blaðið - 20.09.2006, Blaðsíða 24

blaðið - 20.09.2006, Blaðsíða 24
32 MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2006 blaöiö kolbrun@bladid.net Venjuleg heilbrigö skyn- semi er ekki sérlega venjuleg. Voltaire Afmælisborn dagsms UPTON SINCLAIR RITHÖFUNDUR, 1878 VICTOR SJÖSTRÖM LEIKARI OG LEIKSTJÓRI, 1879 Konurí klerkaveldi Opin sýning og umræður um athyglisverða heimildarmynd um stöðu íranskra kvenna verður í Öskju í kvöld, miðvikudagskvöld, á vegum stjórnmálafræðiskorar Háskóla Islands. í myndinni „Divorce Iranian Style“ (1998) er fylgst með konum í Iran, sem sækjast eftir lögskilnaði við eig- inmenn sína. Myndin veitir afar góða innsýn (íranskt samfélag, réttarfarið þar og stöðu kvenna. Frá árinu 1979, þegar íslamska byltingin átti sér stað í Iran, hafa ákvæði sjaría-laganna um hjú- skaparrétt verið í gildi í íran. I því kerfi er konum sniðinn þröngur stakkur, ef þær vilja losna úr hjónabandi. Við gerð myndar- innar komu kvikmyndagerðar- mennirnir Ziba Meir-Hosseini og Kim Longinotto meðal annars kvikmyndavélum sínum fyrir í réttarsal dómara í Teheran. Það sem fyrir augu ber er átakanlegt og sorglegt þó stundum komi fyrir brosleg atvik. Sýningin hefst kl. 20.00 og er hluti af námskeiði dr. Magn- úsar Þorkels Bernharðssonar, Samþætting trúarbragða og stjórnmála, í meistaranámi í alþjóðasamskiptum við stjóm- málafræðiskor H.í. í upphafi mun Magnús Þorkell kynna myndina, en að sýningu lokinni verður efnt til almennra umræðna um efni hennar. Myndin tekur um 80 mínútur í sýningu og gert er ráð fyrir því að umræður standi yfir í um hálftíma. Af líkamslistum og hugarvíli Fxnnskar listakonur sýna x Hönnunarsafninu Nýjar leiðir til tjáningar ýning á verkum glerlis- takonunnarCamilluMo- berg og Karin Weidnás leirlistakonu stendur yf- ir í sal Hönnunarsafns íslands við Garðatorg. Camilla og Karin eru í fremstu röð finnskra listhönnuða og starfa að list sinni í hinu víðfræga listaumhverfi í Fisk- ars. Þær eru þekktar og viðurkennd- ar hvor á sínu sviði, ekki síst fyrir stöðuga leit að nýjum leiðum til tjáningar í glerlist og keramík. Óendanleg tilbrigði I sýningarskrá segir um Widnás: „Karin Widnás er þekkt fyrir vanda- saman „celadon“-glerung, dumb- rauðan glerung og stílhreina nytja- hluti. í nytjahlutunum bræðir hún saman leirlistarhefð Austurlanda og stílhreina nytjalist Kaj Francks. Til að létta yfirbragðið eru tekin myndefni og þættir úr náttúrunni í kringum Fiskars, svo sem hesli, eik og elri. í leirflísum sínum og gljáflísum hefur hún staðfastlega beitt sömu hagsýnu og markvissu hönnunar- og vinnureglum. Árangurinn get- ur að lita í nokkrum verkum sem líkjast hámyndum eða lágmyndum eftir því hvernig þeim er raðað. Og með litunum má fá næstum óend- anleg tilbrigði, allt eftir þörfum kaupanda eða rýmis.“ í sýningarskrá segir um verk Moberg: „Camilla Moberg er þekkt fyrir glæsileg glerverk. Hreinar línur, tært gler og sterkir litir eru einkenni þeirra og svo eru verkin hugsuð út frá nytjagildi. Þetta eru merkir gripir, gerðir í samvinnu við færustu atvinnumenn í hand- verkinu. Verkin eru í senn nytja- hlutir og listmunir. Við skreytinguna á glæsilegu ljósastikunum og við steyptu, egg- laga vasana með litríkum, gler- bólum er beitt nýfundinni tækni. Víðar skálar kveiktu hugmyndina að vegg- og loftljósum, ljósgjafinn kveikir glóð í litunum. Hangandi Síríus er í senn lampi og skúlptúr sem skapar stemningu. Camilla Mo- berg notar líka rúbínrautt gler, sem er tæknilega erfitt að fást við. Slíkt gler verður að tvíhita en bregði út af réttum hita skiptir það auðveldlega um lit.