blaðið - 16.09.2006, Blaðsíða 35
blaðiA
LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2006 35
Nauðsyn hverrar konu
Bráðum fer að kólna í veðri og sólina að vanta. Þá er
gott að hressa upp á útlitið með fallegum augnskugga.
Þrælflottir litir frá Clinique.
Litrík sundföt Hasema-
sundlötin eru framleidd
íbjörtum og áberandi
litum og gjarnan skreytt
fallegu mynstri.
Hylur holdið öfugt við sundboli
nútímans sem eru frekar efnisrýrir
hylja Hasema-sundfötin líkamann frá
toppi til táar.
Hressilegar a ströndinni
Sundföt fyrir strangtrúaða
Nýstárleg sundfatatíska hefur
rutt sér til rúms á tyrkneskum
baðströndum í sumar. Tyrkneski
kaupsýslumaðurinn Mehmet Sa-
hin á heiðuriiin af þessum litríku
kvensundfötum sem hann kallar Ha-
sema. Hann segir að hönnun þeirra
sé undir áhrifum frá íslam og ætlað
að koma til móts við þarfir músl-
ímskra kvenna sem verði að hylja
Hkama sinn. Öfugt við efnisrýra
sundboli nútímans hylja þessi sund-
föt líkama kvennana frá höfði niður
á hæla og minna því meira á sundföt
eins og þau voru fyrir rúmri öld.
í fyrra seldust um 40.000 eintök
af sundfatnaðinum en Hasin vonast
til að i ár nái salan 50.000 eintök-
um. Sahin hefur jafnframt í huga
að koma honum á markað víðar en
í Tyrklandi og nú þegar er hægt að
fá hann í Bandaríkjunum, Egypta-
landi, Jórdaníu, Sádi Araíu og Þýska-
landi.
Ekki eru þó allir á eitt sáttir um
ágæti Hasema-sundfatanna og telja
vinsældir þeirra vera til marks um
aukin áhrif íhaldssamra múslíma í
landinu þar sem trúarbrögð og ríki
eru opinberlega aðskilin. Sahin seg-
ir að meðal viðskiptavina sinna séu
eiginkonur íhaldssamra tyrkneskra
stjórnmálamanna og á þar við fé-
laga í stjórnarflokknum AKP sem
hefur verið við völd frá árinu 2002.
Flokkurinn hefur meðal annars heit-
ið að afnema bann við því að konur
beri andlitsblæju í háskólum og í op-
inbera geiranum.
Stóra Reykjavík
Ég er loksins kominn heim og
lífið er aftur komið í fastar skorð-
ur eða á eftir að gera það, því
það er ekki sólarhringur síðan
ég lenti. Los Angeles er svo allt
öðruvísi en ég hafði gert mér í
hugarlund. Þetta er allt annað
en maður sér í fjölmiðlum hér
heima, að minnsta kosti fólkið.
Ég er búinn að eiga tvær yndis-
legar vikur í L.A. og
fólkið þar er yndis-
legt. Það kom mér
rosalega á óvart
hvað er mikið af
„second hand“-
búðum þarna úti,
sennilega jafn
mikið og er hér
nema bara miklu
ódýrari. Maður
hefði nú haldið
að plastfólkið
í plastborg-
inni væri alls
ekki að kaupa
eitthvað sem
einhver annar
hefði verið í
en annað kom
á daginn.
L.A. er öll
eins og Reykjavík, hún dreifist
út um allt, sem er skondið miðað
við hve margir búa þar. Þar er eng-
in borgarstefna heldur bara byggt
einhvern veginn og ekkert pælt í
umferð og þvíumlíku fyrr en það
er orðið alltof seint. Þess vegna er
algerlega ómögulegt að vera með
almenningssamgöngukerfiáþess-
um stöðum og allir verða því að
eiga bíl. Reykjavík er jafn stór og
París nema hvað það búa nokkr-
ar milljónir i París þannig að
það er augljóst hve dreifð
Reykjavík er. L.A. er því
alveg eins og Reykjavík,
dreifð, flöt, allir eru fræg-
ir og eru að reyna
að meika það.
Það er eng-
inn munur
nerna veðr-
ið og verðið.
EKKERT FJARLÆGT!
ENGU BÆTT VIÐ!