blaðið - 16.09.2006, Blaðsíða 35

blaðið - 16.09.2006, Blaðsíða 35
blaðiA LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2006 35 Nauðsyn hverrar konu Bráðum fer að kólna í veðri og sólina að vanta. Þá er gott að hressa upp á útlitið með fallegum augnskugga. Þrælflottir litir frá Clinique. Litrík sundföt Hasema- sundlötin eru framleidd íbjörtum og áberandi litum og gjarnan skreytt fallegu mynstri. Hylur holdið öfugt við sundboli nútímans sem eru frekar efnisrýrir hylja Hasema-sundfötin líkamann frá toppi til táar. Hressilegar a ströndinni Sundföt fyrir strangtrúaða Nýstárleg sundfatatíska hefur rutt sér til rúms á tyrkneskum baðströndum í sumar. Tyrkneski kaupsýslumaðurinn Mehmet Sa- hin á heiðuriiin af þessum litríku kvensundfötum sem hann kallar Ha- sema. Hann segir að hönnun þeirra sé undir áhrifum frá íslam og ætlað að koma til móts við þarfir músl- ímskra kvenna sem verði að hylja Hkama sinn. Öfugt við efnisrýra sundboli nútímans hylja þessi sund- föt líkama kvennana frá höfði niður á hæla og minna því meira á sundföt eins og þau voru fyrir rúmri öld. í fyrra seldust um 40.000 eintök af sundfatnaðinum en Hasin vonast til að i ár nái salan 50.000 eintök- um. Sahin hefur jafnframt í huga að koma honum á markað víðar en í Tyrklandi og nú þegar er hægt að fá hann í Bandaríkjunum, Egypta- landi, Jórdaníu, Sádi Araíu og Þýska- landi. Ekki eru þó allir á eitt sáttir um ágæti Hasema-sundfatanna og telja vinsældir þeirra vera til marks um aukin áhrif íhaldssamra múslíma í landinu þar sem trúarbrögð og ríki eru opinberlega aðskilin. Sahin seg- ir að meðal viðskiptavina sinna séu eiginkonur íhaldssamra tyrkneskra stjórnmálamanna og á þar við fé- laga í stjórnarflokknum AKP sem hefur verið við völd frá árinu 2002. Flokkurinn hefur meðal annars heit- ið að afnema bann við því að konur beri andlitsblæju í háskólum og í op- inbera geiranum. Stóra Reykjavík Ég er loksins kominn heim og lífið er aftur komið í fastar skorð- ur eða á eftir að gera það, því það er ekki sólarhringur síðan ég lenti. Los Angeles er svo allt öðruvísi en ég hafði gert mér í hugarlund. Þetta er allt annað en maður sér í fjölmiðlum hér heima, að minnsta kosti fólkið. Ég er búinn að eiga tvær yndis- legar vikur í L.A. og fólkið þar er yndis- legt. Það kom mér rosalega á óvart hvað er mikið af „second hand“- búðum þarna úti, sennilega jafn mikið og er hér nema bara miklu ódýrari. Maður hefði nú haldið að plastfólkið í plastborg- inni væri alls ekki að kaupa eitthvað sem einhver annar hefði verið í en annað kom á daginn. L.A. er öll eins og Reykjavík, hún dreifist út um allt, sem er skondið miðað við hve margir búa þar. Þar er eng- in borgarstefna heldur bara byggt einhvern veginn og ekkert pælt í umferð og þvíumlíku fyrr en það er orðið alltof seint. Þess vegna er algerlega ómögulegt að vera með almenningssamgöngukerfiáþess- um stöðum og allir verða því að eiga bíl. Reykjavík er jafn stór og París nema hvað það búa nokkr- ar milljónir i París þannig að það er augljóst hve dreifð Reykjavík er. L.A. er því alveg eins og Reykjavík, dreifð, flöt, allir eru fræg- ir og eru að reyna að meika það. Það er eng- inn munur nerna veðr- ið og verðið. EKKERT FJARLÆGT! ENGU BÆTT VIÐ!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.