munar sjálfsagt mestu um ESP-stöðugleikastýringuna... Brimborg kynnir helgi nýjan og breyttan pallbíl frá Ford, Explorer Sport Trac. Hann sameinar að mörgu leyti kosti jeppa og pallbíls því hann hefur fína aksturseiginleika, þægindi, afl og síðan svínvirkar hann ( torfærunni. Pessi nýja útgáfa er talsvert breytt frá hinum fyrri, að utan sem innan. Gírskiptingin verið færð frá stýri niður á gólf, en pallurinn hefur verið stækk- aður um rúmlega fjórðung. Pá er hann búinn nýrri sjálfstæðri fjöðrun og yfirbyggingin er stífari en áður, en hvort tveggja hefur bætt aksturseiginleika hans til muna og mýktin er öll önnur... Átak gegn banaslysum Banaslysin að undanförnu hafa orðið mörgum umhugsunarefni og Steinþór Jónsson, hótelstjóri í Keflavík og stjórnarmaður í FÍB, hefur enn látið til sín taka um þau mál. Hann var á sínum tíma aðalhvatamaður að stofnun áhugahóps um umferðaröryggi á Reykjanesbraut, en hún var löngum mikill slysavegur og tíður vettvangur hryllilegra slysa. Eftir að sá hluti leiðarinnar, sem nú hefur verið tvöfaldaður, var opnaður umferð fyrir tveimur árum hefur ekki orðið dauðaslys á Reykjanesbraut. Steinþór talar því af reynslu og hefur hann nú beitt sér fyrir nýju átaki til þess að útbreiða átakið á aðra vegi landsins í von um að þannig megi draga úr dauðaslysum á landinu öllu, ekki síst með bættum umferðarmannvirkjum og umferðarmenningu. Lesa má um átakið á undirvef FÍB: www. fib.is/samstada/ Skoda: Nýr jepplingur sýndur í París í lok mánaðarins hefst bílasýning- in í París og þar mun kenna margra grasa. Þar á meðal er hinn nýi Skoda Octavia Scout. Hann er byggð- ur á grunni Volkswagen Golf MkV, en Octavia Scout er jepplingur sem situr i6mm hærra en tíðkast Octav- ia Combi 4x4. Ljóst er að hönnuðir Skoda hafa lært margt af starfsbræðrum sínum í öðrum deildum móðurskipsins. Að sumu leyti minnir Octavia Scout á Audi jeppann, en þegar horft er á afturendann minnir hann helst á Porsche Cayenne, svo það er ekki leiðum að líkjast. Afturlúgan er með ólíkindum svipuð og afturljós- in líta út fyrir að vera eilítið minni útgáfur af ljósunum á Cayenne og það kemur hreint ljómandi vel út. Til þess að undirstrika kraftinn Skoda Octavia Scout er verklegurað sjá. eru svo voldugar 17” felgur undir bílnum. Undir húddinu má svo finna 2 lítra vél, sem fá má í 140 eða 150 hestafla gerðum. Aflinu er svo kom- ið til skila með Skoda’-útgáfunni af 4Motion-drifinu frá Volkswagen. Og til þess að enginn haldi að bíln- um sé ekki ætlað að komast leiðar sinnar utanvega eru meira að segja gripstangir fyrir farþegana aftur í þegar hallinn fer að verða mikill.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.