blaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 6

blaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 2006 biaöiö INNLENT LÖGREGLAN Unglingadrykkja Lögreglan á (safirði stöðvaði eftirlitslaust unglingasam- kvæmi í miðbæ Isafjarðar. Þar voru samankomin um þrjátíu ungmenni, sextán ára og eldri. Samkvæmið var leyst upp og hald lagt á nokkrar óáteknar áfengisumbúðir, en eigand- inn reyndist ekki hafa aldurtil að meðhöndla áfengi. LÖGREGLAN Ölvunarakstur Fjórir ökumenn voru kærðir vegna gruns um ölvun við akstur um helgina, en alls hafði lögreglan afskipti af 33 ökumönnum vegna umferðarlagabrota, þar af 18 vegna hraðakst- urs, samkvæmt vefmiðlinum mbl. FÍKNIEFNI Fíkniefnaframleiðsla Lögreglan og Tollgæslan þurfa auknar heimildir, mannskap og peninga til að berjast gegn og uppræta sölu- og dreifikerfi fíkni- efnasala hér á landi. Þetta sagði Jóhann R. Benediktsson, sýslu- maður á Keflavíkurflugvelli, í samtali við Morgunblaðið. Jóhann segir glæpahóp frá Litháen hafa skotið rótum hér á landi. Stefnubreyting hjá Olmert: Brottflutningur frá Vestur- bakkanum ekki á dagskrá Afganistan: Sjálfsmorðs- árás í Kabúl Að minnsta kosti fjórir óbreyttir borgarar auk bresks hermanns féliu í sjálfsmorðs- árás á bíialest Atlantshafs- bandalagsins í Kabúl í Afgan- istan í gær. Þrír aðrir hermenn og fjórir aðrir borgarar særðust í tilræðinu. Að sögn talsmanns innanríkisráðuneytis Afganist- ans keyrði sprengjumaðurinn bíl fullan af sprengiefni inn í bílalestina. Árásin var gerð í kjölfar þess að hermenn NATO hófu miklar hernaðaraðgerðir gegn Tali- bönum í Kandahar-héraði í suð- urhluta landsins um helgina. ■ Ætlar að draga landamærin án samráðs ■ Ríkisstjórn Olmerts stendur höllum fæti Ehud Olmert, forsætisráðherra Israels, hefur breytt um stefnu gagnvart Palestínumönnum. Hann segir að áætlun sín um að leggja niður landnemabyggðir á Vestur- bakkanum og draga einhliða end- anleg landamæri Israels á næstu árum eigi ekki lengur við þar sem átök ísraelska hersins við víga- menn Hizballah í Líbanon hafi breytt forsendunum. Forsætisráðherrann, sem sat í gær í fyrsta sinn fund með varnar- og utanríkismálanefnd ísraelska þingsins frá því að átökin við Hiz- ballah brutust út, sagði að eldflauga- árásirnar á norðurhluta fsraels á meðan átökunum við Hizballah stóð og stjórnleysið á Gaza-svæð- inu í kjölfar þess að ísraelar drógu sig frá hluta þess í fyrra þýði að for- gangsröðun ríkisstjórnar hans hafi breyst. Kadima, flokkur forsætisráð- herrans, vann sigur í þingkosning- unum og var hann ekki síst rakinn til áætlunar Olmerts um að leggja niður hluta landnemabyggða á Vesturbakkanum en á sama tíma styrkja sumar þeirra. Samfara þessu er stefna ríkisstjórnarinnar sú að draga endanleg landamæri einhliða fyrir árið 2010. Ríkisstjórn Olmerts stendur höllum fæti vegna gagnrýni á framkvæmd hernaðaraðgerðanna gagnvart Hizballah og talið er að forsætisráðherrann sé að opna á möguleika til samstarfs við hægri- menn á þinginu, sem eru því and- Ekki á förum Israelsstjórn ferekki sömu leiö á Vesturbakkanum og hún fórá Gazasvæðinu. vígir að leggja niður landnema- byggðir. Auglýsing ríkisstofnunar, sem birtist í ísraelskum fjölmiðlum

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.