blaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 14

blaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 2006 mmm blaöiö 1. Hvenær átti Tyrkjaránið sér stað? 2. Hvers vegna borða ísbirnir ekki mörgæsir? 3. Hvaða hljómsveit orti baráttusönginn „Burt með kvótann!" 4. Ef ekið er eftir Miklubraut á 99,9% Ijóshraða, hvernig veit ökumaðurinn hvort umferðarljósin við Kringlumýrarbraut sýna rautt Ijós eða grænt? 5. Allir vita að api Línu langsokks hét herra Níels, en hvað hét hestur hennar? Svör: GENGI GJALDMIÐLA j ío B « aj S ro CNi _ co u ic ÍSJIIP! P> 22 5 .3 < o) _ _ _ C'J 03 3 :o bz 3 co *o p o : o ro t— ~ c >o a. cc . 03 O C 3 - . t- -o-Z Q3 co co «<r Bandarikjadalur 68,79 69,11 ■ Sterlingspund 131,05 131,69 m Dönsk króna 11,853 11,923 m tm Norsk króna 10,878 10,942 m Sænsk króna 9,483 9,539 II II Evra 88,44 88,94 ¥0€IR tTT7areL Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum mesta úrval á íslandi af smáum og stórum vogum Hafðu samband m Siðumúla 13, sími S88 2122 www.eitak.is Matvörur: Of mikið skordýraeitur Um tvö prósent sýna úr ávöxtum, grænmeti og korn- vöru á íslenskum matvöru- markaði innihéldu leifar af sveppa- og skordýraeitri yfir leyfilegu hámarki. Þetta kemur fram í niðurstöðu rannsóknar sem Umhverfisstofnun lét gera á síðasta ári. Tekin voru sýni úr 315 matvælum og þar af var fjórðungur innlend framleiðsla. 144 prósentum af teknum sýnum mátti finna sveppa- eða skordýraeitur við eða undir leyfilegu hámarki en 54 prósent voru án þess. 1 svipaðri könnun sem gerð var árið 2004 reyndust 5 pró- sent sýna vera með eiturefni yfir leyfilegu hámarki. Ógnaröld í Darfúr-héraði í Súdan: Friðargæsluliðar hverfa á brott ■ Fara fyrir mánaðamót ■ Aðstoð Sameinuðu þjóðanna hafnað ■ Hernaðaraðgerðir gegn uppreisnarmönnum hafnar á ný SMÁAUGLÝSINGAR 5103737 Eftir Örn Arnarson orn@bladid.net blaöiðE SMAAUGLYSINGAR@BLADID.NET Súdönsk stjórnvöld hafa lýst þvi yfir að friðargæsluliðar á vegum Afríku- bandalagsins sem eru við störf í Dar- fúr-héraði megi einungis vera áfram í landinu undir merkjum bandalagsins, en þurfi að yfirgefa það í lok mánaðarins ætli það að starfa undir merkjum Sameinupu þjóðanna. Yfirlýsingin kemur í kjölfar þess að súdanski herinn hóf að nýju hernaðar- aðgerðir gegn uppreisnarmönnum á svæðinu fyrir um viku. Óttast er að stjórnvöld í landinu ætli sér að koma böndum á uprreisnarmenn með hern- aðaraðgerðum og hafa Sameinuðu þjóðirnar varað við því að „hörm- ungar af mannavöldum” séu á ný yfir- vofandi á hinu stríðshrjáða svæði. Hið veika umboð friðargæsluliða Afrikubandalagsins rennur út í lok mánaðarins og hafði örygg- isráð Sameinuðu þjóðanna boðist til þess að senda sautján þúsund manna herlið á svæðið til þess að tryggja friðinn. Súdönsk stjórnvöld höfnuðu því til- boði. Að sögn Omars al-Bashir, forseta Súdan, myndi vera slíks liðs i landinu grafa undan fullveldi þess og stjórnvöld sætta sig ekki við það. Á sama tíma hefur ríkisstjórnin ákveðið að senda tiu þúsund manna lið til Dar- fúr. Óttast er að sú ákvörðun muni virka sem olía á eld ófremdarástands og að stjórnarherinn muni notfæra sér það tómarúm sem myndast við brotthvarf friðargæsluliðanna til þess að reyna að ganga milli bols og höfuðs á uppreisnarmönnum í héraðinu. Átökin í Darfúr hófust árið 2003 þegar uppreisnarmenn af afrisku bergi brotnir gripu til vopna gegn stjórnvöldum sem eru leidd af Aröbum. Stjórnvöld hafa verið sökuð um að beita arabískum vigamönnum i átökunum sem eru sagðir bera ábyrgð á þjóðar- morðum og öðrum glæpum gegn mankyni. Hundruð þús- unda manna hafa fallið og milljónir eru á vergangi eftir að átökin brutust út. Bandaríkjamenn beittu sér fyrir friðarsamkomulagi í maí á þessu ári en ásamt stjórnvöldum skrifaði að- eins einn hópur uppreisnarmanna undir það samkomulag. Síðan þá hefur spennan farið vaxandi á svæð- inu og útlit er fyrir að ástandið nálgist suðumark. Ógerlegt er talið að senda friðargæslulið til landsins á vegum Sameinuðu þjóðanna í óþökk stjórn- valda og óttast er að alþjóðlegt hjálp- arstarf 1 héraðinu komi að engu haldi í fjarveru slíks liðs. Danmörk: Danir ósáttir Margireru áhyggjufullir. Uldið kjöt í sölu mbl.is Danir hafa nú áhyggjur af fréttum sem borist hafa frá Þýska- landi um tugi tonna af úldnu kjöti sem selt var skyndibitakeðjum þar í landi. Við rannsókn málsins hefur komið í ljós að sjö tonn af útrunnu fuglakjöti voru seld til Danmerkur. Það sem vekur þó mestar áhyggjur Dana er að fyrirtækið sem keypti kjötið finnst hvergi. Þetta kemur fram á vefsíðu dagblaðsins Politiken. Fyrirtækið sem skráð er kaupandi að sjö tonnum af gömlu fuglakjöti frá frystihúsi í Munchen er hvergi á skrá hjá dönskum yfirvöldum, og við heimilisfangið sem gefið er upp á íslandsbryggju í Kaupmannahöfn er ekkert hús.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.