blaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 16

blaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 2006 ÞEIR SÖGÐU EINN Á MÓTI MILLJÓN Kosningabandalag Vinstri grænna, Samfylkingarinnar og 99 Frjáisiynda flokksins væri einhver besti lottóvinningur' sem Framsóknarflokkurínn gæti fengið á kosningavetrí BJORN ingi hrafnsson, www.bjorningi.is ELLIOTT NESS TALAR Við höfum ekki náð að uppræta sölu- og dreifikerfið. 99 Við höfum ekki náð fjöldahandtökum á þeim sem dreifa efnunum. JÓHANN R. BENEDIKTSSON, SÝSLUMAÐUR A KEFLAVlKURFLUGVELLI, I VIDTALIVIÐ MORGUNBLAÐIO 4. IX. 2006. HANN VILL LEGGJA TIL ATLÖGU VIO LITHÁISKU MAFlUNA HÉfl A LANDI. md Ummæli seðlabankastjóra um íslenskt dómskerfi: Davíð telur valdið má ■ Dómskerfið ræður bara við sj ■ Varast skal að alhæfa í ■ Hæstir r Domskerfið onytt Davið Oddsson hefur áhyggjur af þvi að íslenska dómskerfið ráði ekki við stærri saka- mái og slikt skapi vantraust á kerfið. ... Eftir Trausta Hafsteinsson trausti@bladid.net ,Það er afskaplega vont ef dómskerfið ræður bara við smæstu mál, gæslu- varðhaldsúrskurði, innbrot i sjoppur eða þess háttar,” sagði Davíð Odds- son í viðtali í Kastljósinu á sunnu- dagskvöld þegar hann var spurður út í frávísun alvarlegustu ákærulið- anna í Baugsmálinu og hvort málið hafi verið ónýtt frá upphafi. „Mál eins og málverkafölsunar- málið og önnur slík mál, ef menn ráða ekki við þau þá er það til að skapa mikið vantraust á dómskerfið. Magnús Thoroddsen: Of djúpt tekið í árinni „Ég er ósam- mála Davíð Oddssyni i þessu,” segir Magnús Thor- oddsen hæsta- réttarlögmaður. „Ágallinn í þessum stærri málum hefur Ifgið hjá ákæru- valdinu. Ákærurnar hafa verið gallaðar. Það eru ekki dómstól- arnir sem gera ákærurnar og það verður að gera greinarmun þarna á milli. Annars vegar er um að ræða ákæruvaldið og hins vegar dómsvaldið. Mér fannst Davið ekki greina nógu vel þarna á milli og ég gat ekki skilið hann öðru- visi en svo að hann sé að deila einnig á dómstólana. Þar er ég honum ósammála.” Það er ekki vafi,” segir Davíð. „Stað- reyndin er sú að mál eins og þessi koma ekki til efnisdóms og sum at- riði sem kannski öðrum þykja liggja i augum uppi, þau eru ekki tekin til efnislegrar meðferðar og það er mjög vont fyrir alla.” Of mikið sagt Bogi Nilsson ríkissaksóknari segir Davíð fjalla um dómskerfið og engin ástæða til að túlka orð hans öðruvísi. „Ég skil þetta þannig að ummælin varði dómstólana. Davíð talar um gæsluvarðhaldsúrskurði í þessu sam- hengi og dómstólarnir kveða þá upp,” Sigurður Líndal: Óska eftir rökstuðningi „Áður en lengra er haldið tel ég að rökstyðja þurfi svona fullyrð- ingar betur,” segir Sigurður Líndal lagaprófessor. „Ég skil þetta sem svo að Davíð eigi þarna við allt dómskerfið, bæði ákæruvald og dómsvald. Á móti spyr ég hvort löggjafarvaldið hafi brugðist, refsiheimildir þurfa að vera skýrar og ákæruvaldið þarf að skiigreina nákvæmlega hvert brotið er. Þessi dæmi henta ekki nógu vel til rökstuðnings því refsiheimildir eru ekki nægjanlega skýrar um hvort sakborningar í Baugsmálinu hafi brotið af sér. Margar spurn- ingar vakna í þessu samhengi og það þarf að rökstyðja þetta nánar.” segir Bogi. „Ef hér er einnig verið að tala um ákæruvaldið þá nægir ekki að nefna þessi tvö ákveðnu mál, út frá