blaðið - 16.09.2006, Síða 36
36 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2006
blaðið
Græðum ekki neitt á
séð undanfarið. f seinni tíð höfum
við færst nær því að fjalla fyrr um
slys og fjalla nánar um einstök slys.
Umræðan hefur því breyst úr mjög
almennri umfjöllun í mjög sértæka.
Það eru margir sem hafa sagt að þetta
sé nauðsynlegt í forvarnarskyni, til
að vekja athygli á vandamálinu og
svo fólk hafi eitthvað raunverulegt
fyrir framan sig. Þess vegna erum við
að færa umfjöllunina nær. Það hefur
hins vegar þær afleiðingar í för með
sér að það getur komið við aðstand-
endur. Flestir hafa hins vegar sýnt því
skilning. Við verðum lika að passa
okkur á að hrapa ekki að ályktunum
um hvað gerðist, vanda okkur hvað
við segjum og hvernig við segjum
það og að það sem við segjum sé satt,“
segir Ágúst og tekur fram að það sé
ekkert í lögum nefndarinnar sem
segi að nauðsynlegt sé að hafa leyfi
aðstandenda áður en fjallað er um ein-
stök slys. „Það er náttúrlega þannig að
við þurfum að feta ákveðinn milliveg
og vissulega eru ákveðnar upplýsingar
sem eru persónuupplýsingar sem ber
að vernda. Ef við skoðum slysin í heild
og hvar þau verða þá verða þau í kerfi
sem heitir þjóðvegakerfið og það er
opið öllum. Það sem fólkgerir, hvernig
það hagar sér í vegakerfi sem er opið
fyrir aimenning, er ekki einkamál
þess. Það er ekki einkamál bílstjóra
ef hann ekur á aðstandanda eða ætt-
„Eftir á hugsa ég samt
sem áður ekki að
það sé gott að þetta
hafi ekki verið vinur
eða ættingi minn því
þetta er alltaf vinur
eða ættingi einhvers.
Auðvitað á maður
ekki að leyfa sér að
hugsa svona en þetta
er það sem gerist í
kollinum á mér."
ingja minn þegar hann er ölvaður eða
á ofsahraða. Því fer fjarri. Það getur
vitanlega verið mjög viðkvæmt fyrir
aðstandendur ef bílstjórinn hefur
verið ölvaður en hvað græðum við á
því að þegja yfir þessu? Við græðum
ekki neitt á því.“
Erfiðast þegar ung börn deyja
Þó Ágústi finnist alltaf erfitt
að koma á vettvang banaslyss eru
ákveðin slys mun erfiðari en önnur.
„Það erfiðasta sem ég horfí upp á eru
ung börn sem hafa farist í umferðinni.
Þar kemur náttúrlega inn allt óréttlæti
heimsins sem maður upplifir þegar
Sá mikli fjöldi sem hefur
látist í banaslysum undan-
farna mánuði hefur vakið
ugg með þjóðinni. Nítján
manns hafa farist í sex-
tán umferðarslysum. Það
hefur ekki síst vakið óhug að margir
hinna látnu voru ungir auk þess sem
orsök margra slysa voru ofsaakstur
eða annað sem hefði mátt koma í
veg fyrir. f starfi sínu þarf Ágúst
Mogensen að mæta á vettvang bana-.
slyss eða alvarlegs slyss. Hann er
forstöðumaður rannsóknarnefndar
umferðarslysa auk þess að vera
rannsóknarstjóri.
„Það er erfið upplifun að mæta á
vettvang þar sem banaslys hefur orðið.
Þetta er eitthvað sem ég hef aldrei
vanist og ég veit ekki hvort það venst
nokkurn tímann. Þetta var náttúr-
lega meira sjokkerandi fyrst en síðan
brynjar maður sig gegn þessu. En það
var mjög lýjandi að sinna holskeflu af
slysum eins og var í júlí og ágústmán-
uði síðastliðnum."
„Það er erfið upplifun að mæta á
vettvang þar sem banaslys hefur
orðið. Þetta er eitthvað sem ég hef
aldrei vanist og ég veit ekki hvort
það venst nokkurn timann."
utan sumarleyfi og einstaka slys sem
ég hef ekki farið í þá myndi ég telja
að ég hafi farið í 85 til 90 prósent
þeirra banaslysa í umferðinni sem
hafa orðið,“ segir Ágúst og bætir við
að hann skoði þrennt á vettvangi
umferðarslyss.
