blaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 26

blaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 26
34 ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 2006 blaðið menntun menntun@bladid.net Fjóróungur í menntageiranum Um fjórðungur allra þeirra sem útskrifuðust frá HÍ árið 1993 vinnur í menntageiranum en 15% þeirra sem útskrifuðust árið 2001 samkvæmt rannsókn félagsvisindastofnunar um gildi og gagnsemi náms við HÍ. Kennsla sett í félagslegt og sögulegt samhengi Bókmenntirnar gæddar lífi Bókmenntirnar færðar nær nemendum Kristen M. Swenson, enskukennari við Fjölbrautaskólann íÁrmúla, hefur gripið til óvenjulegra aðferöa til að færa bókmenntaverk nær nemendum. Útivistartíminn styttist Frá og með 1. september mega börn 12 ára og yngri ekki vera á almannafæri eftir kl. 20 nema í fylgd með fullorðnum. Börn á aldrinum 13-16 ára mega ekki vera á almannafæri eftir kl. 22. Mikilvægt er að foreldrar sjái til þess að útivistartíminn sé virtur enda liggur ábyrgðin hjá þeim. FSeglur um útivistartíma eru settar til að vernda börn en reynslan hefur sýnt að ef þau eru á ferli eftir leyfilegan útivistar- tíma eiga þau frekar á hættu að verða fyrir áreiti. Enn fremur eykst hættan á að börn fari of seint að sofa ef þau eru úti fram eftir kvöldi og fái því ekki nægan nætursvefn. Van- svefta börn og unglingar geta ekki einbeitt sér sem skyldi að náminu auk þess sem það getur haft áhrif á almenna líðan þeirra. Undanþága er veitt frá reglum um útivistartíma varðandi 13-16 ára börnin þar sem kveðið er á um að þau megi vera lengur úti ef þau eru á heimferð frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu. Leitað til almennings Nefnd sem vinnur að heildarend- urskoðun laga um grunnskóla óskar eftir ábendingum og athugasemdum frá almenningi um hvaða meginsjónarmið ætti að hafa að leiðarljósi við endur- skoðun laganna og hver framtíð- arsýn eigi að vera í málefnum grunnskólans. Guðni Olgeirsson, starfsmaður nefndarinnar, tekur á móti ábendingum fyrir lok sept- ember og er netfang hans gudni. olgeirsson@mrn.stjr.is. Þann 11. nóvember næstkom- andi stendur nefndin fyrir málþingi um framtíðarsýn í málefnum grunnskólans. Stefnt er að því að nefndin Ijúki störfum í byrjun næsta árs. Kristen Mary Swenson, enskukennari við Fjöl- brautaskólann í Ármúla, hefur ásamt samkenn- ara sínum, Dóru Ósk Halldórsdóttur, reynt eftir megni að gæða bókmenntakennslu lífi og fá nemendur til að setja verkin sem þeir lesa í víðara samhengi. Hún hefur meðal annars fengið blús- tónlistarmenn til að koma í tíma í tengslum við lestur á bókinni To Kill a Mockingbird eftir bandaríska rithöfundinn Harper Lee sem ger- ist í Suðurríkjum Bandaríkjanna á millistríðsárunum. „Þeir kynna blústónlistina og sögu hennar, hvernig hún varð til, hvern- ig hún tengist nútímatónlist og svo framvegis,” segir Kristen um tónlist- armennina. „Þeir fara meðal ann- ars í umfjöllunarefni blúslaganna. í fyrra var ég með samkeppni þar sem nemendur sömdu blústexta. Tónlist- armennirnir völdu úr besta textann, sömdu lag við hann og fluttu nýja lagið,“ segir Kristen. Tónlist tengd náminu Uppátækið hefur mælst vel fyrir bæði hjá nemendunum og blúsurun- um sem vilja ólmir fræða þá um tón- listina. „Nemendur kunna að meta þegar svona er gert fyrir þau og öðl- ast dýpri skilning á verkunum og gleyma þeim ekki. Það er fyrir öllu,“ segir Kirsten og hlær. „Ég hitti nú í sumar nemanda sem var hjá mér fyrir tveimur árum og sagðist aldrei gleyma þessari bók. Nálægðin er svo mikil. Tónlistar- mennirnir spila við hliðina á nem- endunum