blaðið - 16.09.2006, Qupperneq 1
FOLK
» síður 26
207. tölublað 2. árgangur
laugardagur
16. september 2006
ILIFIÐ
Rúnar Ingi Einarsson nemur lög
ásamt því að frjóvga stuttmynda-
menningu landans
I SÍÐA50
FRJÁLST, ÓHÁÐ &
■ FÓLK
Ari Tómasson segir Tottenham-
leiki og knattspyrnuiðkun ganga
fyrir um helgar
I SÍÐA22
Bílslys sem líöur
seint úr minni
Ágúst Mogensen hefur komiö að um 80
prósent banaslysa á landinu síðustu ár.
Hann lítur yfir starfsferil sinn og segir
eitt slys vera sérstaklega minnisstætt.
Þrjú ungmenni létu lífið. „Ég veit ekki
hvort nokkuð siys hefur haft eins mikil
áhrif á mig og það. Ég man eftir því að
ég var að tala í upptökutæki og labbaði
að bílunum. Ég átti þaö lengi vel á
spólu því ég talaði eintóma vitleysu
þegar ég sá hvaö hafði gerst. Ef ég
man rétt þá keyrði ég frá slysstað og til
Reykjavíkur, ég var vel úti í malarkant-
inum á 70 kílómetra hraða alla leiðina.
Þetta var mjög sláandi og markaði mig
að vissu leyti; slysið, hve margir fórust
og að það var ungt fólk. Síðan hafa
þau orðið nokkuö mörg slysin sem eru
mjög alvarleg og sláandi en þetta er
það sem ég man eftir.”
Ragnarök Ahmadinejads
[ miðju stríði Irana og fraka á níunda ára-
tug síðustu aldar pantaði klerkaveldið í
Iran 500.000 litla plastlykla frá Taívan.
Þetta var óvænt innlegg í hatrammt
stríðið við Iraka. Þegar eftir innrás herja
Saddams Husseins hafði komið á dag-
inn að herafli Irana var í molum og mátti
sín lítils gegn öflugum atvinnuher íraska
einræðisherrans. En við því átti Ajatollah
Khomeini einfalt svar, sem hann sótti
í smiðju Stalíns, en með tilbrigði við
það stef. Hann atti út á vígvöllinn flóð-
bylgjum af hermönnum í trausti þess að
enginn mætti við margnum, sama hvað
hann væri vel vopnaður.
,Við þekkjuntst ekki en
ég er búinn að ákveða að
ráða þig," sagði Davíð.
Svo byrjaði ég. Davíð
hafði enga sérstaka
skoðun á því hvað ég ætti
að gera. Hann sagði mér
að ég yrði aðfinna út úr
því sjálfur." Illugi Gunn-
arsson ræðir íviðtali jim
tónlistina, pólitísk sinna-
» \ í ; \ SMsM'
•
» síða 34
Sýning fyrir konur
Dagmar Haraldsdóttir stefnir á að
halda alþjóðlega sýningu um
konur og alþjóðlega kvennaráð-
stefnu í tengslum við kvenna-
sýningu á Islandi.
m
UEÐUR
Hlýtt
Hægviðri og skýjað með
köflum, en dálítil rigning
um tíma suðaustanlands.
Hiti tíu til sautján stig, hlýj-
ast á Suðvesturlandi.
SAKAMAL » síða 32
íkveikja vegna rekstrarvanda
Rekstur veitingastaðar á Siglufirði gekk ekki
nægilega vel og í kjölfarið kviknaði sérkennileg
hugmynd um lausn á vandanum.
Trúin alltaf
persónuleg
Sigurjón Þórðarson segir ásatrú nátt-
úruhyggju þar sem menn virða krafta
náttúrunnar og goðin eru
bæði holdgervingar
viskunnar og krafta
náttúrunnar.
“Það má kannski
segja að við sjáum
okkur sem hluta
af náttúrunni en
í ýmsum öðrum
trúarbrögðum þá
trónir maðurinn
á toppnum í
sköpunarverkinu.”
Fá hvergi inni
Fötluð börn á framhaldsskólaaldri fá
hvergi inni eftir hádegi þar sem ríkis-
valdið og borgaryfirvöld deila um hver
skuli greiða kostnaðinn.
„Ég sit uppi með að tólf ára gömul
dóttir mín þarf að bera ábyrgð á 17 ára
gömlum bróðum sínum á daginn,” segir
Hrafnhildur Kjartansdóttir, flugfreyja og
móðirfatlaðs drengs. „Það vill enginn
passa fullorðið fólk og þjóðfélagið er
þannig að það eru allir í vinnu og hafa
nóg á sinni könnu.”
Böröu ráðherra
Óeirðir brutust út í Abidjan á Fílabeins-
ströndinni þegar reitt fólk mótmælti því
að eiturefni voru losuð á almannafæri
þannig að þúsundir veiktust og nokkrir
létust af völdum mengunarinnar. Sam-
gönguráðherra landsins fékk að kenna
á bræði mótmælenda sem rifu hann út
úr bifreið hans og börðu til óbóta. Að
því loknu var kveikt í bíl hans.
Misþyrmt af löggum
„Þeir tóku veskið mitt, hirtu peninga-
seðla sem voru í því og svo kortið mitt,“
segir Geir Theódórsson, nemi í Mennta-
skólanum á Akureyri, sem fór illa út
úr viðskiptum sínum við búlgarska
öryggisverði og lögreglumenn.
Geir var sakaður um skemmdarverk og
krafinn um 50 þúsund króna skaða-
bætur þar sem hann var á ferðalagi
með skólasystkinum sínum. Þegar
hann neitaði sök var hann barinn
að eigin sögn og tóku lögreglumenn
þátt í að krefja hann um greiðslur. Á
endanum þurfti samnemandi hans og
kennari sem voru með í för að leggja út
fé svo hann slyppi úr klípunni.