blaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 37

blaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 37
blaðið ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 2006 45 Snýr sér að kvikmyndum Sðngkonan og móðirin Britney Spears segist vilja snúa sér að leik í kvikmynd- um áður en langt um Ifður. Britney þreytti frumraun sína á hvíta tjaldinu f meistarastykklnu Crossroads um árið en hún segir það aðeins hafa verið smjörþefinn af því sem koma skal. „Ég ætla að ná langt í leiklistinni. Ég vll komast svo hátt að ég geti snert stjörnurnar,“ sagði Spears. Lettan hja Kananum Sharon Osboume, eiginkona rokkbjóðsins Ozzy Osboume, hefur í hyggju að eyða meiri tíma í Bandaríkjunum þar sem hún fitnar ískyggilega mikið í heimalandi sínu, Bretlandi. Sharon segist hafa fitnað um sjö kíló á stuttum tíma í Bretlandi nýverið og því þurfi hún að halda maganum inni þegar hún kemur fram sem dómari í raunveru- leikaþáttunum X Factor. „Ég kalla þetta Heathrow-mataræðið. I hvert skipti sem ég lendi á Heathrow-flug- velli get ég verið viss um að bæta á mig nokkrum kílóum. Þetta er út af öllum fiskinum og frönskunum sem ég treð ofan í mig,“ sagði Sharon. Ekki hættur að slást Liam Gallagher, söngvari hljóm- sveitarinnar Oasis, og Paul Gasco- igne, fyrrum landsliðsmaður Englands í knattspyrnu, lentu í átökum á vinsælum skemmtistað í Lundúnum um helgina. Félag- arnir, sem báðir eru alræmdir djammarar, sátu saman að drykkju áður en þeir fóru skyndi- lega að skiptast á höggum og öskra hvor á annan. Gallagher tók svo slökkvitæki af vegg og sprautaði í andlit Gascoigne, áður en dyraverðir slitu þá í sundur. Sjónarvottur sagði að rokkarinn hefði með þessu viljað slökkva í knattspyrnuhetjunni en bætti við að menn hefðu náð að sætt- ast um síðir. Fékk nóg af Stones Tom Meighan, forystusauður hljómsveitarinnar Kasabian, segir að hljómsveitarmeðlimir Rolling Stones séu afar sem eigi frekar að slappa af og drekka te í stað þess að vera að spila. Kasabian hitaði upp fyrir Stones í Evrópuhluta hljómleikaferðarinnar A Bigger Bang og sagðist Meighan ekki hafa verið Á ðSrak hrifinn af því sem hann sá. „Það var skrýtið að sjá þá haga sér eins og unglingar, því að þeir eru svo gamlir. Þeir ættu frekar að sitja í rugg- stólum og drekka te- bolla," sagði Meighan. í árekstri Lesbíukrúttin Ellen DeGeneres og Portia de Rossi lentu í bílslysi um liðna helgi, en sluppu með minniháttar meiðsli. Leikkonuparið var í glænýrri Por- sche Carrera-bifreið sinni á umferð- arljósum þegar miðaldra kona ók á fleygiferð á bílinn fyrir aftan þær sem svo skall á bifreið DeGeneres og de Rossi. Konan var síðar hand- tekinn vegna gruns um ölvunarakst- ur. Enginn meiddist alvarlega en De Generes leitaði þó læknisaðstoðar vegna eymsla í hálsi og baki. Fræðsluauglýsing nr. 2 Bændur bera ekki ábyrgð á háu verðlagi á íslandi Minni verðmunur er á íslenskum landbúnaðarafurðum en öðrum matvcelum miðað við meðalverð þeirra ífimmtán löndum Evrópusambandsins. Ýmis þjónusta er mun dýrari á íslandi en i þessum löndum. \oí i\xX W'" 0sv ÓV'1’ ðvV oV Vísitalan 100 sýnir meðalverð í 15 löndum Evrópusambandsins. Þjónusta hótela og veitingahúsa, samgöngur, fatnaður ogýmsar matvörur eru hlutfallslega dýrari hérlendis en kjöt og mjólkurvörur. « Bændasamtök íslands / súluritinu hér að ofan er stuðst við þrjár ítarlegar vcrðkannanir EUROSTAT, hagstofu Evrópusambandsins.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.