blaðið - 16.09.2006, Síða 16
piaoio-..-
Útgáfufélag:
Stjórnarformaður:
Ritstjóri:
Fréttastjórar:
Ritstjórnarfulltrúi:
Árogdagurehf.
Sigurður G. Guðjónsson
Sigurjón M. Egilsson
Brynjólfur Þór Guðmundsson og
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
JanusSigurjónsson
Nú er best að byggja
Ung móðir tveggja barna veigrar sér ekki við að byggja í annað sinn,
ákveði þau hjónin það. Þetta sagði hún í viðtali við Blaðið á miðvikudag
og einnig að ungt fólk kjósi heldur að byggja.
Get illa gleymt uppvaxtarárunum í hálfkláruðu einbýlishúsi norður
á Hólmavík. Lengi vantaði gólfefnin. Mun lengri tíma tók að hylja stein-
ullina í loftunum. Eldhúsinnréttingin kom fjörutíu ára gömul í glænýja
húsið sem reist var rétt fyrir 1980. Smátt og smátt reis húsið við sjávar-
síðuna í samræmi við draumamynd foreldra minna, fyrir utan að neðri
hæðin var aldrei innréttuð. Samt stóðum við bara vel. Af þessu lærði ég
að best væri að kaupa tilbúið. Aldrei að byggja.
Velti því þó fyrir mér hvort nú sé ekki akkúrat rétti tíminn til að reisa
sér hús. Stórt og glæsilegt. Tvær snyrtingar, í það minnsta.
Fasteignasalar keppast við að koma fram og segja að fasteignaverð
standi í stað þrátt fyrir að helmingi færri eignir seljist nú en áður. Sagt er
að smiðir fresti verkefnum því markaðurinn sé að mettast og bankarnir
hættir að lána. Þeir ættu því að vera á lausu til að reisa húsið mitt. Síðast
en ekki síst, og það er reyndar það allra besta, á að lækka verðið á lóðum.
Þær á ekki lengur að selja hæstbjóðanda í Reykjavík, heldur úthluta, eins
og gert er í Kópavoginum og Hafnarfirði.
Kannski eru fleiri í mínum sporum núna. Höfðu aldrei ætlað sér að
byggja, bara kaupa, en sjá fram á að það fyrrnefnda gæti verið ódýrara.
Og þá er hægt að velja allt sjálfur. Hægt að setja baðherbergi inn af svefn-
herbergjum eins og tíðkast víða í útlöndum. Jafnvel flísaleggja sjálfur
og mála. Spara og þurfa ekki að kaupa tilbúið hús á uppsprengdu verði
og breyta.
En bíðum aðeins við.
Hringdi í borgina til að fá mér svona lóð. Fékk þær upplýsingar frá
framkvæmdasviði að engar lóðaúthlutanir séu í gangi. Engar ákvarðanir
um lóðaúthlutanir liggi fyrir. Ákvörðunina eigi ekki að taka fyrr en um
áramótin. Einhverjar lóðir í Úlfarsárdal séu þó til sölu. Ætli það séu þær
níu sem var skilað eftir að Reykjavíkurlistinn fór frá völdum? Þeim var
skilað því fólk neitaði að borga hátt í tuttugu milljónir fyrir þær og eign-
ast svo nágranna sem fengi úthlutað, því þá yrði nóg af lóðum í boði.
Áramótin. Hver ætli ákvörðun meirihlutans verði? Af eða á?
Vonandi verð ég laus við byggingarlöngunina þá.
