blaðið - 20.09.2006, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2006
blaöiö
Takmörk á réttindum Búlgara og Rúmena
John Reid, innanríkisráðherra Bretlands, segir miklar
líkur á því að réttindi Búlgara og Rúmena til að starfa á
Bretlandseyjum verði takmörkuð fái löndin tvö aðild að
Evrópusambandinu á næsta ári. Talið er að um 600 þúsund
Austur-Evróþubúar hafi flutt til Bretlands frá árinu 2004.
ísrael G
Hersveitir fara frá Líbanon
(sraelskur þingmaður hefur eftir háttsettum yfir-
manni í hernum að allir hermenn yfirgefi Líbanon
á föstudag. Frá því að 34 daga stríði milli (sra-
elsmanna og Hizballah lauk hafa þeir fyrrnefndu
hægt og rólega dregið menn sína frá Líbanon.
Brauðlaust í höfuðborginni
Verslanir í höfuðborg Simbabve, Harare, eru að verða brauðlausar
eftir að þrír umsvifamestu bakarar borgarinnar voru handteknir fyrir
of hátt verðlag. Yfirvöld stjórna verði á brauði og öðrum nauðsynja-
vörum en bakarar kvarta yfir því að hámarksverðið dugi ekki einu
sinni fyrir framleiöslukostnaði. Verðbólga á ári er 1200 þrósent.
Bandaríkin:
Vinsældir
Bush aukast
Samkvæmt nýrri skoðana-
könnun sem Gallup gerði fyrir
dagblaðið USA Today hefur
ánægja með störf George Bush,
forseta Bandaríkjanna, ekki
mælst meiri í átta ár. I könnun-
inni kemur fram að 44 prósent
kjósenda eru ánægðir með störf
forsetans og er það fimm pró-
sentum hærra en í könnun sem
var gerð fyrr í þessum mánuði.
Könnunin er gerð sjö vikum
áður en gengið er til þingkosn-
inga. Aukin ánægja með störf
forsetans er meðal annars rakin
til þess að olíuverð hefur lækkað
auk þess sem repúblikanar hafa
staðið fyrir mikilli herferð til
þess að auka stuðning við stríðið
í írak og til þess að undirstrika
hæfni þeirra til þess að tryggja
öryggi landsmanna. í könnun-
inni kemur meðal annars fram
að í fyrsta sinn síðan í desember
2005 telur meirihluti Bandaríkja-
manna innrásina í frak ekki hafa
verið mistök. Hins vegar kemur
einnig fram í könnuninni að 60
prósent telja að forsetinn viti
ekki hvernig hann eigi að koma
böndum á ástandið í frak og 75
prósent Bandaríkjamanna telja
að landið hafi þegar fallið í fen
borgarastríðs.
■ /■
MWiKrí
Imw?:■■■:& ■
mm
Breytingár á Alþingi
lengur ■ Þurfa aðhald frá kjósendum
Tómas Ingi Árni R. Árnason Bryndís Hlöð- GuðmundurÁ. Árni Magnússon Halldór Ásgríms- Davíð Oddsson Gunnar I. Birgis-
Olrich Hætti eftir Féll frá eftir versdóttir Hætti Stefánsson Hætti Hætti eftir son Hætti eftir Hætti eftir son Hætti eftir
12 ára setu 13 ára setu eftir 10 ára setu eftir 12 ára setu 3 ára setu 32 ára setu 14 ára setu 7 ára setu
Eftir Höskuld Kára Schram
hoskuldur@bladid.net
Miklar mannabreytingar hafa átt
sér stað á Alþingi frá síðustu kosn-
ingum og útlit fyrir frekari breyt-
ingar. Fimm sitjandi þingmenn hafa
nú þegar lýst því yfir að þeir sækist
ekki eftir endurkjöri og þá hafa átta
þingmenn horfið af þingi frá síðustu
kosningum þar á meðal tveir forsæt-
isráðherrar. Nærri helmingur núver-
andi þingmanna hefur setið þrjú
kjörtímabil eða lengur. Prófessor í
stjórnmálafræði við Háskóla fslands
segir mikilvægt að þingmenn búi við
stöðugt aðhald frá kjósendum.
