blaðið - 16.09.2006, Síða 46
íþróttir
ithrottir@bladid.net
Nýr samningur
Willum Þór Þórsson hefur framlengt samning sinn viö Val um tvö ár. Willum átti enn eitt
ár eftir af samningi sínum við Val og verður því á Hlíðarenda næstu þrjú árin. í fréttatil-
kynningu frá Val segir að gríðarleg ánægja sé með störf Willums sem sé einn af bestu
þjálfurum á íslandi og liðið sé i toppbaráttunni þar sem það eigi að vera.
Skeytin inn
46
LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2006
blaöiö
Tvær umferðir eftir af Landsbankadeildinni:
Enn geta sex lið fallið
■ Kjartan og Guðjón spá í spilin ■ FH-ingar nær öruggir með titilinn
Blaðið fékk tvo knattspyrnuspekúlanta
til að spá fyrir um úrslit tveggja síðustu
umferðanna, þá Kjartan Másson, fyrr-
verandi þjálfara ÍBV, Keflavíkur og fleiri
liða og Guðjón Þórðarson sem nýsnú-
inn er heim frá Englandi þar sem hann
hefur verið í víking síðustu árin.
KJARTAN MÁSSON
Kjartan spáir því að FH-ingar tryggi sér titilinn um helg-
ina með sigri á Víkingum í Kaplakrika og kóróni yfirburði
sína á íslandsmótinu með sigri á Grindavík í síðustu
umferðinni. Valsmönnum spáir Kjartan tapi á útivelli
gegn Keflvíkingum en gerir samt ráð fyrir því að þeir
vinni KR-inga í síðustu umferðinni og haldi þar með öðru
sæti í deildinni.
Þá spáir Kjartan sínum gömlu félögum í Eyjum tapi
um helgina gegn Skagamönnum og þar með falli í fyrstu
deild. „Með trega en raunsæi spái ég ÍBV tapi gegn ÍA
um helgina og þar með falli í fyrstu deild. Spilamennska
(BV hefur þó skánað mikið í síðustu leikjum svo ég spái
þeim sigri gegn Fylki í síðustu umferðinni, en því miður
verður það of seint fyrir þá,”
segir Kjartan.
Grindvíkingum, sem
eru í þriðja neðsta
.. ' sæti, spáir Kjartan
sigri um helg-
inagegn
\ ^ KR-ing-
og öruggu sæti í efstu deild.
„Oft kemur smá dauðakippur
í lið sem skipta um þjálfara
á lokasprettinum og það tel
ég að gerist hjá Grindvik-
ingum um helgina,” segir
Kartan, en Siguröur Jónsson
sagði upp störfum sem
þjálfari Grindvíkinga
fyrr í vikunni eins og
kunnugt er.
„Breiðablik á tvo erfiða
leiki eftir, útileik gegn Fylki
um helgina og heimaleik gegn
Keflavfk i síðustu umferðinni. Ég spái þeim
tapi í báðum þessum leikjum. Mér finnst þeir
vera með lakasta liðið í deildinni á pappírunum og ég
spái þeim falli í fyrstu deild,” segir hann.
SPÁ KJARTANS:
17. umferð
Keflavík-Valur 1
Fylkir - Breiðablik 1
ÍA-IBV1
FH - Vikingur 1
KR - Grindavík 2
18. umferð
Valur - KR1
Breiðablik - Keflavík
ÍBV - Fylkir 1
Víkingur - ÍA 2
Grindavík - FH 2
LOKASTAÐA
KJARTANS:
FH 38
Valur 30
Keflavík 29
KR 26
lA 24
Fylkir 23
Grindavík 21
Víkingur 20
Breiðablik 19
IBV 18
GUÐJÓN ÞÓRÐARSON
Ég tel líklegt að Keflavík vinni
Val, þar sem þeir eru á heima-
velli, og að FH tryggi sér titilinn
örugglega með sigri á Víkingi í
Hafnarfirði,” segir Guðjón sem
spáir FH-ingum jafnframt
sigri á Grindvíkingum í
siðustu umferðinni. Grind-
víkingar spila þá næsta
tímabil í fyrstu deild
samkvæmt spá Guð-
jóns.
„Að velta fyrir sér fallbar-
áttunni í þessari deild
ærir óstöðugan,” segir
Guðjón sem með sem-
ingi fellst að lokum á að
spá fyrir um úrslit leikj-
anna í tveimur síðustu
umferðunum.
„Þegar spennan er orðin
svona mikil og svona
mikið er í húfi er allt eins
liklegt að allir leikirnir endi
með jafntefli. Menn verði hrædd
ir við að taka áhættu og treysti á
hagstæð úrslit í öðrum leikjum,”
segir Guðjón. „Þetta getur far-
ið allavega.” Guðjón spáir
sínum gömlu félögum
á Skaganum sigri gegn ÍBV og jafntefli á móti Víkingi í síð-
ustu umferðinni, sem samkvæmt því bjarga sér frá falli.
