blaðið - 16.09.2006, Page 48
4 8 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2006
blaöiö
helgin
helgin@bladid.net^^
Tálgað í skóginum
Boðið verður upp á skógargöngu i dag klukkan ellefu sem og tálgunarnámskeið fyrir börn við gamla Elliðavatnsbæinn í Heiðmörk á vegum
Skógræktarfélags Reykjavíkur.
Hjólaveisla í Hljómskálagarðinum
Hjólreiðakeppnin í
fyrsta sinn í áttatíu ár
í lausu lofti Fimleikafélög víða um
land kynna almenningi íþróttina í dag.
Samgönguvika í Reykjavík hófst
í gær og verður boðið upp á fjöl-
brey tta dagskrá næstu daga þar sem
fjallað verður um samgöngumál í
víðu samhengi. Kastljósinu verður
í dag beint að hjólreiðum og borgar-
búar hvattir til að draga fram hjólin
en hvíla bílinn.
Hjólalestir leggja af stað klukkan
þrettán úr fjórum úthverfum og
eru brottfararstaðir við Sundlaug
Vesturbæjar, verslunarmiðstöðina
Spöngina í Grafarvogi, Hafnarborg
í Hafnarfirði og Árbæjarsafn.
Hjólreiðamennirnir halda að Kjar-
valsstöðum og þaðan verður farið í
einni stórri hjólalest niður í Hljóm-
skálagarð þar sem slegið verður upp
fjölskylduskemmtun.
Pálmi Freyr Randversson hjá
umhverfissviði Reykjavíkurborgar
segir að hjólaferðirnar séu upplagð-
ar fyrir fjölskylduna og ekki eigi að
vera mikið vandamál fyrir börn að
slást í för með foreldrum sínum.
„Ef fólk vill getur það náttúrlega
hitt okkur við Kjarvalsstaði. Það er
kannski hentugra fyrir mjög ung
börn,“ segir Pálmi og bætir við að
mjög góð mæting hafi verið á hjóla-
deginum í fyrra og þeir reikni með
að hún verði jafnvel meiri nú.
Hjólreiðakeppni umTjörnina
Dagskráin i Hljómskálagarðinum
er fjölbreytt og verður meðal ann-
ars boðið upp á hjólaþrautir, hjól-
reiðafélög kynna starfsemi sína og
ungir ofurhugar sýna listir sínar á
BMX og fjallahjólum auk þess sem
dixíbandið Öndin leikur. Hápunkt-
ur dagsins verður Tjarnarsprettur-
inn, keppni á götuhjólum umhverf-
is Tjörnina, sem hefst klukkan 15.30.
Þetta er í annað skipti sem efnt er
til Tjarnarspretts en hann verður ár-
legur viðburður héðan í frá.
„Þetta var í fyrsta skipti í 80 ár
sem svona hjólreiðakeppni var hald-
in í Reykjavík og menn eru mjög
spenntir fyrir henni í ár,“ segir
Pálmi.
Vilja draga úr stuttum bílferðum
„Við erum aðallega að vekja fólk
til umhugsunar um val á samgöngu-
máta og reyna að fá það til að sjá
möguleikann í til dæmis hjólinu,"
segir Pálmi. „Það eru sífellt fleiri
sem eru farnir að nota hjólin á vet-
urna og fólk er farið að átta sig á
möguleikanum á því að nota nagla-
dekk á hjólin. Þetta snýst líka um
að klæða sig vel vegna þess að mað-
ur getur klætt af sér allan kulda,“
segir Pálmi og bætir við að einnig
vilji menn draga úr stuttum ferðum
á einkabílum. „Það er svo hátt hlut-
fall ferða sem er undir tveimur til
þremur kílómetrum þannig að það
eru stór sóknarfæri í hjólreiðanotk-
un á höfuðborgarsvæðinu. Fólk átt-
ar sig ekki á því hvað fjarlægðirnar
eru stuttar og veðrið reynist oft
mun skárra þegar maður kemur út
en þegar maður leit í gegnum glugg-
ann,“ segir Pálmi að lokum.
SERBLAÐ
BÍLAR
Þriðjudaginn 19. september
Auglýsendur, upplýsingar veita
Forskot á sæluna
Annað kvöld klukkan 21 verður
tekið forskot á Jazzhátíð Reykjavík-
ur þegar tríóið Tyft heldur tónleika
áNasa.
í vikunni kom út nýr diskur með
sveitinni sem heitir „Meg Nem Sa“
og segir Hilmar Jensson, gítarleikari
Tyftar, að á tónleikunum verði fyrst
og fremst leikið efni af honum. „Það
má segja að þetta efni sé ansi rokkað
þó að það kenni einnig ýmissa ann-
arra grasa. Þetta er tiltölulega form-
fast miðað við margt af því sem við
höfum gert áður,“ segir Hilmar og
bætir við að á tónleikum spinni þeir
og leiki sér meira með tónlistina en
á plötunni.