“ Hönnun norrænna þjóða Sýningin á verkum Camillu Mo- berg og Karin Weidnás er hluti af viðleitni Hönnunarsafnsins til að kynna markverðustu hönnun nor- rænna þjóða fyrir Islendingum. Áður hafa verið haldnar í safninu sýningar á sænsku gleri, húsgögn- um, iðnhönnun og bókahönnun, dönskum húsgögnum, norskum húsgögnum og listgleri og aðskiljan- legri finnskri hönnun. Þar að auki hefur Hönnunarsafn- ið kappkostað að setja upp sýningar á ýmsum vaxtarbroddum íslenskr- ar hönnunar í bráð og lengd, en tak- mörkuð fjárráð þess og sú óvissa sem ríkt hefur varðandi framtíð þess hefur óneitanlega sett svip sinn á starfsemina. Nú eru hins vegar allar horfur á því að sú óvissa sé úr sögunni og samkomulag sé að verða til milli menntamálaráðuneytis og Garða- bæjar um endanlega staðsetningu þess og hlutverk. Heimildir um íslenska hönnun Frá því Hönnunarsafnið var form- lega sett á laggirnar í árslok 1998 hef- ur það efnt til meira en 30 sýninga, jafnt í Garðabæ sem annars staðar, og á í fórum sínum um það bil 1000 hönnunargripi, norræna og alþjóð- lega: húsgögn, iðnhönnun, gler, keramík, textíl og fleira. Auk þess hefur það haldið til haga ýmsum heimildum um íslenska hönnun og verið tengiliður við hönnunarstofn- anir og hönnunarsýningar í öðrum löndum. Aðalsteinn Ingólfsson listfræð- ingur hefur verið forstöðumaður Hönnunarsafnsins frá upphafi, en síðastliðin tvö ár hefur Stefán Snæ- björnsson innanhússarkitekt einn- ig verið starfsmaður þess. Sýning þeirra Camillu Moberg og Karin Widnás í sal Hönnunar- safnsins við Garðatorg stendur til 15. október. Hjá Máli og menningu er komin út í kilju Yosoy - Af líkamslistum og hugarvíli í hryllingsleikhúsinu við Álafoss eftir Guðrúnu Evu Mínervu- dóttur. Á alþjóðlegri ráðstefnu um sárs- auka hittir Madame Louise de Roubaix doktor Ólaf Benedikts- son. Hún hrífst af framgöngu hans og sér að hann er kjörinn til að reka vafasöm erindi hennar á (s- landi. í gamalli ullarverksmiðju við Álafoss hefur óvenjulegt fjölleika- hús búið um sig. Miklar sögur fara af þeirri óhugnanlegu starfsemi sem þar fer fram og sum atriðin hljóma líkt og kraftaverk. Leyndar- hula hvílir þar yfir öllu og áður en Ólafur veit af er hann sjálfur orðinn hluti af sýningunni. Guðrún Eva Mínervudóttir hefur vakið mikla athygli fyrir verk sín á undanförnum árum. Hér er á ferðinni metnaðarfyllsta skáldverk hennartil þessa. Fæðing Sophiu Loren menningarmolinn Á þessum degi árið 1934 fæddist Sophia Loren. Hún var fimmtán ára þegar hún tók þátt í fegurðarsam- keppni og var uppgötvuð af Carlo Ponti sem var rúmlega tveimur ára- tugum eldri en hún. Ponti var kvænt- ur en þau Sophia urðu elskendur. Þau gengu í hjónaband árið 1957, þremur dögum fyrir tuttugasta og þriðja afmælisdag hennar. Ógilda varð það hjónaband þar sem Ponti hafði ekki fengið löglegan skilnað frá fyrri eiginkonu sinni ogþau gift- ust því að nýju árið 1966. Þau eignuð- ust tvo syni. Sophia hlaut Óskarsverðlaun árið 1960 fyrir leik sinni í Tveimur kon- um. Hún er dáð víða um heim fyrir fegurð sína og geðþekkan persónu- leika. Erkibiskupinn í Genúa sagði eitt sinn að þótt Vatíkanið væri mótfallið klónun manna myndi það hugsanlega gera undantekningu ef Sophia Loren ætti í hlut.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.