„Mér þykir leiðinlegt að sjá vini mína í Eyjum fara niður en
líklega verður það nú raunin,” segir Guðjón. „Grindvíking-
ar eiga tvo mjög erfiða leiki eftir, gegn KR í Frostaskjóli
og Islandsmeisturum FH í Grindavík. Ég er hræddur um
að þeir hafi það ekki,” segir Guðjón.
SPÁ GUÐJÓNS:
17. umferð
Keflavík - Valur 1
Fylkir - Breiðablik x
lA — ÍBV1
FH - Víkingur 1
KR - Grindavík 1
18.umferð
Valur - KR1
Breiðablik - Keflavík
ÍBV — Fylkir x
Víkingur-lA x
Grindavík - FH 2
LOKASTAÐA
GUÐJÓNS:
FH
Valur
Keflavík
KR
Fylkir
ÍA
Víkingur
Breiðablik
Grindavík
ÍBV
STAÐAN NÚ: Lið Stig Markatala
FH 32 13
Valur 27 9
KR 26 -7
Keflavík 23 11
Víkingur 20 7
Fylkir 20 -1
Breiðablik 19 -7
Grindavík 18 1
ÍA 18 -5
ÍBV 15 -21
Guðjón þjálfar íslenskt
„Maður á svo langan feril að baki í þessum
bolta að maður þekkir orðið mjög marga.
Ég get þó sagt það að ég hef ákveðið að
leita mér að vinnu hérna heima,” segir
Guðjón, aðspurður um nánustu framtíð
sína hvað atvinnu og búsetu varðar. „Ég
var með umboðsmann í Englandi en ég er
alveg búinn að gefa hann frá mér." Guðjón
gefur ekkert upp um hvaða félög hann hef-
ur átt í viðræðum við hérna heima en úti-
lokar ekkert. „Það á mikið eftir að gerast
éf ég geri samning við lA eins og staðan er
núna,” segir Guðjón. „Ég er annars alltaf
að tala við fólk, maður þekkir orðið svo
marga. Þegar hjólin fara að snúast á ann-
að borð, snúast þau yfirleitt hratt. Núna
veit ég ekkert hvað gerist fyrir utan það
aö ég verð á Islandi,” sagði Guðjón.
Ólafur Þórðarson, sem er samningslaus
líkt og Guðjón síðan hann sagði upp sem
þjálfari Ia í sumar, sagðist í samtali við
Biaðið eiga í samningaviðræðum við fleiri
af bestu varnarmönnum í
heimi,” sagði Drogba sem
viðurkenndi jafnframt
að litlu hefði munað að
^ hann hefði gengið til liðs
* við Lyon
í sumar.
„Það hefði
verið áhuga-
vert að ganga til
liðs við Lyon.
Þeir verða
sífellt sterkari
og njóta sífellt
meiri
virð-
ingar í
evr-
ópskri
knattspyrnu.
Sannleikurinn er
hins vegar sá að
ég á tvö ár eftir af
samningi mínum
við Chelsea og ég
stend við mína samn
inga” sagði Drogba.
liö á næsta tímabili
en eitt félag á Islandi. „Ég hef þegar gef-
ið ÍR afsvar en það eru fleiri félög inni í
myndinni sem ég vil ekkert gefa upp um
núna, en þetta skýrist væntanlega allt eft-
ir helgi,” sagði Ólafur. Samkvæmt svari Ól-
afs má þó leiða að því líkur að þetta félag
sé ekki í efstu deild heldur þeirri fyrstu,
þar sem síðasta umferð fyrstu deildar fer
fram nú um helgina, en efstu deild lýkur
ekki fyrr en um aðra helgi.
TIPPAÐUIBEINNIA
* STÓRLEIKIHELGARINNAR!
CHELSEA - LIVERPOOL kl. 12.30 skjársport
MAN. UTD. - ARSENAL kl. 15.00 skjár sport
Hver vinnur, hverjir skora næst og hvað verða mörg mörk skoruð?
Gerðu stórleikina enn stærri og tippaðu í beinni á 1x2.is
Sögusagnir hafa verið á
kreiki um að Arsenal verði
yfirtekið af rússneskum
fjárfestum og mun kaupverðið
samkvæmt þeim sögum vera
um 350 milljónir punda. Stjórn
Arsenal hefur staðfest að óform-
legar viðræður hafi átt sér stað í
sumar en fráleitt væri að tala um
hugsanlega yfirtöku á félaginu.
Didier Drogba er fyrsti liðs-
maður Chelsea til að tjá sig
um sölu Williams Gallas
til Arsenal í sumar en hann
sagðist sjá sárlega eftir Gallas
úr vörninni. „Það er gríðarlegur
missir að Gallas. Hann er einn