„Við leyfum okkur svolítið meira
á tónleikunum. Við getum leyft okk-
ur að teygja á ákveðnum stöðum og
þeytumst oft úr einu lagi í annað.
Við teygjum þetta og togum á okkar
hátt.“
Tónleikaferð um Evrópu
Tónleikarnir á Nasa verða einu
tónleikar sveitarinnar á íslandi að
sinni en morguninn eftir heldur
hún í tveggja vikna tónleikaferð um
Evrópu. Hilmar segir að dagskráin
verði nokkuð stíf og þeir spili hvert
kvöld. í nóvember halda þeir svo
í annað tónleikaferðalag, að þessu
sinni um Bandaríkin og Kanada
„Við sáum fram á við yrðum allir
það uppteknir eftir áramót að við
myndum ekki ná saman fyrr en í
fyrsta lagi næsta sumar þannig að
við ákváðum að nýta allar glufur
þetta haust til að túra. Þetta verður
því ansi mikill þeytingur út árið en
það er raunverulega lúxus að geta
spilað með þessum gaurum á hverju
kvöldi þannig að maður leggur mik-
ið á sig fyrir það,“ segir Hilmar
Planað fram í tímann
Auk Hilmars eru í Tyft Jim Black
sem leikur á trommur og rafhljóð
og Andrew DAngelo sem leikur á
saxófón, bassa, klarínett og rafhljóð.
Meðreiðarsveinar Hilmars búa í
Bandaríkjunum og segir hann að
það gangi furðu vel að vera í hljóm-
sveit með þeim þrátt fyrir fjarlægð-
ina. „Við höfum spilað talsvert sem
þetta tríó og svo er ég í hljómsveit-
inni hans. Jim og ég og Andrew
höfum leikið saman í öðrum verk-
efnum. Allir erum við talsvert upp-
teknir þannig að það er mikið plan-
að fram í tímann," segir Hilmar.
Fimleikafélög
opna dyr sínar
Fimleikasamband (slands (FSÍ)
stendur fyrir svokölluðum Fim-
leikadegi í dag í tilefni af 125
ára afmæli Alþjóðafimleikasam-
bandsins.
Fimleikafélögin taka þátt í deg-
inum með ýmsum hætti og bjóða
almenningi að koma og kynna
sér íþróttina og það starf sem fer
fram innan félaganna.
„Við viljum opna deildirnar fyrir
sem flestum. Alþjóðafimleika-
sambandið hefur hvatt aðild-
arsamtök sín til að hafa svona
fimleikadaga og þar með gefa
almenningi tækifæri til að koma
inn í félögin og sjá hvað er verið
að gera og kynna sér þá mögu-
leika sem í boði eru,“ segir Anna
Möller, framkvæmdastjóri FSÍ,
og bætir við að gífurleg aukning
hafi orðið hjá öllum félögum. „Iðk-
endum hjá okkur hefur fjölgað
um einhver 1.500 til 1.600 frá
skráningu ÍSÍ árið 2005,“ segir
Anna sem þakkar aukninguna
meðal annars betri aðstöðu og
öflugu kynningarstarfi félaganna.
Dagskrá hvers félags fyrir sig má
nálgast á vefslóð Fimleikasam-
bandsins www.fimleikar.is
Stemning í réttunum Réttað veröur
í landnámi Ingólfs Arnarsonar um
helgina.
Réttir um helgina
Um helgina verða göngur og
réttir víða í grennd við höfuð-
bogarsvæðið og reyndar víðar.
Borgarbörnum gefst því upplagt
tækifæri til að bregða sér út fyrir
bæjarmörkin og upplifa sann-
kallaða réttarstemningu. Hér að
neðan er listi yfir helstu réttir í
nágrenni borgarinnar:
■ Laugardagur 16. sept-
ember:
Heiðarbæjarrétt í Þingvallasveit,
upp úr hádegi
Húsmúlarétt við Kolviðarhól,
upp úr hádegi
■ Sunnudagur 17. september:
Fossvallarétt við Lækjarbotna,
klukkan 11
Hraðarétt í Mosfellsdal, um
hádegi
Kjósarrétt í Hækingsdal,
kiukkan 16
Selvogsrétt í Selvogi, síðdegis
Þórkötlustaðarétt í Grindavík,
klukkan 13
■ Mánudagur 18. september
Selflatarétt f Grafningi, klukkan
9
Ölfusréttir í ölfusi, klukkan 13