blaðið - 16.09.2006, Page 14
14 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2006
blaöið
Innlend hlutabréfaeign fimm stærstu lífeyrissjóðanna yfir hundrað milljarðar:
Veðja á bankastofnanir
og útrásarvíkinga
Bankarnir meginstoð hagkerfisins ■ Lífeyrissjóðirnir veðja á íslenska útrá ■ Útrásarfyrirtækin bjóða upp á mikla ávöxtun
Eftir Trausta Hafsteinsson
trausti@bladid.net
.Athygli vekur að lífeyrissjóðirnir
virðast veðja á íslenskt athafnalíf
og í tölum þeirra sést þetta greini-
lega,” segir Arnar Freyr Ólafs-
son, sérfræðingur hjá Greiningu
Glitnis.
Fimm stærstu lífeyrissjóðir
landsins eiga yfir hundrað millj-
arða í innlendum hlutabréfum.
Helstu fjárfestingar sjóðanna
virðast liggja í islenskum
bankastofnunum annars vegar
og fjárfestingarfyrirtækjum hins
vegar. Stefna lífeyrissjóðanna
er sú að stærstu eignarhlutirnir
séu í skráðum félögum og viðmið
á ávöxtun séu vísitölufyrirtæki
Kauphallar Islands.
„Eðlilegt er að sjóðirnir eigi stóra
hluti i bönkunum því þeir eru
orðnir stór hluti hagkerfisins. Síðan
virðast þeir leggja áherslu á rekstr-
arfélögin og það er því ekki aðeins
HEILDAREIGN SJÓÐANNA FIMM LÍFEYRISSJÓÐUR GILDI-
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins 42.200.000.000 STARFSMANNA RÍKISINS LÍFEYRISSJÓÐUR
Gildi-lifeyrissjóður 42.000.000.000 Kaupþing banki hf. 15.955 milljónir Kaupþing banki 11.874 milljónir
Sameinaði lífeyrissjóðurinn
Almenni lífeyrissjóðurinn
Lifeyrissjóður verzlunarmanna
Samtals:
Lifeyrissjóðirnir
virðast veðja
á íslenskt
athafnaiíf
Arnar Freyr Ólafsson
Greiningu Glitnis
13.900.000.000
10.755.000.000
þOgn
108.855.000.000
Skiptir mestu
að fá mikla
ávöxtun á
skömmum tíma
Birgir Stefánsson
Eignastýringu LSR
Landsbanki Islands
Actavis
Glitnlr
FL Group
Straumur-Burðarás
Mosaic Fashions
Atorka
Össur
4.796 milljónir
3.975 milljónir
3.581 milljón
1.522 milljónir
1.111 milljónir
1.050 milljónir
804 milljónir
646 milljónir
Bakkavör
Straumur Burðarás
Landsbanki Islands
Actavis
Glitnir
Mosaic Fashions
Alfesca
Össur
7.935 milljónir
5.869 milljónir
5.366 milljónir
3.793 milljónir
2.180 milljónir
940 milljónir
380 milljónir
357 milljónir
bankakerfið sem hefur verið að
lána útrásarfyrirtækjunum heldur
hafa lífeyrissjóðirnir lika tekið þátt
í útrásinni,” segir Arnar Freyr.
Ævintýrateg ávöxtun
Birgir Stefánsson, hjá eignastýr-
ingu LSR, segir lifeyrissjóðina í
innbyrðis samkeppni og að þeir
reyni að hámarka ávöxtun á sem
stystum tíma.
„Útrásarfyrirtækin eru einfald-
lega stór og eðlilegt er því að
sjóðirnir fjárfesti í þessum fyrir-
tækjum,” segir Birgir, „t innlendum
hlutabréfum skiptir mestu máli að
fá mikla ávöxtun á skömmum tíma
og hraðan vöxt. Útrásarfyrirtækin
henta mjög vel fyrir þessa stefnu.”
Veðja rétt
Arnar Freyr tekur undir með
Birgi að útrásarfyrirtækin henti
vel fyrir ávöxtun lífeyrissjóðanna
LÍFEYRISSJÓÐUR
VERZLUNARMANNA
8>CMM
og telur að sú þróun muni halda
áfram.
„Ævintýraleg ávöxtun hefur
10%
vaxtaauki!
Frábært TILBOÐ! Kynntu þér málið á spron.is
9
9
9
9
9
9
pÆÍP'típí
Óánægja með eiturlosun:
Börðu ráðherra
út af mengun
■ Sjö látnir ■ Eitur losað á opnum svæðum
Hópur ungmenna réðst á sam-
gönguráðherra Fílabeinsstrand-
arinnar í gær, dró hann út úr bíl
hans og börðu til óbóta. Eftir það
brenndu ungmennin bíl ráðherrans.
Ráðherrann sjálfur er þungt hald-
inn eftir árásina.
Mikil reiði hefur blossað upp í
hafnarborginni Abidjan á Fílabeins-
ströndinni vegna þess að eiturefni
hafa verið losuð á opnum svæðum
í borginni. Vitað er til þess að efn-
unum hefur verið sturtað niður á
fjórtán stöðum innan borgarmark-
anna þar sem ekkert tillit er tekið til
mengunar og hættunnar af henni
fyrir borgarbúa.
Óeirðir brutust út í borginni og
krefjast mótmælendur þess að rík-
isstjórn landsins segi af sér fyrir að
hafa ekkert gert til að sporna við
eiturlosuninni. Mengun af völdum
eiturefnanna hefur dregið sjö til
bana og hátt í 30 þúsund hafa veikst.
Forsætisráðherra landsins segir að
rannsókn á málinu sé hafin og að
hreinsun svæðanna þar sem efnin
voru losuð hefjist á sunnudag.
blaði
Óeiröir í Abidjan Fjöldi ungmenna hefur fariö út á göturnar, lokað þeim fyrir
umferð og kveikt í hjólbörðum.
Mikil reiði Mótmælendur hafa reist virki á vegum úti og stöðvað alla umferð.
Fólkið er afar reitt vegna þess að stjórnvöld hafa ekki komiö i veg fyrir eiturlos-
un á opnum svæðum.