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar Hádegismóum 2,110 Reykjavík
Aóalsimi: 510 3700 SCmbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréfáauglýslngadeild: 510 3711
Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins
16 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2006
blaAi6
15 y
íiSLÍtcurt |iIX
Zoo3 2ooV 2oðS 2ooó j
HbUN SrrÝRÍVAXTAifEÍMSMETc,Íl/<;
a i Tívorr t=kKi
Vjfon YJcK\J* FéLÖGuHuM $Tt\nrl0K!\-
SAMbiiNG /whÆTT/ H/'tstS nLMzvhw
-. .SEGJua/T*» *Tii0«tfrfc
Kjúklingabringur
á raðgreiðslum
Kannanir sýna að suður við
Miðjarðarhaf er það algengt að
fólk líti fyrst á sig sem Evrópubúa
og síðan sem ítali eða Spánverja,
og svo framvegis. En eftir því
sem norðar dregur í álfunni skil-
greina færri sig fyrst sem Evrópu-
búa og þjóðernið skipar æ stærri
sess. Það er þessvegna fullkom-
lega eðlilegt að hér lengst norður
í Ballarhafi hafi hugmyndin um
okkur sem Evrópubúa ekki verið
sterk og við það bætist auðvitað
að við erum eyja en ekki hluti
meginlands og því gjarnari á að
afmarka okkur frá öðrum. Það
býr Bjartur í okkur öjlum og
hann er lítið hrifinn af stórum
samböndum, skrifræðisbákninu
í Brussel og öðrum leiðindum
sem Evrópusambandinu fylgja.
Það sætir þessvegna talsverðum
tíðindum þegar í ljós kemur að sú
Evrópustefna sem við í Samfylk-
ingunni höfum verið að boða við
littlar vinsældir oft, á orðið fylgi
meirihluta þjóðarinnar. En það
er ekki að ástæðulausu.
Lífskjaramál
Viðvarandi áhugaleysi íslenskra
stjórnvalda um lífskjör venjulegs
fólks og fyrirtækja virðist ein helsta
ástæða þess að fólk horfir nú meira
til Evrópu um lausnir. Það er líka
eitthvað algjörlega galið við kjörna
fulltrúa almennings, þ.e. þingmenn
framsóknar- og sjálfstæðisflokks,
sem leggja 375% opinber gjöld ofan
á eina kjúklingabringu. Fimmfalda
jafnhversdagslega neysluvöru í
verði með fáránlegum ofurgjöldum
á fólkið í landinu. Og eðlilega sér
fólk að hvergi í löndum Evrópu-
sambandsins þarf fólk að gera rað-
greiðslusamninga til að kaupa sér
kjöt á grillið. Þessi þáttur snýst um
tvöhundruðþúsund krónur á ári og
fyrir venjulegt fólk, að ég ekki tali
um barnafjölskyldur, er það bara
orðin spurning um heilbrigða skyn-
semi að brjótast út úr þessu sérís-
lenska okurkerfi og fara að kaupa
mat einsog annað fólk í Evrópu.
Getuleysi sömu stjórnvalda við að
halda aftur af verðhækkunum og
vöxtum á Islandi hefur ekki síður
Helgi Hjörvar
orðið til að gera fleira fólk að Evr-
ópusinnum en áður. Skuldsetning
íslenskra heimila er mikil og þegar
fólk sér viðavarandi verðbólgu árum
saman og nú þrefalda á við það sem
gerist í kringum okkur og hefur svo
þetta sérislenska verðtryggingar-
kerfi sem sjálfkrafa hækkar skuldir
fólks í viðbót við hæstu vexti í
heimi þá verður það tiltölulega aug-
ljóst hagsmunamál flestra að fá að
lifa í öðru myntkerfi en islensku
krónunni.
Fílabeinsturn
Þó margir gallar séu á Evrópusam-
bandinu virðist orðið einboðið að
láta reyna á i samningum við sam-
bandið hvort við getum tryggt hags-
muni okkar innan þess, einkum
forræði i sjávarútvegsmálum. Þeim
okkar sem þótt hefur skrifræðið í
Brussel of mikið verður æ betur Ijóst
að okkar eigið séríslenska skrifræði
einsog verðtryggingin og vöruofur-
gjöldin á venjulegar nauðsynjavörur
er miklu verra skrifræði en það i
Belgíu.
