blaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 25

blaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 25
blaðið ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 2006 33 Hófstillt aðferö Undanfarið hefur staðið yfir sýning Hildar Margrétardóttur myndlistarmanns á Ijósmyndum i Skotinu, nýjum sýningarkosti hjá Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Sýningunni lýkur 27. september. Hildur Margrétar- dóttir er myndlistarmaður sem vinnur iðulega með Ijósmyndir og hefur i þeim kosið hófstillta aðferð til að segja frá athöfnum sem við fyrstu sýn virðast hversdagslegar og kunnuglegar. Hún segir vinnuaðferð sina byggjast á löngun til að segja frá, gerast sögumaður um atburði sem hún hefur orðið vitni að. Eins og sagt er Á dagskrá Þjóðmenningarhúss- ins á Menningarnótt var meðal ann- ars sýning myndbandstónverksins Eins og sagt er eftir Ólöfu Arnalds. Nú hefur Þjóðmenningarhúsið tek- ið verkið til áframhaldandi sýning- ar vegna eindregins áhuga og eftir- spurnar gesta. I verkinu flytur Ólöf frumsamda tónlist og syngur á átján tungumál- um í níu myndrömmum samtímis svo úr verður alþjóðleg tónkviða. Ólöf gerði heimildarmynd um söfnun textanna í New York-borg sumarið 2005. Þar tók hún viðtöl við fólk af ólíku þjóðerni og kynnti sér viðhorfþess til uppruna síns, tón- listar og móðurmálsins. Textarnir í verkinu eru í raun samdir af þessu fólki nema íslenski textinn sem er úr ljóði eftir föður Ólafar, Einar S. Arnalds. Heimildarmyndin er sýnd við- stöðulaust ásamt myndbandstón- verkinu og standa sýningar yfir í Þjóðmenningarhúsinu til og með 22. september næstkomandi. Sýningar eru opnar alla daga frá kl. 11 til 17 og er ókeypis aðgangur á miðviku- dögum. Ævintýrabækur fyrir börnin Ný bók um Ijósálfana Hjá Vöku-Helgafelli er komin út ný Disneybók um Ijósálfana, Skelli- bjalla og dularfullu droparnir, í þýð- ingu Brynhildar Björnsdóttur. Dauðs manns kista Hjá Vöku-Helgafelli er komin út ævintýrabókin Dauðs manns kista í þýðingu Árna Óskarssonar. Þetta er óborganleg saga um sjóræningja, skrímsli, draugaskip, hetjur og óþokka. Eldur hafsins Hjá Vöku-Helgafelli er komin út ný bók um hinar vinsælu galdra- stelpur, Eldur hafsins, eftir Lene Kaaberbol. Brynhildur Björnsdóttir þýddi. NYTT!III Hreinsar loftið | Eyðir lykt | Drepur bakteríur Nánari upplýsingar á www.ecc.is og í síma 5111001 Skúlagötu 63 -105 Reykjavík

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.