blaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 10

blaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 2006 blaðiö UTAN UR HEIMI Kennarar og stjórnmálamenn handteknir Stjórnvöld í Eþíópíu hafa í haldi 250 menn af Oromo-þjóðarbroti án þess að hafa birt þeim ákærur, þeirra á meðal kennara, miðskólanema og stjórnmálamenn. Þetta segja embættismenn af sama uppruna og mannréttindasamtök. Um þriðjungur Eþí- ópíubúa er af þessu þjóðarbroti, en um 75 milljónir manna búa í landinu. Mikil and- staða er meðal Oromo-manna gegn ríkjandi flokki í landinu, PRDF, samkvæmt mbl. Samþykkja olíuleiðslu Grikkir og Búlgarar hafa lagt blessun sína yfir að Rússar leggi olíuleiðslu sem myndi tengja löndin þrjú. Vladimír Pútín Rússlandsforseti fundaði með leiðtogum Grikk- lands og Búlgaríu og ræddi við þá um verkefnið i Aþenu i gær. Leiðslan verður 280 kílómetrar að lengd. Vígamaður í Jórdaníu: Skaut að ferðamönnum Vígamaður hóf skothríð á ferða- menn sem ætluðu að skoða rústir af rómversku hringleikahúsi í Am- man, höfuðborg Jórdaníu, í gær. Einn breskur maður lét lífið. Maðurinn hóf skothríðina um hádegisbil en þá hljóp hann að ferðamönnum og skaut tólf skotum. Þegar hann hafði klárað skotfærin reyndi hann að flýja af vettvangi en var handtekinn. Sjón- arvottar segja að fólk á förnum vegi hafi aðstoðað lögreglu við að yfirbuga hann. ..það sem fagmaðurinn notar! BYGGINGAVINKIAR Eftir Höskuld Kára Schram trausti@bladid.net Talsmaður neytenda vill skoða hvort nauðsynlegt sé að skylda fasteignaselj- endur til að skila inn ástandsskýrslu á fasteign áður en hún er sett á sölu. Hann undirbýr nú verkefni undir vinnuheitinu Umgjörð fasteignamark- aðar sem felur í sér endurskoðun á söluferli fasteigna. Varaformaður Félags fasteignasala fagnar framtakinu og segir félagið hafa lengi barist fyrir slíkri reglugerð. Þarf að skoða lagaramma „Fasteignakaupendur hafa stundum verið í þeirri stöðu að þurfa ákveða sig fljótt og það er erfitt að standa undir skoðunarskyldu kaupenda þegar svo ber undir,“ segir Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda. Hann undirbýr nú verkefni þar sem umgjörð fast- eignamarkaðar verður endurskoðuð. Vill hann sérstaklega skoða þann möguleika að settar verði reglur sem kveði á um að óháðir matsmenn yf- irfari fasteignir og skili inn ástands- skýrslu áður en leyfilegt verður að setja þær á sölu. „Huga þarf að og laga ramma fasteignamarkaðarins og mér hafa borist fjölmargar athugasemdir vegna þessa,“ segir Gísli. Fram kom ( Blaðinu í síðustu viku að fjöldi þeirra sem hafa leitað til „Þarf að laga ramma fasteigna- markaðarins." Gisli Tryggvason, talsmaður neytenda Húseigendafélagsins vegna galla í ný- byggingum hefur vaxið gríðarlega á undanförnu ári. Þá kom fram í máli Magnúsar Sædal Svavarssonar, bygg- ingafulltrúa Reykjavíkurborgar, að verktakar virði það í sivaxandi mæli að vettugi að biðja um lokaúttektir á nýbyggingum. Gísli segir ástandsskýrslur geta hjálpað kaupendum nýrra og gam- alla fasteigna og komið í veg fyrir að gallaðar eignir fari á markað. Visar hann til þess að i Danmörku séu nú þegar fyrir hendi reglur sem kveða á um úttektir af þessu tagi. „Með því að taka þetta til skoðunar er ég óbeint að segja að það þurfi líklega að breyta ein- hverju. Fasteignakaup eru ein stærsta fjárfesting lífsins hjá íjölmörgu fólki og það getur verið gott að íhuga leiðir tií þess að fyrirbyggja vandamál í stað þess að leysa þau eftir á fyrir dómstólum.“ Kaupendur hafa nægan tíma Ingibjörg Þórðardóttir, varafor- maður Félags fasteignsala, fagnar hug- Fagnar hug- myndum um ástandsskýrslu. Ingibjörg Pórðar- dóttir, varaformaður Félags fasteignasala myndum Gísla og segir að félagið hafi lengi barist fyrir svipaðri reglusetn- ingu. „Við fasteignasalar vildum koma þessu inn í lögin um fasteignakaup árið 2004. Að okkar mati er mikilvægt að upplýsingar varðandi þær fasteignir sem við erum að selja séu aðgengilegar og unnar á fagmannlegan hátt. Hags- munir allra eru í húfi.“ Ingibjörg segir það hafa verið algengara þegar hrað- inn var hvað mestur á fasteignamark- aði að kaupendur hefðu lítinn tíma til að skoða eignir. Svo sé hins vegar ekki lengur. „Það er ekki svona ofsa- kapphlaup um eignir eins og þegar spennan var sem mest. Ég tel að í dag hafi kaupendur allan þann tíma sem þeir þurfa til að skoða fasteignir.“ Þá bendir Ingibjörg á að til séu tryggingar sem tryggi seljendur gegn skaðabótamáli vegna leyndra galla. Hún varar þó við að menn láti af að skoða fasteignir rækilega áður en þær eru keyptar. „Menn mega ekki slá slöku við því að tryggingarnar draga ekki úr skoðunarskyldu kaupanda og upplýsingaskyldu seljanda.“ “ÍSLANDS MÁLNING Sérhönnuð málning fyrir (slenskar aðstæður. Sætúni 4/Sími 517 1500 Allar Teknos vörur eru framleiddar skv. ISO 9001 gœöastaðli. / Útimálning / Viðarvörn •/ Lakkmálning / Þakmálning V Gólfmálning V Gluggamálning 'teknos Innimálning Gljástig 3,7,20 / Verð frá kr. 298 pr.ltr. Gœða málning á frábæru verði Leifsstöð: Opnað eftir breytingar Þriðja hæð Leifsstöðvar var í gær opnuð formlega eftir viða- mikla stækkun. Er áætlað að framkvæmdum við flugstöðina ljúki alfarið árið 2007. Eftir breytingar verður heild- arstærð Leifsstöðvar 55.000 fermetrar og er áætlaður kostn- aður við breytingarnar hátt í sjö milljarðar. Það var Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, sem klippti á borðann í gær.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.