Það er athyglisvert að skv. könn-
uninni sem birt var í vikunni
vilja fleiri sjálfstæðismenn að-
ildarviðræður, aðild og upptöku
evrunnar en ekki. I 23 manna
þingflokki sjálfstæðismanna er
hins vegar ekki einn maður sem
endurspeglar þessi sjónarmið. Það
hlýtur að vekja spurningar um það
i hverskonar fílabeinsturni forysta
Sjálfstæðisflokksins elur mann-
inn. Frjálslyndir sjálfstæðismenn
verða því að kjósa Samfylkinguna
í vor til að stuðla að framförum í
þessum málum. Og auðvitað er
það bara tímaspursmál hvenær við
verðum hluti af Evrópusamband-
inu og kannski við ættum að læra
af hinum svokölluðu „varnarvið-
ræðum“ við Bandaríkin að oftast
er betra að hafa sjálfur frumkvæði
að breytingum, velja tímasetningar
og hafa áhrif á skilmála en hrekjast
undan i nauðung þangað til maður
getur ekki annað en þegið það
sem að manni er rétt, einsog Geir
Haarde þarf að gera þessa dagana.
Höfundur er þingmaður
Samfylkingarinnar í Reykjavfk.
Klippt & skorið
Fimmáraáætlun Samfylkingarinnar i
umhverfismálum hefur ekki alveg
valdið þeim straumhvörfum í íslenskri
þjóðfélagsumræðu, sem að var
stefnt. Finnst enda ýmsum holur
hljómur í þeim sinnaskiptum, í
Ijósi afdráttarlauss stuðnings
flokksins við stóriðjustefnu ríkis-
stjórnarinnar á umliðnum árum. Fyrir nú utan
hitt, að upp eru talin sex svæði, sem Samfylk-
ingin vill friða strax fyrir ágangi orkufyrirtækja,
en af þeim eru fimm svæði þar sem Orkuveita
Reykjavfkur undir stjórn R-lista Ingibjargar
Sólrúnar Gísladóttur vildi virkja!
Helgi Seljan, hinn knái spyrill NFS
(sem valdi sér aldeilis rétta tímann
til þess að söðlá um yfir til RÚV),
ræddi við Ingibjörgu Sólrúnu um fimmára-
áætlunina, saumaði mjög að henni og spurði
svo af hverju hún hefði snarsnúist í stuðningi
sínum við Kárahnúkavirkjun, .'lli.
aðeins 3-4 árum eftir að flokk- 1
urinn hefði greitt atkvæði með g"’
mestu stóriöjuframkvæmdum ■
Islandssögunnar. „Er ekki batn-
andi mönnum best að lifa?" spurði formaður
Samfylkingarinnar á móti. Eru það nú trú-
verðug svör?
Ekki er gefið að Samfylkingin eða Ingi-
björg Sólrún styrkist á þessu hring-
sóli í stóriðjustefnunni, enda hefur
flokknum löngum verið borið stefnuleysi á
brýn. I því samhengi eru viðbrögð Lúðvíks
Geirssonar, bæjarstjóra íHafnarfirði, einkar
athyglisverð. Lúðvík er tvímælalaust í for-
ystu Samfylkingarinnar, eini stórsigurvegari
flokksins frá því Margrét Frímannsdóttir
var kjörinn fyrsti þingmaður Suðurkjör-
dæmis, og um hann er rætt sem Kklegasta
arftaka Ingibjargar Sólrúnar (formannsstóli.
Sem bæjarstjóri er hann að
semja við Alcan um stækkun
álversins suður í Straumsvík
og þvl hefur hann verið inntur
eftir því hvort fimmáraáætl-
unin breyti einhverju. Hann hefur ekkert
gefið fyrir þessa nýjustu stefnubreytingu for-
mannsins og segirað fbúar í Hafnarfirði muni
hafa síðasta orðið um stóriðjuframkvæmdir
ÍFirðinum.
andres.magnusson@bladid.net