Þurfa neista
„Þingmenn þurfa að hafa ákveðinn
neista til þess að sinna þessu starfi.
Þegar hann byrjar að kulna og komin
einhver þreyta þá er kominn sá tíma-
punktur að hætta,“ segir Margrét
Frímannsdóttir þingmaður. Margrét
hefur lýst því yfir að hún hyggðist
ekki sækjast eftir endurkjöri í næstu
kosningúm eftir nítján ára setu.
„Ég hef náð góðum árangri og fólk
vill ennþá hafa mig áfram. Það er
betra að hætta undir þeim kringum-
stæðum en að hafa það á tilfinning-
unni að maður sé að sitja oflengi."
Frá síðustu
kosningum
hafa átta þing-
menn látið af
þingstörfum og
horfið til ann-
arra starfa, en
einn þeirra féll
frá á miðju kjör-
tímabili, Árni
R. Árnason.
Nú þegar hafa
fimm sitjandi
þingmenn lýst því yfir að þeir hygg-
ist ekki sækjast eftir endurkjöri þar
á meðal Margrét Frímannsdóttir,
Sólveig Pétursdóttir og Jón Kristjáns-
son, fyrrverandi ráðherra.
Þá hafa verið uppi vangaveltur um
hvort Halldór Blöndal, Guðmundur
Hallvarðsson og Valgerður Sverris-
dóttir láti af þingstörfum næsta vor.
Hefur nafn Valgerðar verið nefnt í
tengslum við sendiherrastöðu í Osló.
Af 63 þingmönnum hafa 27 setið
þrjú kjörtímabil eða lengur þegar
núverandi kjörtímabili lýkur. Meðal-
seta alþingismanna er nú um tíu ár
samkvæmt samantekt Blaðsins.
Margrét segist upphaflega ekki
hafa ætlað að vera lengur en þrjú kjör-
tímabil. „Það eru auðvitað til þing-
menn sem hafa setið aðeins of lengi.
Ég var sjálf þeirrar skoðunar þegar
Jón Kristjánsson Jóhann Ársæls-
Hættir eftir son Hættir eftir
23 ára setu 16 ára setu
égfórinnáþing
að þrjú kjör-
tímabil væri
fínt. Eftir það
þyrfti að koma
inn nýtt blóð.
Ég tók samt
þá ákvörðun
að bæta við
tveimur og hef
því verið fimm
kjörtímabil.“
Kjósendur halda þeim á tánum
Gunnar Helgi Kristinsson, pró-
fessor í stjórnmálafræði við Háskóla
fslands, segir mikilvægt að nýliðun á
Alþingi haldist stöðug. Hann bendir
þó á að reynsla af langri setu geti
einnig verið þingmönnum dýrmæt.
„Þingmenn sem búa við of mikið
atvinnuöryggi fá ekki það aðhald
Rannveig Guð- Margrét Frí-
mundsd. Hættir mannsd. Hættir
eftir 18 árasetu eftir 20 ára setu
Halldór Blöndal Valgerður
Þingmaður Sverrisd. Þing-
síðan 1979 maöursíðan 1987
frá kjósendum sem væri æskilegt.
Til þess að halda þeim á tánum þá
myndi maður vilja að starf þeirra
væri óöruggt.
Hins vegar er líka gagnlegt að
menn læri á starfið. Það er mikilvæg
reynsla sem flestir þingmenn hafa og
hún gerir þeim betur kleift að vinna
starfið.“
Sólveig Péturs-
dóttir Hættir eftir
16 ára setu
Guðmundur
Hallvarðs. Þing-
maöursíðan 1991