sem gerir þetta allt svo raunverulegt og tilfinningaþrung- ið,“ segir Kristen sem telur að það sé örugglega hægt að tengja tónlist við fleiri námsgreinar. „Ég sé fyrir mér að það sé hægt að tengja tónlist við margar greinar, jafnvel stærðfræði." Bókmenntir settar í samhengi Kristen hefur einnig bryddað upp á nýjungum í tengslum við fleiri bókmenntaverk. „Þegar við vorum að kenna A Streetcar Na- med Desire (Sporvagninn Girnd) eftir Tennessee Williams fórum við í leikhúsið og töluðum síðan við leikarana og leikstjórann eftir sýningu sem var mjög fróðlegt. Við reynum að gera þessar bókmenntir raunverulegar og setja þær í eitt- hvert samhengi, sögulegt eða fé- lagslegt, þannig að nemendur geti skilið þær betur.“ Kristen sem kemur frá Bandaríkj- unum segist hafa kynnst svipuðum aðferðum þegar hún var í skóla og sem unglingur hefði sér fundist áhugaverðustu tímarnir vera þeir þar sem námsefnið var tengt við raunveruleikann. Hún lætur nem- endur sína meðal annars vinna hópverkefni þar sem þeir taka fyrir ákveðin viðfangsefni sem tengjast bókmenntaverkinu svo sem mann- réttindabaráttu svartra í Bandaríkj- unum, Martin Luther King, krepp- una miklu og Ku Klux Klan. Kynþáttahatur á (slandi „Mér finnst það þess virði að nem- endur viti um hvað þrælahald sner- ist og hvernig líf þessa fólks hafi verið. Mér finnst það eiga svo mikið erindi við þau núna þó að þau búi á íslandi árið 2006,“ segir Kristen og tekur dæmi af nemendum sem áttu að vera með framsögu um Ku Klux Klan í fyrra. „Þá fundu þau íslenska heima- síðu um yfirráð hvíta kynstofnsins (white supremacy) og þau urðu svo hissa á að þetta væri til á íslandi. Þau héldu að þetta væri eitthvað sem hefði verið til í gamla daga og gerðu sér ekki grein fyrir að þetta væri til í dag og svona nálægt þeim.“ Ku Klux Klan Nemendur Kristenar kynna sér meðal annars félagslegt og sögulegt samhengi verkanna sem þeir eru að lesa og geta jafnvei tengt þau eigin samtíö. RIMLARÚM HJÁ OKKUR FÁIÐ ÞIÐ MIKIÐ ÚRVAL AF RIMLÁRÚMUM Skeifunni 8 - s. 568 2200 - Smáralind - s. 534 2200 www.babysam.is Tónlistarnámskeið fyrir fötluð börn Hreyfiland hyggst bjóða upp á tón- listarnámskeið fyrir börn sem eiga við fötlun að stríða. Námskeiðið stendur í sex vikur og hefst 16. sept- ember. Námskeiðið er ætlað börn- um á aldrinum 1-7 ára sem eru með Downs-heilkennið eða einhverfu. Rósa Jóhannesdóttir tónlistarmað- ur kennir á námskeiðinu en hún er með sérmenntun í tónlist frá Noregi. „Það er í sjálfu sér beitt svipuðum aðferðum og við kennslu annarra barna nema hvað þetta er meira ein- staklingsmiðað og kennslan fer eftir getu og þroska hvers og eins. Á ekki það sama við alla,“ segir Rósa. „Uppistaðan að þessu námskeiði er efni eftir Helgu Rut Guðmundsdótt- Downs-heilkenni Tónlistarnám- skeiðið er ætlað börnum með Downs-heilkenni eða einhverfu. ur sem er doktor í þessum fræðum og hún notast við gamlar þulur og þjóðlög þannig að þetta er byggt á íslenskum grunni.“ Rósa segir að námskeiðið þjálfi hreyfiþroska og hugsun barnanna. Sérstök áhersla er lögð á samspil forledra og barna því að þeir eru best til þess fallnir að stuðla að jákvæðum tónlistarþroska barna sinna. „Þeir geta þá líka haldið áfram að vinna með börnunum og syngja með þeim þegar heim er komið. Börnin verða svo ánægð þegar þau heyra lögin þegar heim er komið þar sem það minnir þau á tímana,“ segir Rósa Foreldrar eða aðstoðarfólk koma með börnunum í tímana og lögð er áhersla á að börnin upplifi jákvæða stund með þeim og öðrum þátttak- endum.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.