blaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 2

blaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐUDAGUR 5. SEPTEMBER 2006 blaöið VEÐRIÐ í DAG Hægviðri Hægviðri, skýjað og lítilsháttar rigning suðaustanlands. Hiti 7 til 13 stig. ÁMORGUN Skýjað með köflum Hæg breytileg átt, skýjað með kötlum og sums staðar dálítil væta. Hiti 8 til 13 stig. VÍÐAUMHEIM | * Algarve 27 Glasgow 17 New York 18 Amsterdam 20 Hamborg 19 Orlando 232 Barcelona 29 Helsinki 19 Osló 21 Berlín 19 Kaupmannahöfn 19 Palma 27 Chicago 16 London 22 Paris 26 Dublin 19 Madrid 32 Stokkhólmur 19 Frankfurt 23 Montreal 15 Þórshöfn 10 Lögreglan: í haldi eftir heimilsofbeldi Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt mann í gæsluvarð- hald fyrir alvarlega líkamsárás gegn sambýliskonu sinni. Mað- urinn sem er frá Fílabeinsströnd- inni veitti konunni mikla áverka og mun hafa rispað hana með hníf. Samkvæmt lögreglunni er málið rannsakað sem alvarleg líkamsárás með hættulegu vopni. Árásin átti sér stað í heimahúsi í Vesturbænum. Kon- unni tókst að hringja í lögreglu og kalla eftir aðstoð. Afar sjaldgæft er að menn séu hnepptir í gæsluvarðhald fyrir heimilisofbeldi samkvæmt lög- reglunni en það mun hafa verið nauðsynlegt í þessu máli vegna rannsóknarhagsmuna. Að sögn lögreglunnar liggur ekki enn fyrir hvort maður- inn verði dæmdur í farbann að gæsluvarðhaldi loknu en hann er ekki íslenskur ríkis- borgari. Ekki er vitað um líðan konunnar. Akranes: Unglingar með fíkniefni mbl.is Þrjú fíkniefnamál komu upp á föstudagskvöld á Akra- nesi og í öllum tilfellum var um amfetamín að ræða. Öllum var sleppt að loknum yfirheyrslum en tveir eru yngri en átján ára og verða mál þeirra því send barnavernd- aryfirvöldum til meðferðar auk þess sem þeir mega búast við viðurlögum vegna brota á fíkniefnalöggjöfinni. Óttaðist um líf sitt Maður tók þrítuga konu hálstaki þegar hún ók leigubil. Sjúkraflutningamenn björguðu leigubílstjóra sem varð fyrir líkamsárás: Réðst á leigubílstjórann ■ Náði athygli sjúkraflutningamanna ■ Öryggi ábótavant í leigubílum ■ Alvarlegt en krefst ekki aðgerða segir varaformaður Frama Eftir Val Grettisson valur@bladid.net „Maðurinn tók mig hálstaki og við það keyrði ég næstum því á umferð- arljós,“ segir tæplega þrítug kona sem ráðist var á þegar hún var að aka leigubíl aðfaranótt laugardags. Konan óttast manninn og vill þess vegna ekki koma fram undir nafni. „Það voru fjórir farþegar í bílnum, maðurinn og þrjár konur á þrítugs- aldri, öll höfðu þau drukkið áfengi. Einni konunni varð óglatt og ég ætl- aði að stöðva bílinn,“ segir hún um tildrög árásarinnar. Þá varð karl- maðurinn hinn reiðasti. „Hann trompaðist og sló mig í öxl- ina og sagði mér að ef ég stöðvaði bíl- inn dræpi hann mig,“ segir konan sem þorði ekki annað en halda áfram. Hún gerði fólkinu grein fyrir að dýrt yrði að þrífa bllinn ef illa færi með flökurleika konunnar. Þá tók maðurinn konuna hálstaki aftan frá, að hennar sögn, með.