þeim má ekki alhæfa því fjöldinn allur af stórum og flóknum dóms- málum fer í gegnum dómskerfið. Ákæruvaldið getur leitað sér álita sérfræðinga og það hefur komið fram að í Baugsmálinu var leitað til slíkra,“ segir hann. „Að dómskerfið ráði ekki við nema smæstu mál er of mikið sagt. Fjöldi alvarlegra sak- arefna hefur gengið í gegnum réttar- vörslukerfið og því verður að gjalda varhug við alhæfingum í þessu sam- bandi,” bætir Bogi við. Hjörtur Torfason: Tók stórt upp í sig „Davíð fer frekar létt í þetta að mínu mati og talar óvarlega,” segir Hjörtur Torfason hæstar- réttarlögmaður. „Hann er aðal- lega að vfsa til frávísunar efnisþátta í þessum stóru málum og að þvi leyti til er þetta rétt hjá honum. Málsað- ilum mistókst að koma málunum fyrir og að því leyti voru dómstól- arnir á varðbergi gagnvart þeim mistökum. Það kom þannig út að hann sé að tala líka um dómstól- ana en ég held að hann eigi fyrst og fremst við ákæruvaldið. Dóms- valdið er eitt af undirstöðum samfélagsins og í þessu tilviki tók Davíð dálítið stórt upp í sig.” Dómarinn á síðasta orðið Aðspurður veltir Bogi því upp hvort skortur á sérfræðiþekkingu hafi áhrif þegar stór mál koma fyrir dóm, sér í lagi þegar um er að ræða efnahagsbrotamál. „Almennt þarf að huga að sér- fræðiþekkingu þeirra sem vinna við ákærustörf og það er auðveld- ara fyrir ákæruvaldið heldur en dómstóla að leita sér álits sérfræð- inga,” segir Bogi. „Spyrja má hvort dómstólar hafi þá sérþekkingu sem til þarf í efnahagsbrotamálum þvi ef sérfræðiþekkingin er ekki fýrir hendi getur það leitt til þess að Ingibjörg Sólrún: Vandi ákæru- valdsins „Davíð Oddsson má hafa hvaða skoðun sem er á hvaða máli sem er en hann verður að gæta að trúverðugleika Seðlabankans,” segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar. „1 bankanum liggja hans frum- skyldur. Hann hefði átt að einbeita sér að embætti ríkislögreglustjóra því þar liggur vandinn fyrst og fremst. Þessi mál voru ekki nægj- anlega vel búin til þess að dómstól- arnir gætu tekið efnislega afstöðu. Að mínu mati hafa dómstólar landsins staðið sig vel í erfiðum málum, til dæmis kvóta- og öryrkjamálunum.” málum sé vísað frá. Það er engin tilviljun að slik umræða hefur átt sér stað, til dæmis 1 Danmörku. Það kann að vera að þetta hafi haft áhrif í þeim stóru málum sem hér hafa verið nefnd.” Hæstiréttur tjáir sig ekki Þorsteinn A. Jónsson, skrifstofu- stjóri Hæstaréttar, segir alveg skýrt að Hæstiréttur muni ekki tjá sig um ummæli Davíð Oddsonar um dómskerfið. „Hæstiréttur tjáir sig ekki um þetta mál. Hann tekur ekki þátt í umræðu af þessu tagi,” segir Þorsteinn. Arnbjörg Sveinsdóttir: Innihaldiö skiptir mestu „Hér ríkir málfrelsi og að sjálfsögðu má Davið hafa skoðun á þessu sem og öðru,” segir Arnbjörg Sveinsdóttir, þing- flokksformaður Sjálfstæðisflokksins. „Persónulega finnst mér mega velta fyrir sér að skoða dóms- kerfið út frá því hversu erfitt reyn- ist að fá efnisdóma í veigamiklum málum. Því miður hefur þetta gerst reglubundið og fyrir almenn- ing hlýtur að vera erfitt að fá ekki efnisdóma í stærstu málunum. Innihald mála er ekki sett í for- grunninn. Dómstólar eiga náttúr- lega að vera undir eftirliti líkt og aðrar greinar ríkisvaldsins.”

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.