blaðið - 16.09.2006, Qupperneq 2
2 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2006
blaöið
VEÐRIÐ í DAG
Hægviðri
Hægviðri og skýjað með köflum en rign-
ing austanlands. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast
á Norðausturlandi. Hæg norðanátt um
mestallt land.
ÁMORGUN
Rigning
Austlæg átt og fremur
vætusamt en þó milt veður.
Heldurfer þó kólnandi
næstu daga.
VÍÐA UM HEIM
Algarve 23 Glasgow 19 New York 18
Amslerdam 23 Hamborg 21 Orlando 23
Barcelona 20 Helsinki 16 Osló 17
Berlín 23 Kaupmannahöfn 20 Palma 23
Chicago 16 London 20 París 21
Dublin 16 Madrid 23 Stokkhólmur 18
Frankfurt 24 Montreal 15 Þórshöfn 13
Fötluð ungmenni:
Fá hvergi inni eftir
að skóla lýkur
■ Stofnanir vísa hver á aöra ■ Kostar 60 þúsund á hvert ungmenni
Reykjavík:
Einstefna á
Vesturgötu
Breyting hefur verið gerð á
akstri um Vesturgötu í Reykja-
vík. Frá gatnamótum Vesturgötu
og Ægisgötu að gatnamótum
Vesturgötu og Garðastrætis er
nú einstefna til austurs. Á gatna-
mótum Vesturgötu og Ægisgötu
er jafnframt stöðvunarskylda
og skulu ökumenn sem fara um
Vesturgötu nema staðar fyrir
þeim sem aka Ægisgötu.
Nígería:
Geit breyttist
í lík ættingja
Nígerískur maður sem er
ákærður fyrir að hafa myrt
bróður sinn með öxi segist vera
með öllu saklaus. Hann hafi
hins vegar ráðist á
geit og drepið hana
með öxi en geitin
umbreyttist svo
á dularfullan hátt
í lík bróður hans.
Að sögn nígerískra lög- reglu-
yfirvalda staðhæfir maðurinn
að nokkrar geitur hafi verið
að flækjast á bóndabæ hans og
hann hafi ætlað að hrekja þær á
brott. Ein þeirra hreyfði sig ekki
og þess vegna lagði maðurinn til
hennar með öxinni.
Trú á svartagaldur og dulræn
fyrirbrigði er ekki óþekkt fyr-
irbrigði í Nígeríu og stundum
halda menn því fram að andar
og forynjur hafi platað þá til að
fremja myrkraverk.
Eftir Höskuld Kára Schram
hoskuldur@bladid.net
Um 20 fötluð ungmenni fá hvergi
inni í kerfinu eftir að skólatíma
lýkur þar sem hvorki ríkið né sveit-
arfélög eru tilbúin til að taka þau að
sér. Foreldrar barnanna eru orðnir
langþreyttir á skilningsleysi innan
kerfisins og segja hið opinbera hafi
brugðist þeim. Ríkið hætti að halda
utan um málið síðasta vor og vísaði
því til sveitarfélaganna. Málið er
nú í kyrrstöðu innan borgarkerf-
isins. Móðir 17 ára fatlaðs drengs
segir engan vilja taka ábyrgð á mála-
flokknum og að stofnanir vísi hver
á aðra.
Þjónustu hætt
„Ég sit uppi með það að tólf ára
gömul dóttir mín þarf að bera
ábyrgð á 17 ára gömlum bróður
sínum á daginn,“ segir Hrafnhildur
Kjartansdóttir, flugfreyja og móðir
fatlaðs drengs. „Það vill enginn
passa fullorðið fólk og þjóðfélagið
er þannig að það eru allir í vinnu
og hafa nóg á sinni könnu.“ Sonur
Hrafnhildar stundar nám við Fjöl-
brautaskólann við Ármúla en skól-
anum Iýkur venjulega upp úr hádegi.
I fyrra var boðið upp á frístundaað-
stöðu fyrir þessi ungmenni eftir
skólatíma allt til loka vinnudags
foreldra. Þessari þjónustu hefur nú
verið hætt og þurfa foreldrar sjálfir
að útvega börnunum sínum pössun
á daginn.
Langþreytt á aðgerðaleysi
Upphaflega var það Svæðisskrif-
stofa Reykjaness sem hélt utan um
frístundaaðstöðuna í samvinnu við
sveitarfélögin. f kjölfar aukinna um-
sókna og breyttra áherslna í starf-
inu þótti umsjónaraðilum rétt að
málið yrði fært alfarið yfir í hendur
sveitarfélaganna.