þeim afleiðingum að hún missti næstum stjórn á bílnum. Hún segir hann hafa haldið takinu í talsverðan tima og hún barðist við að halda biffeið- inni á veginum. Hún ók í miðbæ Reykjavíkur þar sem hún mætti sjúkrabíl. „Ég blikkaði ljósunum á fullu og sem betur fór áttuðu þeir sig á þvi að ekki var allt með felldu,“ segir hún en þá stöðvaði hún loks bílinn. Maðurinn stakk af um leið og bíll- inn stoppaði og stuttu síðar kom lög- reglan. Stúlkurnar þrjár sem voru eftir gátu gefið lögreglunni lýsingu á manninum og nafn hans. „Þær voru líka dauðhræddar við hann,“ segir konan. „Þetta var hræðileg tilfinning," segir hún og er enn hrædd. Hún segir hræðilegt að hugsa til þess að leigubílaakstur á nóttinni um helgar geti verið spurning upp á líf eða dauða. „Ég veit ekki hvort ég legg það aftur á mig að keyra leigubíl," segir hún og finnst öryggi bílstjóra veru- lega ábótavant. Hún vill sjá plexígler um ökumannssætið sem skilur að farþega og ökumann. Hún segir að það myndi auka öryggistilfinning- una og vill betri úrræði fyrir leigu- bílstjóra svo þeir verði síður fyrir árásum. Hjalti Hafsteinsson er varafor- maður Frama, samtaka leigubíl- stjóra. Hann segir árásir afar fáar, en því miður alvarlegar. „Ég sé það nú ekki gerast að bílstjórar fari að setja gler á milli sín og far- þegánna," segir hann. Sam- kvæmt Hjalta hafa sumir bílar ör- yggishnapp sem eykur öryggi þeirra talsvert. Bílstjórarnir sjálfir þurfi að standa straum af kostnaði við hert öryggi og því séu ekki allir tilbúnir að auka öryggið í bílum sínum. „Það er engiaástæða í bili til þess að hafa áhyggjur,“ segir Hjalti en áréttar að svona mál séu áhyggju- efni fyrir stétt leigubílstjóra. Málið er í rannsókn hjá lögregl- unni í Reykjavík. Háskólinn á Bifröst: Bryndís aðstoðarrektor Bryndís Hlöðversdóttir hefur hún hafði setið á þingi um árabil. verið ráðin aðstoðarrektor Háskól- Magnús Árni Magnússon sagði ans á Bifröst. Hún hefur gegnt stöðu starfi sínu lausu sem aðstoðarrektor forseta lagadeildar skólans í rúmt síðasta miðvikudag, en hann var ár, en hún lét af þingmennsku fyrir einnig forseti viðskiptadeildar Samfylkinguna í ágúst í fyrra, en skólans. NÝB VALKOSTUR A fransoort*il toll- og flutningsmiölun ehf jéMai' V Fiskislóð 26 • 101 Reykjavík • Sími: 578 4600 www.transport.is • transport@transport.is Æfingar sjóhers Rússlands: Rússarnir koma ekki ,',Engin rússnesk sjóhersæfing er fyrirhuguð á hafinu umhverfis íslands það sem eftir er þessa árs,“ segir Bjarni Vestmann, sendifull- trúi í utanríkisráðuneytinu. „Það hefur fengist staðfest af rússneska sendiráðinu. Það útilokarhins vegar ekki að æfingar gætu orðið í Norður- Atlantshafi, fjarri íslandi." Á síðustu árum Rússar hafa árlega haldið flotaæfingu áNorður-Atlants- hafi. Yfirleitt hafa þeir fyrst æft með Bandaríkjamönnum og svo haldið sína eigin æfingu. Rússnesk herskip komu mjög nálægt ströndum fs- lands haustið 2004, en í fyrra voru þeir langt suður af íslandi. „Komi rússnesk herskip inn fyrir 200 mílna mörkin mun Landhelgis- gæsla Islands leitast við af fremsta megni að fylgjast með ferðumþeirra, Rússnekst herskip Ekki reynir á varnir okkar vegna Rússanna í ár. líkt og gert yrði ef herskip annarra landa ættu hlut að máli. Haft yrði náið samráð við Atlantshafsbanda- lagið og einstök aðildarriki þess við öflun upplýsinga um ferðir herskipa sem ekki tilheyra aðildarríkjum Átl- antshafsbandalagsins," segir Bjarni. Kofi Annan: Varar við aðgerðum Kofi Annan, aðalritari Sam- einuðu þjóðanna, ítrekaði í gær nauðsyn þess að leysa deiluna um kjarnorkuáætlun írana með frið- samlegum hætti. Annan, sem var staddur í Doha f Katar í gær, hafði fundað með Mahmoud Ahmadinejad, forseta Irans, í Te- heran um helgina og fullvissaði forsetinn Annan um að íranar væru reiðubúnir til þess að semja um lausn deilunnar þótt þeir myndu ekki láta af auðgun úrans eins og öryggisráð Samein- uðu þjóðanna hefur krafist.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.