blaðið - 16.09.2006, Qupperneq 22
22 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2006
blaðið
fólk
folk@bladid.net
HVAÐ FINNST ÞER?
Finnst þér gott að ríða islenskum hesti?
„Það erfáttbetra."
Sigurbjörn Bárðarson,
tavmingamaður
Sigurbjörn er margfaldur islands- og heims-
meistari í hestaíþróttum. Nýverið birtust fréttir
af vinsældum islenska hestsins á dýravændis-
húsi í Danmörku.
HEYRST HEFUR...
Sést hefur til tónlistarmanns-
ins ljúfa KK þeysast um
borgina á forláta Kawasaki-mót-
orhjóli frá sjöunda áratugnum.
Hingað til hefur
KK verið þekktur
fyrir allt annað
en hinn harða
rokkaralífsstil og
vonandi leynist
sama ljúfmennið
undir hjálminum og áður en
mótorhjólið kom til sögunnar.
Það fylgir ekki sögunni hvort
KK sé til í að leyfa vegvilltum
vegbúum að fara í stutta öku-
ferð en það er hægt að hugsa sér
margt verra en að bruna um
borgina með blúsaranum KK.
Mugison hefurverið að
vinna að tónlistinni í
kvikmyndinni Mýrinni. Þar
fékk hann til liðs við sig rokkar-
ana í Dr. Spock í einu lagi. Mugi-
son virðist hafa
hugnast hinn harði
hljómur einstak-
legavelþví hann
vinnur nú sjálfur
hörðum höndum
að rokkplötu. Á
Innipúkanum nú í haust kom
hann fram með rokkurunum
í Ensíma og var gerður góður
rómur að þeirri spilamennsku.
Friður er góður félagsskapur
SnuZiuvcqi 46 S •
* ERUM MEÐ1150 NÝJAR OG NÝLEGA UPPFÆRÐA BÍLAÁSKRÁ!!!!
MAZDA MX-5 BLÆJU/HARÐTOPP '94 M.BENZ ML 270 CDIEINN MEÐ ÖLLU Arg.03
Ek.95 þ. Sjálfsk. V.550,-
U
GOTT STGR VERÐ! LÁN 4000,-
NISSAN PATR0L ELEGANCE TDI38" SJÁLFSK NISSAN PATR0L SE+ 3S"7 manna 03/99
08/03 Ek.45 þ.km V.4,3 LÁN1800,- Ek.197þ.km Leður, Toppl. Tölvukubbur, Ofl.
Góður Jeppi, V.1800,- Lán 1530,-
M.BENZ E 270 CDI Elegance W211 Árg.03 D0DGE MAGNUM Árg.05 Ek.20þ.km
Ek.121þ.km. Leður, Dr.kúla O.fí. Lán 4080,- Ný Heilsársd. V.3990,- Lán 3420,-
m wébm wm
M.BENZML500Árg03 Ek.22þ.km
Einn með öllu Tilboð 4700,- Lán 4180,-
SK0DA FELICIA GLX 05/00
Ek.56 þ. 5 gíra V.390,-
11) M.BENZ E 240 AVANTGARDEÁrg.98
Ek.180þ.km Einn með öllu. Gott verð!!!
FJÖL0IAF NÝJUM 06 NÝLE6UM BÍLUM Á SKRÁ, YFIR1100 UPPFÆROAR
SKRÁNINGAR Á bilamarkadurinn.is HELLIN6UR AF MYNDUM
„Helgarnar eru oft þéttbókaðar hjá
mér en tvennt gengur fyrir. Fyrst ber
að nefna hinn heilaga Tottenham-
leik á laugardögum en á hann horfi
ég með leynisamtökunum „Niðjar
Benjamíns“. Einnig eru æfingar hjá
knattspyrnufélaginu B-liðið fastur
liður á föstudögum - en þar var ég
nýlega valinn nýliði ársins og ég
stefni á að byggja á þeim árangri,“
segir Ari Tómasson, hjartaknúsari
og ritstjóri tónlistarvefritsins Rjóm-
ans. „Báðir þessir hópar eru með
tögl og hagldir á öllum stigum þjóð-
félagsins og mikil dulúð umlykur
þá báða. En allt eru þetta friðsældar-
menn og er gott að umgangast þá.“
Ari starfar hjá fjárfestingabank-
anum Straumi - Burðarás auk þess
sem hann stýrir hinu skemmtilega
vefriti www.rjominn.is. Vefritinu
var ýtt úr vör í október á síðasta ári
svo ekki er langt í að það nái eins
árs aldri.
„Það hefur bara gengið prýðilega
hjá okkur og viðtökurnar hafa verið
góðar. Þessa dagana erum við að
leggja drög að vetrinum og undir-
búalcelandAirwaves-tónlistarhátíð-
ina en við ætlum að fjalla vandlega
um einstaka viðburði hennar,“ segir
Ari. Ljóst er að þessi ungi maður
hefur í nógu að snúast og helgarnar
eru því kærkominn tími til þess að
finna friðinn sem glataðist í amstri
hversdagsins.
hilma@bladid.net
11-9 ® Jlm Unger/dist. by United Madia, 2001
„Ég lenti í þriðja sæti"
Hvað bar hæst?
Kolbrún Halldórsdóttir,
alþingismaður
Þingflokkurinn var að ferðast
um Suðukjördæmi í vikunni,
sem því miður er þingmanns-
laust þetta kjörtímabilið en við
ætlum að sjálfsögðu að breyta
því í komandi kosningum. Ég
hugsa að heimsókn í Þórbergs-
setrið í Suðursveit hafi borið
hæst í þeirri heimsókn. Þar eru
afskaplega kraftmiklir einstak-
lingar búnir að reisa þetta metn-
aðarfulla setur, þar sem sögur og
ævi Þórbergs Þórðarssonar lifa
fyrir augunum á manni á bráð-
skemmtilegri sýningu.
Sigurður Helgason, verkefnastjóri hjá
Umferðarstofu
Þ.að sem ber hæst er verkefnið
„Nú segjum við stopp!“, þar
sem skorað er á alla Islendinga
að segja stopp við banaslysum
í umferðinni. Við hófum verk-
efnið formlega á fimmtudaginn,
en undirbúningurinn hefur
staðið yfir í rúmar tvær vikur.
Borgarafundirnir vöktu mikla
athygli og fengu mjög góða
umfjöllun. Það skiptir okkur
miklu máli að fjölmiðlarnir hafa
staðið þétt við bakið á okkur. Við
opnuðum heimasíðu, stopp.is,
Íiar sem vel á annan tug þúsunda
slendinga hafa skrifað undir yf-
irlýsingu um að hegða sér betur i
umferðinni.
Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir,
sjónvarpskona
Það var að fylgjast með Magna
á lokakvöldi Rock Star hérna
úti í Los Angeles. Við í Kastljós-
inu erum búin að vera hérna
í fimm daga að fylgja honum
eftir. Hann er greinilega mjög vel
liðinn hérna meðal fólks og hann
er náttúrlega búinn að standa sig
alveg stórkostlega allan þennan
tíma.