íþrótta- og tómstundaráð Reykja-
víkur hefur boðist til að taka málið
að sér og hefur lagt fram fjárhags-
áætlun þar að lútandi. Felur hún í
sér umtalsverðar hækkanir á kostn-
aði fýrir sveitarfélögin. Er reiknað
með að mánaðarlegur kostnaður á
bak við hvern einstakling nemi 60
þúsund krónum en hann var áður í
kringum 20 þúsund.
Velferðarsvið Reykjavíkurborgar
hefur haft málið til umfjöllunar
síðan í vor en engin afstaða liggur
fyrir. Telst málið því vera í biðstöðu.
Móðir fatlaðrar stúlku sem ekki
vildi koma fram undir nafni segist
vera orðin langþreytt á aðgerða- og
skilningsleysi yfirvalda. Hún segist
margoft hafa leitað svara hjá borgar-
yfirvöldum en alltaf komið að lok-
uðum dyrum. Á meðan þurfi hún
nánast daglega að standa í útrétt-
ingum til að finna dóttur sinni stað
eftir að skóla lýkur.
Hranfhildur segir það sorglegt
að ekki skuli vera meiri áhugi hjá
hinú opinbera á að sinna þessum
málaflokki. „Það er alveg sama
hvar mann ber niður í málefnum
fatlaðra. Það benda bara allir hver á
annan. Það er til nóg af peningum í
alls konar dekurverkefni á borð við
inngöngu í öryggisráð Sameinuðu
þjóðanna en ekki fyrir þessa örfáu
einstaklinga.“
Eldur í Varmárskóla:
Mjög stolt af
börnunum
„Óneitanlega var fólki brugðið
og börnin urðu mjög hrædd.
Ég er virkilega stolt af þeim og
starfsfólki skólans,” segir Helga
Richter, aðstoðarskólastjóri
Varmárskóla, enum klukkan
tvö í gær fór brunavarnarkerfi
skólans í gang eftir að eldur
kom upp í þaki og rýma þurfti
skólann í kjölfarið. Alls þurftu á
fimmta hundrað einstaklingar
að yfirgefa bygginguna og engin
slys úrðu á fólki.
„Hjá okkur fara reglulega
fram brunaæfingar og því gekk
allt upp samkvæmt rýmingar-
áætlun,” segir Helga. „Búið er
að tilkynna atburðinn til allra
foreldra og áfallateymi hefur
verið kallað saman.”
Samkvæmt upplýsingum frá
Slökkviliði höfuðborgarsvæð-
isins stendur rannsókn yfir og
eldsupptök því ekki kunn.
Vamarliöið:
Þyrlurnar
halda á braut
Síðustu þyrluvakt björgun-
arsveita varnarliðsins lauk
í gærmorgu^ Björgunar-
þyrlurnar verða nú teknar í
sundur og s|ftar um borð í
flugvél semmun flytja þær til
herstöðvar Bandaríkjamanna
í Bretlandi, ásamt tuttugu
varnarliðsmönnum.
Landhelgisgæslan hefur tekið
tvær þyrlur á leigu, sem munu
koma í stað björgunarþyrlna
varnarliðsins. Þær koma til
landsins í næsta mánuði, en þá
mun Landhelgisgæslan ráða yfir
fjórum þyrlum. Tuttugu menn,
sem eru nú í þjálfun, hafa verið
ráðnir til að manna áhafnir nýju
þyrlnanna.
Opið virka daga: 10-18, lau: 11-15 Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500
Gæða sængur
og heilsukoddar.
Heilbrigðisráðherra lofar úrbótum:
Ný göngudeild fyrir BUGL
verður byggð fljótlega
„Ráðuneytið er að vinna í ýmsum
málum er snúa að geðheilbrigði og
þar á meðal að byggja nýja göngu-
deild fyrir barna- og unglingageð-
deild Landspítalans,” segir Siv Frið-
leifsdóttir heilbrigðisráðherra.
Biðtími eftir innlögn hjá BUGL
eru fjórtán mánuðir og fjölskyldur
barna með geðræn vandmál kvarta
sáran yfir því að fá enga hjálp. Yfir-
læknir geðdeildarinnar hefur gagn-
rýnt harðlega skipulag innan Land-
spítalans i geðheilbrigðismálum og
segir aðstöðu deildarinnar forkast-
anlega. Sviðsstjóri geðsviðs spít-
alans vísar til þess að göngudeild
muni leysa mikinh vanda.
„Eg hef lagt áherslu á það í fjárlaga-
gerðinni að byrjað verði sem fyrst á
fyrsta áfanga göngudeildarinnar eða
í síðasta lagi á næsta ári,” segir Siv.
Gongudeild framundan Heilbrigðis-
ráðherra segir að hafist verði handa
vtö nýja göngudeild BUGL ísíðasta
lagi á næsta ári.