„í fyrsta lagi er það billinn og ástand
hans, síðan er það vegurinn og um-
hverfi hans og við veltum fyrir okkur
hvort það sé eitthvað við veginn eða
umhverfi hans sem gæti orsakað
slysið. f þriðja lagi könnum við þætti
tengda mannlegum mistökum."
Sláandi og minnisstætt slys
Þegar Ágúst lítur yfir starfsferil
sinn segir hann eitt slys vera sérstak-
lega minnisstætt. „Það var hörmu-
legur árekstur árið 2000 þar sem þrjú
ungmenni fórust nálægt Hellu. Ég veit
ekki hvort nokkurt slys hefur haft eins
mikil áhrif á mig og það. Ég man eftir
því að ég var að tala í upptökutæki og
labbaði að bílunum. Ég átti það lengi
vel á spólu því ég talaði eintóma vit-
leysu þegar ég sá hvað hafði gerst. Ef ég
man rétt þá keyrði ég frá slysstað og til
Reykjavíkur, ég var vel úti í malarkant-
inum á 70 kílómetra hraða alla leiðina.
Þetta var mjög sláandi og markaði mig
að vissu leyti; slysið, hve margir fórust
og að það var ungt fólk. Síðan hafa
þau orðið nokkuð mörg slysin sem
eru mjög alvarleg og sláandi en þetta
er það sem ég man eftir, kannski því
ég var tiltölulega nýbyrjaður í starfinu.
Um þetta leyti gerði ég mér grein fyrir
því við hvað var að etja, hvurslags óg-
urleg öfl það eru sem verka á mannslík-
amann og bílana þegar ekið er svona
hratt og mistök gerð. Ég fullyrði að
margir gera sér enga grein fyrir því
hvaða kraftar verka á mannslíkam-
ann í umferðarslysum og kannski ekk-
ert ótrúlegt við það. Ef þú hefur ekki
upplifað eða fræðst sérstaklega um
það þá er það ekki áþreifanlegt."
Fjallað um einstök slys
I forvarnarskyni
Ágúst segist hiklaust telja að um-
ræða um tíð umferðarslys hafi áhrif.
„Það er langt siðan ég hef séð eins
sterk viðbrögð við umræðu og ég hef
Á vettvangi flestra banaslysa
Rannsóknarnefnd umferðarslysa
heyrir undir samgönguráðuneyti og
henni er ætlað að rannsaka banaslys,
alvarleg slys og önnur slys sem sam-
gönguráðherra óskar eftir. Eins getur
nefndin rannsakað tiltekinn flokk
slysa óháð meiðslum, til að mynda
slys sem varða ákveðna bíla eða
ákveðin umferðarmannvirki. Ágúst
hefur starfað hjá rannsóknarnefnd-
inni síðan árið 2000.
„Eftir því sem mér skildist átti ég
að vera starfsmaður nefndarinnar
og í því fólst að ég átti að safna upp-
lýsingum um slys, skrifa skýrslur og
vinna tölfræði. Síðan var ég mættur
á vettvang banaslyss á Reykjanes-
braut og þá gerði ég mér það ljóst að
þetta væri hluti af mínu starfi. Ég
er ekki með nákvæma tölu en fyrir
Námið opnaði mér marga
■'Sjíf.íf'.í,'
nýja og spennandi möguleika
3i mína vinnu bæði
auðveldari, skemmtilegri
og markvissari.
Nú get ég boðið mínum
kúnnum upp á breiðari
ilýsinga og mun
ddara viðhald ...
■ '
mmá ffít
Kristín Jóna Þorsteinsdóttir
fskurmíðlari og vefsmiður
VEFSIÐUGERÐ
Alvöru námskeiö í vefsíðugerð þar sem farið er í alla mikil-
vægustu þætti vefhönnunar s.s. útlitshönnun, myndvinnslu,
HTML-kóðun, gagnagrunnsfræði, Javascript, uppsetningu
og viðhald bæði minni og stærri vefsvæða.
Mikil áhersla er lögð á verklegar æfingar og í lok námskeiðs
ætti nemandi að hafa lokið við eigin vef frá hugmynd að
fullunnu vefsvæði.
Námskeiðinu er skipt í þrjá hluta:
1 - Myndvinnsla fyrir vefinn með Fireworks
2 - Almenn vefsíðugerð með Dreamweaver
3 - Gagnagrunnstengd vefsíðugerð með Dreamweaver
Kennt þri. og fim kl. 18:0Q - 22:00
og lau 13:00-17:00.
Hefst 19. sept. og lýkur 7. des.
UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING I SlMA 544 4500 OG Á NTV.IS