blaðið - 16.09.2006, Page 37

blaðið - 16.09.2006, Page 37
blaöiö LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2006 37 þögninni einhver deyr sem er yngri en maður sjálfur. Manni finnst það óréttlátt. Það er mjög erfitt en ég sinni mörgum slysum og fæ margar tilkynningar á ári. Ef ég kem á vettvang, þekki ekki þann sem lenti í slysinu og veit jafnvel voða lítið um hann upplifi ég kannski ekki sorgina og harmleikinn eins sterkt, en auðvitað er þetta alltaf mjög óþægilegt. Það fer hins vegar dá- Htið eftir kringumstæðunum hversu mikið ég tek þetta inn á mig. Með þvi erfiðasta sem ég geri er að tala við að- standendur eftir slys. Aðstandendur hafa leitað til mín eftir upplýsingum og þá upplifi ég frekar sorgina og harmleikinn.“ Auk þess segir Ágúst að það sé einkar erfitt þegar aðstand- andi er viðstaddur á vettvangi því þá upplifir hann mjög sterkt hvað hefur átt sér stað. „Það hefur komið fyrir að ég hef komið á slysavettvang þar sem ákveð- inn bíll er og ég er einmitt í landshluta þar sem ættingjar mínir eða vinir eiga svipaðan bíl. Það er mjög óþægi- legt að halda að einhver nákominn sér sé í slysinu. Eftir á hugsa ég samt sem áður ekki að það sé gott að þetta hafi ekki verið vinur eða ættingi minn því þetta er alltaf vinur eða ættingi ein- hvers. Þetta eru leiðinlegar hugsanir sem leita á mann. Auðvitað á maður ekki að leyfa sér að hugsa svona en þetta er það sem gerist í kollinum á mér. Allir óttast um sína nánustu," segir Ágúst og bætir við að hann hafi þó aldrei komið á vettvang slyss þar sem hann þekkti viðkomandi. „En ég veit um fjölda dæma þar sem við- bragðsaðilar hafa lent í þessu og þetta getur hent alla.“ Get orðið pirraður Ágúst segir nefndarmeðlimi í rann- sóknarnefndinni stundum hafa rætt um hve ólík umferðarslys geta verið. „Annars vegar fela slys í sér að eitt- hvað gerist óvart. Hins vegar eru umferðaróhöpp þar sem ökumenn höfðu búið þannig um hnútana, með hegðun, hraða, áfengi eða án bílbeltis. Þó þeir hafi ekki ætlað sér að farast, slasast, slasa aðra eða drepa aðra þá gerðist það og það er ekkert mjög flókið að sjá af hverju það gerðist. Þá spyr maður sjálfan sig hvað maður eigi að kalla þetta. Fólk veit að það á ekki að haga sér svona og ef þú veist að þú átt ekki að gera eitthvað, rnynd- irðu samt kalla það slys ef þú gerir það? Manni finnst ásetningurinn eindreginn, að brjóta umferðarlögin þó ásetningurinn hafi vitanlega ekki verið að valda slysi eða drepa einhvern. Fólk er alveg meðvitað um það sem það er að gera og það á alveg að vita að þetta er hættulegt enda er umfjöllunin, fræðslan og forvarnir það miklar.“ Ágúst viðurkennir að sum atvik geti oft valdið pirringi og jafnvel vonleysi á stundum. „Ég get til dæmis orðið pirraður ef nefndin hefur gert skýrslu um eitthvert atvik eða fjölmiðlar hafa nýverið fjallað um eitthvert atvik. Sagt er við mann að umfjöllunin hafi verið góð og ætti að verða til þess að nú hætti allir tilteknu athæfi. Svo er hringt daginn eftir og maður fer í nákvæmlega eins slys og maður var að reyna að koma í veg fyrir. Auð- vitað verð ég pirraður og mér finnst stundum sem vinnan sem rannsókn- arnefndin og þeir sem sinna umferð- aröryggismálum sé gagnslaus. En ég veit að fræðsla, áróður og rannsóknir skila árangri til lengri tíma litið og við höfum náð árangri. En hinu ber ekki að leyna að þegar slys gerist ofan í umfjöllun þá fórnar maður auðvitað höndum. Eitt dæmi eru bílbeltin sem við höfum hamrað á í gegnum tíðina. Það er algjörlega óásættanlegt að það farist fjórir til fimm á hverju ári bara af því þeir noti ekki bílbelti, samt ger- ist þetta trekk í trekk.“ „Árið 2005 fórust 19 manns í 16 slysum samanborið við 32 semfórust árið 2000. Það var ífyrsta sinn í tíu ár ífyrra sem fjöldi látinna í umferð- innifór undir tuttugu“ Alls ekki vonlaus barátta Þrátt fyrir að starfið geti verið lýjandi og erfitt eru þó sum útköll ánægjuleg samkvæmt Ágústi. „Ég hef tvisvar sinnum fengið útkall í alvarlegt umferðarslys þar sem talið er að viðkomandi sé látinn og i bæði skiptin var það rétt fyrir utan borgar- mörkin. I öðru tilfellinu fullyrði ég að manneskjan hafi verið látin og það í einhvern tíma en viðbragðsaðilar brugðust mjög skjótt við og í báðum þessum tilvikum var þessari tvísýnu snúið við. Ef það er eitthvað skemmti- legt í þessari vinnu þá er það að koma á vettvang sem lítur mjög illa út en svo er blásið lífi f viðkomandi.“ Samt sem áður segir Ágúst að baráttan sé alls ekki vonlaus. „Það þarf bara að setja slysin í sam- hengi. fýrsta lagi virðist það þannig að fjöldi banaslysa breytist ekki það mikið ár frá ári en árið 2005 fórust 19 manns f 16 slysum samanborið við 32 sem fórust árið 2000. Þarna ber nokkur mannslíf á milli. Það var í fyrsta sinn f tfu ár f fyrra sem fjöldi lát- inna í umferðinni fór undir tuttugu. Þarna var ég að vona að það væri kom- inn ákveðinn vendipunktur. Ég held ennþá í þá von.“ svanhvit@blaðid.net Cheerios er trefjaríkt og sykurlítið og fer vel í litla og stóra maga I-

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.